Okrarasvipan - 26.05.1933, Blaðsíða 2

Okrarasvipan - 26.05.1933, Blaðsíða 2
{\ O K R A R A dómara Einarssonar við Vesturgötu, og hlýtur þar að vera orsök gleymzkunnar hin sama. Eftir að oss barst til eyrna þessi frjett um skattsvik Metúsalems, datt oss í hug að reyna að grenslast eftir, hvort hjer væru öll skatt- svik hans talin fram. Af skiljanlegum ástæð- um sáum vjer, að ekki mundi duga, að heim- sækja Metúsalem að hætti venjulegra blaða- manna, og leita frjetta hjá honum. Vjer tókum því það ráð, að bregða oss í flugulíki og flug- um svo sem leið liggur heim að húsi Metú- salems í Ingólfsstræti. Komumst vjer í gegnum skráargötin inn í húsið og inn í stofurnar, og sáum þar i einu herbergjanna raikinn skáp og sterklegan. Oss datt í hug, að þetta mundi vera skrifstofan, en skápurinn fjárhirzlan og hún rammlega læst. Vjer þræddum leiðina inn um skráargatið, og gaf oss fyrst á að líta þeg- ar inn I skápinn kom. Þar úði og grúði af skjölum og skuldabrjefum, vixlum og seðlum, og heilmikil hrúga var þar af slegnum pening- um. Það sem einna fyrst bar við augum var 35 þúsund króna »handhafa«-skuldabrjef, með veði í húseigninni Lindarbrekku á Akranesi. Bar skuldabrjeflð með sjer, að fyrir þessar 35 þúsund krónur höfðu verið borgaðar 12 þús- und krónur í peningum, en hitt í alls konar skófatnaði. Þar voru 8 kr. kvennskór reikn- aðir Lindarbrekku-eigandanum á 35 kr., og 35 kr. gúmmistigvjel á 90 kr., svo að ekki hefur karlinn ætlað að tapa á viðskiftunum. Margt fleira bar fyrir augu vor í skápnum, en vjer Bleppum að segja frá þvi í þetta sinn. Gefst sennilega síðar tækifæri til að upplýsa í þessu efni. Viljum bíða og sjá, hvernig hlut- aðeigandi yfirvöldum tekst að glima við gamla manninn um þetta alt saman. Sjerstaklega fýsir oss að heyra, hvernig skattstjóra tekst að fást við þessi tvö áðurnefndu 35 þúsund króna skuldabrjef. Hugsanlegt er, að þriðja 35 þúsund króna handhafa-skuldabrjef komi þá í leitirnar, ef vel er leitað. — Það virðist svo, sem Metúsalem hafi tekið ástfóstri við töluna »35«, og því hugsanlegt, að enn fleiri brjef af sama tagi sjeu til í fórum hans. — En svo er þessi skófatnaður. Við rannsókn mundi það upplýsast, hvaða skófatnaður þetta er, sem S V I P A N Metúsalem borgar með, og hvort hann hefur verið talinn til skatts, hvort þetta er sami skó- fatnaðurinn, sem vjer áður í blaði voru höfum upplýst um, að fluttur hafl verið úr Skóverzl* uninni við Óðinstorg heim til Metúsalems, næstu dagana áður en skóverzlunin varð gjaldþrota. . . . . fjandinn spýtir á „Júristann*. Þá hann um það þrautpíndur bað, þegar gefi’ hann upp anda, að keyrðuf sje fyrir utan Bpje (með aðfalle) i eldsofn hvítglóanda. (Úr BHugvekju-sálmum“). Pjetnr irá Skollatnngn og Ólafur tró Þormóðsdal. Svo tíðrætt hefur Pjetri Jakobssyni frá Skolla- tungu orðið um Ólaf gamla Þorsteinsson, sem kendur hefur verið við Þormóðsdal, og viðskifti h a n s við a ð r a, að kunnugum má virðast undarlegt, að Pjetur skuli ekki segja neitt frá viðskiftum sjálfs sín við Ólaf karlinn, og verð- ur nú i fám orðum reynt að bæta um þetta og úr því, en jafnframt vikið nokkuð að stöku atriðum úr æfiferli Ólafs gamla, sem standa i sambandi, beinu og óbeinu, við skifti Pjetura og hans. Er þá fyrst þar til máls að taka og frá að segja, að Ólafur gamli var endur fyrir löngu

x

Okrarasvipan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Okrarasvipan
https://timarit.is/publication/607

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.