Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 12.02.1971, Blaðsíða 7

Alþýðumaðurinn - 12.02.1971, Blaðsíða 7
LÍNA LANGSOKKUR FRUMSÝNING Leikfélags Ak- ureyrar á hinu vinsæla barna- leikriti Línu langsokk var fimmtudagskvöldið 4. febrúar sL, en þá hafði orðið að fresta sýningunni nokkuð vegna veik- inda. Hinar vinsælu sögur sænsku skáldkonunnar Astrid Lindgren af ólátabelgnum Línu hafa orð- ið hér vinsælar eins og raunar alls staðar, þar sem þær hafa birzt. Leikgerð sögunnar um Línu er hér færð upp af Þór- hildi Þorleifsdóttur, en þýðing- una gerði Gunnvör Braga Sig- urðardóttir. Það hefur oft reynzt svo, að börnin væru þakklátustu áhorfendurnir, en jafnframt eru þau þó á sinn hátt kröfuhörð, og enda þótt ímyndunaraflið sé ríkt þarf þó að vera unnið úr efninu á sann- ferðugan hátt. — í heild er sýn- ingin allvel unnin, senan í upp- hafi með börnunum er furðu góð, hreyfingar nokkuð sam- ræmdar og líflegar og þau fylgjast allvel með tiltektum Línu. Hitann og þungann í leikrit- inu ber Bergþóra Gústafsdóttir í hlutverki Línu. Hlutverkinu gerir hún skemmtileg skil, leik- ur það af léttleika og stillir þó kátínunni yfirleitt í hóf, þó að stundum verði leikurinn nokk- uð farsakenndur. Bergþóra er ekki raddmikil og veldur það helzt, að textinn kemur ekki alltaf nógu vel til skila og dreg- ur því stundum úr áhrifamætti leiksins. Búningur hennar var skemmtilegur og gervið allt gott. Gestur Jónasson og Eggert Þorleifsson eru skemmtilegir í hlutverki lögregluþjónanna, og sú sena vakti að vonum mikla spennu hjá börnunum, en létt- irinn var líka mikill, þegar Lína hafði betur í viðureigninni við þá. í helztu barnahlutverkunum Tomma og Onnu eru Hermann Arason og Sigríður Sigtryggs- dóttir og leika þau af hæversku, en mættu e. t. v. vei'a ofurlítið djarfari á stundum í fram- göngu, en þó skal það játað, að þar sem þau eiga að vera algjör ar andstæður Línu, er þeim þröngur stakkur sniðinn af höfundi. Jón Kristinsson lék Eirík langsokk (negrakóng). Jón var verulega skemmtilegur í hlut- verkinu, enda vakti hann mikla kátínu og gervið var líka gott. Onnur helztu hlutverk, sem athyglisverð voru og vel unnin voru ræningjarnir, einkum sá seinni, sem gerði hlutvei'ki sínu, góð skil með töktum og iram- komu. Einnig stóðu frúrnar nokkuð fyrir sínu í þættinum um borðhaldið, en það er hins vegar nokkuð mikill farsi í þeirri senu. Sýningunni í heild má gefa heldur góða einkunn, og víst er um það, að hún á eftir að gefa börnum hér kærkomna stund, sem vonandi er, að foreldrar veiti þeim, þannig að þau verði síðar góðir leikhúsgestir. í lok sýningar var leikendum vel fagnað, en þó einkum Berg- þóru, enda átti hún það fylli- lega skilið. Þá ávarpaði Sigmundur Orn Arngrímsson leikhúsgesti og skýrði frá úrslitum í samkeppni meðal barna um beztu teikn- ingar um efnið í barnaleikritinu Dimmalimm, sem sýnt var í fyrravor. Hlutu verðlaunin fjög ur systkini, en myndir þeirra voru til sýnis í anddyri. Verð- launin voru málverkabók Guð- mundar Thorsteinssonar, en út frá teikningum hans var efni þess leikrits samið. Jafnframt tilkynnti Sigmundur Örn, að til sams konar keppni yrði nú stofnað vegna uppfærslunnar á Línu langsokk. Vel er, að slíkt skuli gert. Það veitir börnunum bæði ánægju og auðgai' ímyndunaraflið