Hugur - 01.01.1996, Síða 96

Hugur - 01.01.1996, Síða 96
94 Paul Edwards nú en ekki þar og þá, en það er Ijóst að ef hann hefði verið þar og þá mundi hann hafa látið í ljós jafn mikla undrun yfir því að vera hér og nú. Ef ég læt í ljós undrun yfir því að A gerist í stað B, og ef ég læt í Ijós jafn mikla undrun þegar B gerist, við aðstæður sem eru að öðru leyti eins, geri ég mig kannski ekki sekan um formlega mótsögn, en atferli mitt er greinilega fáránlegt og ég sýni það sem sumir höfundar kalla „ósamkvæmni í verki“. Ef til vill var Pascal undrandi yfir að hafa fæðst yfirleitt. Þessi undrun væri þó engu síður öfugsnúin en undrun yfir því að vera hér og nú en ekki þar og þá. Ef annað eða báðir foreldrar Pascals hefðu þjáðst af alvarlegum fijósemisgalla væri undrun hans yfir því að hafa fæðst ekki óeðlileg þegar hann liti til baka; og hefði fæðingu hans fylgt alvarlegir erfiðleikar kynni undrun yfir því að hafa fæðst lifandi vel að vera við hæfi. Foreldrar Pascals hefðu vel getað átt við fijósemisvandamál að stríða og kannski hefur fæðing hans verið óvenjulega erfið. En ljóst er að það er ekkert þess háttar sem hann hafði í huga. Að svo miklu leyti sem Pascal undraðist það að hafa fæðst þá var það undrun sem hann mundi álíta jafn viðeigandi fyrir alla menn, þar með talda þá sem fæddust þrautalaust og þá sem áttu foreldra sem voru annálaðir fyrir fijósemi. í síðara tilvikinu væri þó undrun yfir því að hafa fæðst vissulega fáránleg og sama á við um allsbeijarundrun - undrun yfir fæðingu allra manna. Þetta verður sérlega auösætt þegar við leiðum hugann að því að ætti hin paskalska undrun rétt á sér þá ætti hún jafn vel við um fæðingu manna í framtíðinni. Hvað gæti samt verið minna undrunarefni en það að verði menn til í framtíðinni þá muni þeir líka auka kyn sitt! Um leið og maður kannar slíka „hinstu leyndardóma" með gagnrýnu hugarfari leysast þeir upp og verða fáránlegir og innantómir. Hversvegna er heimurinn til? En snúum okkur að aðalviðfangsefninu. Það er líka hægt að komast að þeirri niðurstöðu að hin allrahinsta hversvegna-spurning sé merkingarlaus með því að hyggja að því hvað hefur hér komið fyrir orðið „hversvegna“. Dálítil umhugsun sýnir að í allrahinstu spumingunni hefur „hversvegna“ glatað öllum venjulegum merking- um sínum án þess að hafa fengið neina nýja. Við skulum sjá hvemig þetta kemur út þegar spurningin er borin fram í þessu formi:
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.