Hugur - 01.01.1988, Page 62

Hugur - 01.01.1988, Page 62
SIÐFRÆÐIN OG MANNLÍFIÐ HUGUR sem sífellt hljómar í Pétri Gaut, „vertu sjálfum þér sam- kvæmur“, yfir á stefnuna, að breyta heiminum. Sartre sann- færðist æ meir um það að hin siðferðilega krafa um að vera sannur maður væri eins konar tímaskekkja í þessum heimi eins og hann er; fyrsta verkefnið væri að skapa félagsleg skilyrði þess að fólk almennt gæti lifað mannsæmandi lífí.12 Sem marx- isti gæti Sartre tekið undir þá kröfu sem Dostojefskí lagði í munn múgsins í Karamazovbræðrum: „Gefðu okkur fyrst brauð og heimtaðu svo af okkur dygðugt lífemi.“13 Þessi hugmynd gengur í gegnum skrif margra höfunda sem kenna sig við marxisma og hafa tjáð sig um siðfræðileg efni.14 Megininntak hennar er að þar sem sagan sé saga stéttabaráttu þá megi í aðalatriðum greina tvenns konar siðferði sem endur- spegli þau átök. Annars vegar borgaralegt siðferði sem sé liður í skoðanakerfi ríkjandi stéttar og miðist við að viðhalda óbreyttu ástandi og réttlæta það. Hins vegar séu siðferðishug- myndir þeirra sem rísa upp gegn þessu ástandi ofbeldis og kúg- unar í nafni hugsjónar um framtíð frelsis og bræðralags. Líkt og siðfræði tilvistarstefnunnar má þessi hugmynd ekki byggja á siðfræðilögmálum eða hefðbundnum viðmiðunum um siðlega breytni. Það er bæði vegna þess að samkvæmt þessu viðhorfi er meginvandinn alls ekki siðferðilegs eðlis og vegna þess að ríkj- andi siðferði þjónar hagsmunum ráðandi stétta og tryggir stöðu þeirra í þjóðfélaginu. Samkvæmt þessu sjónarmiði á borgaralegt siðferði því mik- inn þátt í þeirri firringu mannsins frá möguleikum sínum sem 12 Sbr. orð Sartres (í enskri þýðingu): „It is necessary first for all men to be able to become men through improving the conditions of their existence if they are going to be able to formulate a universal ethics. [...] What matters first is the liberation of man.“ Hazel E. Bames, An ExistentialistEíhics (The University of Chicago Press: Chicago, 1978), bls. 30. 13 Fjodor Dostojefskí, „Kristur í Sevillu," Þorsteinn Gíslason þýddi, Sögur fráýmsum löndum (Reykjavík, 1932), bls. 103. 14 Sjá t.d. Herbert Marcuse, „Freedom and the Historical Imperative,“ Studiesin CriticalPhilosophy (Beacon Press: Boston, 1973), bls. 209- 223, og Maurice Merleau-Ponty, Humanism and Terror (Beacon Press: Boston, 1969), sérstaklega bls. 101-148. Sjá einnig Steven Lukes, Marxism andMorality (Oxford University Press: Oxford, 1987). 60
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.