að fá að spreyta sig á slíku. Hrappur. s Þriðju fónfeikar Tónlistarfélags Akureyrar verða á sunnudaginn ÞRIÐJU tónleikar Tónlistar- félags Akureyrar á þessu starfs- ári verða n. k.' sunnudag, 14. ir MARTEINN SIGURÐSSON FYRRVERANDI BÆJARFULLTRÚI. Nýlátinn er og til moldar borinn Marteinn Sigurðsson fyrrverandi bæjarfulltrúi hér í bæ og fyrsti formaður Verkamannafélags Akureyr- ar. Með Marteini er fallinn lieiðursmaður — og er skarð hans vandfyllt. Á sviði félags mála var Marteinn í forystu- sveit um langan tíma, sem liér verður eigi upp rakið, en hér skal aðeins minnst á forgöngu hans að hér reis upp Matthíasarsafnið að Sig urliæðum og prýðilega safn- vörzlu hans þar. Alþýðumaðjirinn vill um leið og hami sendir ástvin- um hans hugheilar vinar- o^ samúðarkveðjur heiðra minn ingu hans með því að birta í blaðinu í dag fagurt erfiljóð) eftir Jórunni Olafsdóttur frá. Sörlastöðum, er hún flutti við útför hans. LÁRA ÁGÚSTSDÓTTIR MIÐILL. Þá er nýlátin Lára Ágústs- dóttir miðill, landskunn og átti vini um land allt. Minn- ingarathöfn um hana fór fram í Akureyrarkirkju sl. miðvikudag. En á morgun verður hún jarðsett að Gaul- verjabæ í Árnessýslu, þar sem liún ólst upp í æsku. febrúar, í Borgarbíói og hefj- ast kl. 21.00. Þar koma fram Ruth Magnússon alltsöngkona, Jósef Magnússon flautuleikari og Guðrún A. Kristinsdóttir píanóleikari. Jósef Magnússon leikur sónötu fyrir flautu eftir J. S. Baeh og þrjú íslenzk þjóðlög eftir Árna Björnsson. Rut Magnússon syngur laga- flokkinn Frauenliebe und Leben eftir R. Schumann og lagaflokk eftir spænska tón- skáldið Manuel de Fælla, ís- lenzk þjóðlög og lög eftir Benja min Britten, Igor Stravinsky, Paul Hindemith og Atla Heimi Sveinsson. Guðrún A. Kristinsdóttir ann ast undirleik á tónleikum þess- um. Fyrri tónleikar Tónlistarfé- lagsins hafa verið vel sóttir — og er starfsemi félagsins þakk- arverður menningarauki fyrir bæ og hérað. - Alþýðuflokkurinn og (Framhald af blaðsíðu 4) máttur almennra launa hafði að sjálfsögðu ekki rýrnað minna, enda hafði orðið mjög tilfinnanleg lækkun á útflutningstekjum þjóðarinnar vegna aflabrests og verðfalls, og atvinna gerzt mörgum stopul og ótrygg. ÞEGAR í járlög voru af- greidd í des. 1969 fyrir árið 1970, voru að vísu ýmis bata merki á lofti um afkomu þjóðarbúsins, en líka allt á huldu um kauphækkanir og aðrar kjarabætur. Eftir vand lega íhugun hvarf Alþýðu- flokkurinn að því ráði, að standa að afgreiðslu fjárlag- anna svo, að hækkun á bóta- greiðslum Almannatrygg- inga næmi samkvæmt þeim ekki nema 5.2 prósent, þ. e. til samræmis við vísitölu- hækkanir á kaupi að óbreytt um aðstæðum, en bóta- greiðslur yrðu teknar til nýrrar endurskoðunar, ef og strax að kaupgjald breytt ist til hækkunar. Alþýðu- flokknum var að sjálfsögðu ljóst, að almannatrygginga- bætur þyrftu nauðsynlega að hækka, en endanlega greiða gjaldþegnarnir allar slíkar hækkanir: um iðgjöld sín, útsvör sín og aðra skatta, og í des. 1969 var geta al- mennings til hækkunar á út gjöldum ekki svo ráðin á bataveg, að ekki væri þörf gætni. ÞESSA varúð Alþýðuflokks- ins notaði Alþýðubandalag- ið sér ótæpt í bæjarstjórnar- kosningunum á sl. vori, og Framsókn raunar líka: Al- þýðuflokkurinn átti alls ekki að vilja bæta kjör aldr- aðra og örkumla, svo langt