Hlín - 01.01.1917, Side 43

Hlín - 01.01.1917, Side 43
Hlin 41 ur heilsu- og hjúkrunárfræði, og frú Lovísa Markúsdóttir, er kent liefur að sauma. Það er ósk mín og von, að við getum með tímanum fengið litla bújörð hjer í grendinni til afnota, og gert skólann hæfari fyrir sveitastúlkur með því að hafa dálít- inn landbúnað og garðyrkju. En þá ætti tun leið að lengja námstímann í 6—9 mánuði að'minsta kosti. ísatirði í sept. 1917. Fjóla Stefáns. Sunnudagahelgi. Mjer er minnisstætt frá bernskuárunum og æsku, að sunundagar báru nafn sitt með rjettu (helgidagur). Fólk- ið, sem vann með alúð skylduverk vikunnar, hlakkaði til sunnudagsins. Sá dagur var í meðvitund þess sannur frelsisdagur; það átti hann sjálft og vissi hverju það skyldi helga hann; þó fann það sjer skylt að biðja hús- bændur um leyfi, ef fara átti burt af heimilinu, þó ekki væri nema til næsta bæjar, enda mun það jafnan hafa terið auðfengið. Þannig var samvinnan víðast þá milli húsbænda og lijúa. Börnin fögnuðu sunnudeginum og öðrum hátíðisdögum ai hjarta, því aðra daga vikunnar höfðu þau ákveðin skyldustörf, er þau unnu eftir mætti ásamt hjúunum, en jrá fengu jrau oft að fara til kirkju, eða njóta sinna barnalegu leikja, ýmist með unglingum úti í góðu veðri, eða inni með dót sitl í ró og næði. A þeim heimilum, sem mesta virðing báru fyrir lielgi- deginum, var vinnu hætt á láugardaga lyr en vanalega; var þá utan húss og innan ræstað til og lagað, sem þá var kallað, alt sett á sinn stað, sem aflaga hafði farið

x

Hlín

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.