Hugur - 01.01.1988, Side 20

Hugur - 01.01.1988, Side 20
ÞUNGIR ÞANKAR HUGUR efnafræðin, og af eðlisefnafræðinni aflfræðin, en saman mynda þær eina heild.28 Það er greinilegt að hugmyndir Aristótelesar um þyngd- areiginleika höfuðskepnanna eru ekki byggðar á vangaveltum, heldur á athugun og kerfisbundinni úrvinnslu. Ég tala hér um úrvinnslu vegna þess, að athugunin er ekki hrein og bein. Við hittum ómenguð frumefnin sjaldan fyrir í daglegu lífi og getum þess vegna ekki athugað háttalag þeirra beint. Við verð- um að greina lögmál sem gilda um þau af framvindu venju- legra efna í föstu, fljótandi og loftkenndu ástandi. En þegar venjuleg efni eru athuguð rekumst við á mörg dæmi sem virð- ast víkja frá þeim lögmálum sem við teljum gilda um hrein efni. Þá verðum við að kanna hvort undantekningin afsanni þessi lögmál eða falli, þrátt fyrir allt, að þeim. Og þetta kallar á frekari athuganir og tilraunir. Tökum eitt skýringardæmi. Viður virðist vera fast efni, þótt hann fljóti á vatni. Þetta mundi Aristóteles skýra þannig, eins og hann skýrði áður hvers vegna olía flýtur á vatni, að viður sé ekki hreint fast efni, heldur séu í honum loftbólur, eins og í ljós kemur við nánari skoðun. Hann bendir á að efni önnur en frumefnin fjögur: ...séu ýmist létt eða þung, og þessa eiginleika má sýnilega rekja til mismunandi hlutfalla [ósamsettra] frumþátta þeirra: það er að segja, þungi þeirra eða léttleiki fer eftir því hvert frumefnanna er ráðandi f samsetningu þeirra.29 ...Hlutur sem felur í sér meira loft en vatn og jörð, getur vel verið léttari en vatn og þyngri en loft, vegna þess að hann sekkur í lofti en flýturívatni.30 Þyngdareiginleikar höfuðskepnanna fjögurra skýra það skipulag fastra, fljótandi, loftkenndra og eldkenndra efna sem blasir við í náttúrunni: í miðju myndarinnar er jörðin sem er 28 Ekki er ljóst af frumheimildum að kenningar Aristótelesar hafi í raun og veru orðið til í þessari röð, en hún er rökrétt. Aristóteles tók fer- rótarefnafræði Empedóklesar í arf, og ef til vill má segja að sú „eðlis- efnafræði“ sem lýst var leynist í kenningum Empedóklesar. Aristóteles leiddi hana í ljós. En það er greinilega verk Aristótelesar eins að búa til „aflfræði" úr henni, mjög mikilvægt verk. 29 Um himnana 311 a29-32. 30 Um himnana 311 b 10-12. 18
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.