Hlín - 01.01.1920, Page 5

Hlín - 01.01.1920, Page 5
Hlin 5 Frá Kvenfjelaginu „Von“, Siglufirði, Eyjafj.s.......... 1 — Iðnfjelagi Engihlíðarhrepps, Húnavatnssýslu .... 1 Af stjórnarinnar hálfu sótti fundinn, auk forstöðukonu, gjaldkeri Sambandsins, Sigríður Þorláksdóttir, Svalbarðs- strönd, Suður-Þingeyjarsýslu.# Eundinn sóttu konur úr flestum hreppum Skagafjarð- arsýslu og nokkrar konur úr Húnavatnssýslu. Allar kon- ur hafa málfrelsi og tillögurjett á fundunum. I. Fundarstjóri las upp fundargerð síðasta fundar og gerði grein fyrir því, hvernig stjórnin hefði ráðið þeim málum til lykta, er henni voru falin á þeim fundi. II. Fulltrúar gáfu skýrslur um starfsemi fjelaga sinna. III. HeilbrigÖismál (A.). Heilsuhælisnefndin á Akureyri sendi fundinum svo- hljóðandi skýrslu: Nefndin heíur sent ungmennafjelögum Norðlendingafjórðungs áskorun um að vinna að þvf, að hið fyrirliugaða Heilsuhæli A Norð- urlandi komist sem allra fyrst á stofn. — Tjá fjelögin sig málinu mjög hlynt, og að þau muni styðja það eftir föngum. Á fundi, er heilsuhælisnefndin hjelt með sjer 2. júní síðastl., var samþykt svohljóðandi tillaga: Þar eð óþarft þykir, að svo margar konur skipi lreilsuhælis- nefndina sem liingað til, af því að almennri fjársöfnun er nú lokið, að undanskildum 17. júní ár hvert, þá skal hjer eftir stjórn nefnd- arinnar (forntaður, gjaldkeri og ritari) skipa nefnd, sem kallist * Mannmörg fjelög og fjelagasambönd í Eyjafjarðar- og Þingeyj- arsýslum höfðu kosið fulltrúa til fararinnar og heitið ríflegum ferðastyrk, en samgöngur voru mjög óhagstæðar á Norðurlaudi um þetta leyti og heiðar nær ófærar, svo ferðin fórst fyrir hjá þeim, senr ekki gátu eytt því lengri tíma í ferðina. Fundartím- inn, seinni hluti júnímánaðar, er ekki allskostar hentugur, eins og nú er farið að vora seint á Norðurlandi.

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.