væri hann kominn frá upp- haflegri stefnu sinni varð- andi félagslegar umbætur. Því miður beit þessi áróður nokkuð Alþýðuflokknum til óþurftar, en hann var ræki- lega afsannaður strax á miðju sumri, þegar allar bætur Almannatrygginga voru hækkaðar um 20 pró- v Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinar- hug við andlát og útför eiginmanns míns, bróður okkar og frænda, MARTEINS SIGURÐSSONAR, Byggðavegi 94. Einhildur Sveinsdóttir, Jóhanna Sigurðardóttir, Veturliði Sigurðsson, Stefán Karlsson. ± I í I % ? I I -t d> Öllum þeim, sem á liðnu ári sóttu okkur heim og sýndu okkur með því vinarhug og veittu okkur ánægýustundir, færum við innilegustu þakkir. Þá færum við Leikfélagi Akureyrar þakkir fyrir boð á leiksýningar, Félaginu Berklavörn á Akureyri, á Rebekkusystrum, Lionsklúbbunum og Hjálpræðis- f hernum á Akureyri þökkum við gjafir og góðvild ^ alla. ^ f Ennfremur eru Kristni Árnasyni frá Finnsstöðum f færðar kærar þakkir fyrir hans ágæta framlag til f kaupa á orgeli í hælið. % Njótið farsældar á nýju ári. Lifið heil! t SJÚKLINGAR, KRISTNESHÆLI. f * 1 I- rfSfc-(-ð-í-*-(-£H«*-(-©-H!(-(-©-f-#-(-a-<-4!(-í-a-í'#-(-®-M!<-(-ö-W!(-i-£>-<--5(-(-®-í-*-í-©'í'#'(- Almannatryggingar sent, þegar kauphækkanir höfðu orðið, svo sem um hafði verið samið. Trygg- ingamálaráðherrann og Al- þýðuflokksmaðurinn Eggert G. Þorsteinsson sá um það. Þannig hækkuðu bætur Al- mannatrygginga alls á sl. ári um 25 prósent, auk veru- legra liækkana á fjölskyldu- bótum frá og með 1. nóv. sl. í sambandi við verðhömlun- arlögin. EN Alþýðubandalagið þótt- ist hafa fengið svo góða raun af því í des. 1969 að láta Al- þýðuflokkinn fella þá meiri hækkun til Almannatrygg- ingabóta en 5.2 prósent við afgreiðslu fjárlaga, að það freistaði að leika sama leik- inn við afgreiðslu fjárlaga nú í liðnum desember: Þeg- ar það vissi, að ríkisstjórnar- flokkarnir höfðu komið sér saman um 8 prósent hækk- un til Almannatr.bóta ann- arra en fjölskyldubóta, þá bar það fram tillögu um 40 prósent hækkun, og að henni felldri 33 prósent. Getur raunar hver sagt sér sjálfur, sem hugleiða vill, hvert ofboðsálag hefði skyndilega verið lagt á gjald þegna þjóðfélagsins, ef bæt- ur Almánnatrygginga hefðu á þessu ári verið hækkaðar um 40 prósent ofan á 25 pró sentin í fyrra, en ekki beðið eftir endurskoðun laganna, sem í gangi er. EN Alþýðubandalaginu er svo brátt að koma höggi á Alþýðuflokkinn, að skyn- samlegt mat á þörf bótaþeg- ans og getu gjaldþegnsins kemst ekki að, og Framsókn fylgdi auðvitað fagnandi flokknum, sem þykist vilja vinna að endurbótum Al- mannatrygginganna, en er í raun að freista þess að sprengja þær í tætlur, því að umbætur og farsæl þróun eru eitur í beinum ýmissa þar í flokki, þótt aðrir kunni vel að meta, en fá ekki rönd við reist ofríki vissra öfgaafla. ÞETTA sést enn betur af því, að talsverðu fyrir af- greiðslu fjárlaga hafði Al- þýðuflokkurinn leitað eftir því við Alþýðubandalagið, að þessir flokkar freistuðu þess að hafa samstöðu um ýmis velferðarmál launþega og annarra þjóðfélagsþegna, svo sem endurskoðun orlofs- laga, vinnulöggjafar og Al- mannatrygginga. Þetta var svar Alþýðubandalagsins við endurskoðun Almannatrygg ingalaga, svo sem að framan er lýst.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.