Okrarasvipan - 26.05.1933, Blaðsíða 3

Okrarasvipan - 26.05.1933, Blaðsíða 3
OKRARASVIPAN giftur, og átti börn við konu sinni, en nafn hennar skiftir hjer engu œáli. nje nöfn barna þeirra, enda kemur ekki nema eitt þeirra við þessa sögu. Nú skeður það, að til Ólafs rjeðist systur- dóttir hans, Guðrún að nafni, er Pjetur frá Skollatungu og fleiri herrar hafa mjög ritað um í »Svindlara8vipunnic. — Guðrún var þá um fermingaraldur. En litlu síðar rak Ólafur konu sína brott frá sjer, og fór hún þá með börnin. Hið yngsta þeirra var drengur, er síðar dvaldi lengi í Vopnafirði, og verður sagt frá honum síðar. — En þegar kona Ólafs var brott farin, tók Ólafur til Guðrúnar systurdótt- ur sinnar, þá nýíermdrar, og gerði hana að lagskonu sinni, og gat við henni fjögur börn, svo sem frá er sagt í »Svindlarasvipunni«, og eins því, að börn þeirra dóu ung, nema eitt, er varð fáviti, og komst nokkuð til aldurs, en dó þá einnig. — Þótt all-kynlegt sje, var Ólafi ekki refsað fyrir þetta framferði sitt gagnvart systurdóttur sinni, sem þó var stór-refsivert gagnvart hegn- ingarlögunum, en sem hefur verið rómað mjög i »Svindlarasvipu« þeirra Metúsalems og Pjeturs. En frá syni Ólafs, hinum yngsta, er var ný- fæddur, þegar kona Ólafs fór frá honum, er það að segja, að hann fór til Austfjarða og ílendist á Vopnafirði. Varð hann dugnaðarmaður og græddist vel fje. — En á bezta skeiði tók hann krankleik og dó. I banalegu sinni gerði hann erfðaskrá, og arfleiddi Vopnafjörð að aleigu sinni, er nam talsverðu fje. Mun það með öllu víst, að þessari ráðstöfun hans rjeði óvild sú og fyrírlitning, er hann bar til föður síns fyrir meðferðina á móðurinni, og líka fyrir háttsemi hans við systurdótturina. — En kona Ólafs var þá dáin. — Nú vildi Ólafur fá raskað erfða- skránni, og ná í arfinn eftir drenginn, er hann hafði ekki að neinu leyti annast uppeldi á. — Til að fá þessu framgengt, rjeði hann Pjetur Jakobsson frá Skollatungu, er þá var nýtek- inn að fást við málafærzlu-fúsk hjer í bænum. — Mun Ólafur hafa greitt honum 400 — fjögur hundruð krónur, eða enn meir, fyrirfram, tíl þess að takast ferð á hendur austur á fjörðu í jþessu skyni. — Pjetur fór í ferð þessa, og mun hafa skemt sjer allvel, en hinu mun enginn kunna frá að segja, að hann hafi nokkuð gert til þess að reka erindi Ólafs, enda mun og þar ekki hafa verið hægt um vik. En hitt gerði Pjetur, að benda Ólafi á annan mann, til nýrr- ar austurfarar, með nýjum fjárútlátum, en sá maður beit ekki á þann öngul, þó vel væri egndur. — Hvort það er til uppbótar á þessi viðskifti, að Pjetur hefur gabbað Ólaf gamla, sem nú mun um áttrætt, og sljór orðinn, enda aldrei vitur, til þess að gerast ábyrgðarmaður að óþverra-útgáfu þeirri, er nefnist »Svindlara- svipan*, skal ósagt látið, enda skiftir það engu. En víst mun öllu rjettsýnna fólki virðast slíkt ráðlag hrakmennskuríkt gagnvart gamalmenni, og þó yngri maður væri. — Má nú Ólafur gamli þakka Pjetri frá Skolla- tungu, að hjer hefur verið neyðst til að birta þætti úr æfi hans, sem eru honum síður en til sæmdar, — en sjálfur hefur Pjetur með þeim aukið nýju eldsneyti í bálköst þann, er hann hefur fyrírbúið sjer með ýmsum brögðum, sem ekki verður minnst frekar á að þessu sinni, en geymdur allur rjettur til, hvort sem Pjetur hefur nú vit á að klumsast eða ekki. — Gððkiinningmn »g „JúristiM“. Fyrir nokkrum vikum síðan hitti »Júrist- inn« einn af sínum mörgu góðkunningjum, á Óðinstorgi: »Júristinn«: Góðan daginn, góði vin! Gott veður i dag!«. Góðkunninginn: »Já, gott er blessað veðrið, og góður er aflinn, sem skipin fá úr hverjum túr. 0g góður og gríðarmikill kefur hann víst verið, skófatnaðar-aflinn, sem Medda auðnaðist að »bjarga< úr Skóbúðinni hjerna við T o r g i ð, dagana áður en hún fór á hausinn?*. »Júristinn«: »Mikill! segir þú. Já. Hann var áreiðanlega ekki neitt smáræði, skó- fatnaðurinn sá. Og reglulegur fjárafla-snilling-

x

Okrarasvipan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Okrarasvipan
https://timarit.is/publication/607

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.