Hlín - 01.01.1920, Side 31

Hlín - 01.01.1920, Side 31
Hlín 31 irnir hafa jafnan þótt claufir að senda muni á sýningarn- ar, virðast margir álíta, að þar eigi mestmegnis að vera kvennavinna, af því að konur hafa aðallega liaft for- gönguna. F.n með svo mikilli alúð og áhuga skoðuðu bændurnir og ungu piltarnir sýningar þessar, að jeg ski! ekki í öðru, en að þeir láti nú hendur standa fram úr ermum og búi margt fallegt til á næstu sýningar. Sitt hvað var þarna vel gert eftir karlmennina, þess má geta sem gert er, en það hefði mátt vera fleira. Tóskapurinn og hannyrðirnar voru yfirgnæfandi á þessum sýningum eins og hinum fyrri. Af nýungum má nefna: Abreiðu prýðisfallega, lieklaða úr bandi með mörgum sauðarlitum, togábreiðu prjónaða með einfaldri en smekklegri gerð, frábærlega fínt og vel gert herðasjal (sem var selt á sýningunni á 100 kr., lík- legast dýrasta herðasjal úr íslensku efni, sem selt hefur verið lijer á landi), ennfremur þrír svartir silkikyrtlar, ísaumaðir, hver öðrum fallegri — og að lokum skrápskór, litaðir í lyngslit, eltiskinnsbryddir, gerðir með seimi og togþræði. Spunavjel var á Sauðárkrókssýningunni, en komst ekki á Blönduós, því að skipsferð vantaði, en vjel- in er ekki klyftæk. Skagfirðingar og Húnvetningar sóttu sýningarnar hver hjá öðrum, og varð tíðrætt tim, hvor sýningin hefði verið betri. í þvílíkum samanburði er heilbrigður metnaður, líklegur til þess að bera ávöxt í framkvæmdum. Kona. Landssýning á heimilisiðnaði í Reykjavík 1921. Eins og auglýst var í „Hlín“ í fyrra, er í ráði að hafa landssýningu á heimilisiðnaði í Reykjavík á komanda vori. Sýningar á heimilisiðnaði eru nú orðnar svo al- gengar og þeirra svo oft getið, að það virðist máske vera aðbera í bakkafullan lækinn, aðskrifa um sýningu þessa.

x

Hlín

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.