Hugur - 01.01.1994, Side 34

Hugur - 01.01.1994, Side 34
32 Wayne Norman HUGUR reynt að auðvelda kenningum eins og hans eigin að uppfylla síðara skilyrðið um almennt samkomulag með því að krefjast þess ein- ungis að um „skörun á almennu samkomulagi“ — overlapping con- sensus — sé að ræða varðandi sömu réttlætislögmálin meðal allra sanngjarnra manna í samfélaginu án þess nauðsynlega að menn fallist á þau af sömu siðferðilegu ástæðunum. En eftir sem áður hafa gagnrýnendur hans áhyggjur af því hvernig hugmynd hans um „sanngjarnar deilur" býður hættunni heim með því einfaldlega að skilgreina suma lögmæta andstæðinga sem ósanngjarna.49 Hvernig Rawls sjálfur nýtir sér þessa aðferðafræði skiptir engu sérstöku máli í þessari ritgerð. Það ætti ekki að koma á óvart ef tilraun hans til að nota aðferðina til að undirbyggja almennt viður- kennda réttlætishugmynd væri af flestum álitin hafa mistekist — og eins og ég gat um í upphafi þá er þetta ástæðan fyrir því að það er varla til nokkur raunverulegur Rawlssinni. Sérstaklega ekki í ljósi þeirra fjölmörgu atriða sem gera það að verkum að fólk getur verið á öndverðum meiði af fyllstu sanngirni. Raunar helst sjálf hugmyndin um réttlætishugmynd sem sé best allra í hendur við þá réttlætingaraðferð sem byggir á sjálfljósum eða ytri lögmálum og hafnað er af fylgismönnum aðferðafræði í anda Rawls. En ef ekki er raunhæft að gera ráð fyrir að hægt sé að grundvalla yfirgrips- mikla réttlætiskenningu, hvers er þá að vænta af fylgismönnum þessarar aðferðafræði? Hvaða markmiðum er hægt að ná með beitingu aðferðarinnar? Ég vil enda þessa ritgerð á því að benda á þrjú almenn viðfangs- efni sem margir okkar hafa fengist við upp á síðkastið. í fyrsta lagi, eins og raunar þegar hefur komið fram, þá hefur mikil orka og pláss í tímaritum farið í að kanna ýmis lítt þekkt vandamál tengd hagnýtingu siðfræði og stjórnmálaheimspeki. í sumum tilfellum er hægt að ræða um þessi vandamál, sérstaklega þau sem minnst hefur verið fjallað um, án þess að taka afstöðu til djúpstæðra fræðilegra on Justice," Philosophical Review, 82 no. 2 (1973) og Robert Nozick, Anarchy, Slale and Utopia (New York: Basic Books, 1974). 49 Sjá til dæmis fyrstu ritdómana um Polilical Liberalism eftir Rawls; Jeremy Waldron, „Review of J. Rawls, Political Liberalism," Times Literary Supplement (júní, 1993) og Stuart Hampshire, „Review of J. Rawls, Polilical LiberalismNew York Review of Books, 60 no. 14 (ágúst, 1993).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.