Hlín - 01.01.1917, Side 39

Hlín - 01.01.1917, Side 39
Hlin 37 hefur verið hægt að gera, enda hala fjelagskonur starfað með lífi og sál að fjelagsskapnum og hann notið mikilla vinsælda hjá bæjar -og hjeraðsbúum. Þetta hvorutveggja gefur manni von um að fjelagið geti með tímanum kom- ið í framkvæmd ýmsum fleiri þörfum málum innan síns verkahrings, eins og t. d. að korna á fót dálitlu hjúkr- unarhæli handa þeim sjúklingum fjelagsins, er ekki geta legið heima. Tekjur fjelagsins hafa hin síðari ár verið um 1500 kr. á ári. Tillagið þó aldrei verið nema 1 króna. Tillögur um það, hver eigi að verða hjálpar fjelagsins aðnjótandi, koma frá hjúkrunarnefnd, hana skipa 5 kon- ur, hafa þær ærinn starfa og eru allra manna kunnug- astar ástæðum látæka fólksins, svo vissa er fyrir því, að hjálpin kemur að hagkvæmum notum. Þegar fjelagið hafði starfað um nokkurn tíma, fór hug- myndin að útbreiðast til nærliggjandi hjeraða.Áttupresta- stefnurnar norðlensku góðan þátt í því. Sóknarprestur- inn á Akureyri, vígslul)iskup Geir Sæmundsson, er lje- laginu og starfsemi þess injög hlyntur, og hvatti stjett- arbræður sína til að gangast fyrir stofnun hjúkrunarfje- laga í sínum prestaköllum. Öllum ber saman um, að í sveitunum sjeu menn enn lakar settir, er sjúkdóm ber að höndum, en í bæjunum, fjarri lækni og sjúkrahúsi. Hjúkrunarfjelagshugmyndinni liefur því hvervetna verið vel tekið í sveitunum, og nokkur fjelög eru þegar komin á legg. I Eyjaí jarðarsýslu eru 3 fjelög starfandi, auk „Hlífar“- fjelagsins: Hjúkrunarfjelag Grundarþinga, Hjúkrunar- fjelag Svarfaðardals og „Hjálpin“ í Saurbæarhreppi. í Vestur-Húnavatnssýslu: Miðfirði, Víðidal og Vestur- hópi, eru 2 fjelög. Tvær deildir kvenfjelagasambands S.- Þingeyinga hal'a starfandi hjúkrunarkonur. — Öll liafa sveitafjelögin kostað hjúkrunarkonu til náms. — Hjeraðs- læknarnir í Eyjaljarðar og Skagafjarðarsýslum hafa góð-

x

Hlín

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.