Hugur - 01.01.1996, Side 45

Hugur - 01.01.1996, Side 45
Orðræðan um frelsið 43 það eftir þeirri mynd sem menn gera sér af manninum hvað talið er mikilvægast í þessu ferli. Hjá Platoni rekumst við til dæmis iðulega á þá hugmynd að þekking á því sem okkur er raunverulega til góðs sé nauðsynlegt skilyrði þess að vera fijáls maður; annars erum við þrælar ástríðnanna. Öfugt við hið neikvæða viðhorf til frelsisins getum við, samkvæmt Platoni, aukið frelsi okkar í raun með því að losa okkur við langanir, með því skilyrði þó að skynsemin leiðbeini okkur, því hún ein getur sagt okkar hveijir raunverulegir hagsmunir okkar eru. í sögu heimspekinnar hefur þetta frelsishugtak skynsemishyggjunnar birst í ýmsum ólíkum myndum; meðal þeirra hefur viðhorf Karls Marx vafalaust haft einna mest áhrif. Á hinn bóginn var Marx einnig að bijótast undan þessum hug- myndum skynsemishyggju og eðlishyggju um manninn og lagði mikla áherslu á sköpunarmáttinn sem stöðugt er að verki í lífi einstaklinganna í samfélaginu. Kenningin átti að sýna fram á möguleika mannsins til að ná róttækara valdi á örlögum sínum en forfeðrum hans var nokkru sinni fært og þar með gaf hann frelsinu nýtt vægi sem höfuðmarkmiði samfélagsins. Eins og einn túlkandi Marx orðar það: „Þegar [...] sjálfsþroski er gerður að vísvitandi mark- miði mannlegrar starfsemi, birtist frelsið sem markmið í sjálfu sér. Frelsið er þannig ekki aðeins þær athafnir sem geta af sér verðmæti heldur það sem gerir það að verkum að eftir þessum verðmætum er sóst og gefur þeim því gildi sitt.“21 í rauninni verður þessi alhæfing á gildi sjálfræðisins að hugsjón um einstaklinga sem birta sköpunar- kraftinn óheftan í breytni sinni, eins konar fagurfræðilegri sýn á „samfélagið sem listaverk”.22 Að mati Jean-Paul Sartres eru jafnvel siðareglur og siðferðileg umhugsun tregðuvaldar og andstæðir sköpunarhugsjóninni sem að hans áliti er kennimark hinnar sönnu 21 Carol C. Gould, Marx's Social Ontology. Individuality and Commu- nity in Marx's Theory of Social Reality (Cambridge: The MIT Press 1978), s. 118. 22 Sbr. Herbert Marcuse, „Society as a Work of Art“, The Good Society, A Book of Readings, ritstj. Anthony Arblaster og Steven Lukes (New York: Harper & Row 1972), s. 364-369. Þessar hugmyndir Sartres koma hvað skýrast fram í riti hans Critique of Dialectial Reason, Alan Sheridan-Smith þýddi úr frönsku, (London: NLB 1976) þar sem hann útfærir marxíska þjóðfélagskenningu sína.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.