Hugur - 01.01.1988, Síða 61

Hugur - 01.01.1988, Síða 61
HUGUR VILHJÁLMUR ÁRNASON sér einum reikningsskil gjörða sinna með því að yfirvega frelsi sitt og ábyrgð af samkvæmni og heilindum. Hér er enginn skynsamlegur mælikvarði til - einungis sú kenning Sartres að skírskotun til siðferðilegra verðmæta feli í sér óheilindi, maður geti ekki af heilindum viljað eigið frelsi án þess að vilja frelsi annarra, og að hann skilgreini óheilindi sem villu.11 En þessi kenning hljómar eins og prédikun í auðninni fyrir öllum sem ekki hafa þegar fallist á frelsishugmynd Sartres og forsendur hennar. Hún fellur gersamlega dauð fyrir þeim tveim hópum manna sem hún þarf að ná til. Annars vegar þeim sem eru skeytingarlausir um aðra og kæmi aldrei til hugar að nokkur manneskja tæki sér breytni þeirra til fyrirmyndar. Hins vegar þeim sem líta sjálfa sig og siðgæði sitt svo alvarlegum augum að þeir vildu helst að allir tækju sig sífellt til fyrir- myndar. Fulltrúar beggja hópanna gætu samviskusamlega spurt sig „hvað myndi gerast ef allir höguðu sér eins og ég?“ - og haldið síðan uppteknum hætti eins og ekkert hefði í skorist. Grundvallarforsenda þessa viðhorfs - að ekki sé hægt að ganga að neinum hlutlægum eða sjálfstæðum verðmætum sem gefnum, gildin verði til einungis vegna ákvarðana ein- staklingsins - leiðir óhjákvæmilega til sjálfdæmishyggju í sið- ferðilegum efnum. Rökræður um siðferðilega breytni eru fá- nýtar ef val einstaklingsins er æðsti dómari í því efni. Sið- ferðisboðskapur heimspekingsins sem gengur út frá þessari forsendu breytir engu þar um. Þannig elur tilvistarsiðfræðin á hugmyndum sem hvað mest standa skynsamlegri siðferðis- umræðu fyrir þrifum. IV Það er athyglisvert að sjá hvemig einstaklingshyggja til- vistarstefnunnar og félagshyggja marxismans skerast í kröf- unni um „frelsun mannsins“. Gagnrýni beggja á ríkjandi sið- ferði hvílir í raun á þessari hugmynd en þó er mikilvægur munur á því hvaða skilning ber að leggja í hana. Mér sýnist til dæmis að þar skilji með existensíalistanum og marxistanum Sartre sem hann færir megináhersluna af stílnum, þeirri kröfu 11 Samarit, bls. 27. 59
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.