Hugur - 01.01.1988, Side 76

Hugur - 01.01.1988, Side 76
SIÐFRÆÐIN OG MANNLÍFIÐ HUGUR þessum hætti við í opinberu lífi, þar sem almannahagsmunir eru í húfi, er ekki þar með sagt að hún falli jafnvel að því sviði persónulegrar reynslu og ákvarðana sem existensíalistar telja afskipt í siðfræðinni. Samræðusiðfræðin þýska hefur raunar orðið afar sértæk og snúist að mestu um fræðilega réttlætingu lögmála, sem er í óljósum tengslum við mannlífið.28 Flest siðferðileg viðfangsefni fólks koma upp í samskiptum við þá sem það umgengst frá degi til dags, þ.e. fjölskyldumeðlimi, starfsfélaga og vini. Þessi samskipti, sem fella má undir einkalíf manna, eru að öllu jöfnu með nokkuð öðrum hætti en þau ópersónulegu tengsl milli fólks sem em ríkjandi í opinbem lífi. Sé allt með felldu einkennast persónuleg samskipti í einkalífínu af gagnkvæmum skilningi og umhyggju en ekki af kröfum um réttindi og skyldur. Sú samræðusiðfræði sem leggur megin- áherslu á alhæfingu siðareglna og bestu rök hæfir því yfirleitt ekki einkalífi manna þótt hún falli vel að samskiptum þeirra á opinbemm vettvangi. Hugsjónin um óþvingaðar skynsamlegar samræður öðlast gildi sitt andspænis þeim átökum og undan- brögðum sem eiga sér jafnan stað í hagsmunabaráttu stríðandi aðila. Vissulega getur einkalífið einkennst af slíkum þáttum líka en það er ekki fyrr en persónuleg tengsl eru tekin að gliðna og þau verða ekki treyst á ný með því að höfða til gildra raka og réttinda. En á þá samræðusiðfræðin engan veginn við á sviði einka- lífs? Jú, vissulega, en með öðmm hætti en á opinbemm vett- vangi. í sem stystu máli mætti segja að þar víki tortryggin sam- ræðusiðfræði fyrir tilfinninganæmri. í einkalífinu skipta kær- leikur og tilfinningar að jafnaði meira máli en réttlæti og rök- færslur. í siðferðilegum samræðum vina og ástvina er við- leitnin til þess að tjá sig af einlægni um eigin tilfinningar og hlusta á aðra oft mikilvægari en rökræður um réttindi og skyldur. Ekki svo að skilja að ákveðni og réttlætiskennd sé ekki mikilvæg í einkalífi eða að skilnings og umhyggju sé ekki þörf í opinbem lífi; viðfangsefnin em einfaldlega ólík og þeim hæfir mismunandi orðræða með ólíkum áherslum. A opinbemm 28 Sjá t.d. gagnrýni á Habermas og svör hans við henni í bókinni Habermas. CriticalDebates, útg. John B. Thompson og David Held (The MIT Press: Cambridge, Mass., 1982). 74
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.