Merki krossins - 01.01.1926, Blaðsíða 7

Merki krossins - 01.01.1926, Blaðsíða 7
Encyclican „Quas primaslí. Heimsbréf Piusar páfa XI. um nýjan messudag til dýrðar konungsdæmi Jesú Krists. Til hinna tignu bræðra: Patríarka, prímata, erkibiskupa, biskupa og annara kirkjuhöfðingja, sem eru í frið og sátt við sæti Péturs postula. Pius páfi XI. Tignu bræður! Kveðja og postulleg blessun! í hinni fyrslu encyclicu, sem Vér höfunr beint til allra kaþólskra biskupa á jörðu, eftir tilkomu Vora, leituðum Vér að rótum þeirra óheilla, er Oss var ljóst aÖ lagst hafa á mannkynið og þjáð það. Vér minnumst þess glögt, að Vér bentum á tvo hluti: Orsökin lil þess, að svo voðalegt syndaflóð alls kyns meina skyldi geta flætt yfir jörð vora er sú, að mestur hluti mannanna hefir bægt Jesú Kristi og hans heilaga lögmáli burtu frá daglegu líferni sínu, hvort heldur í heimahúsum eða stjórn og gangi opinberra starfa. Því næst bentum Vér í áttina lil framtíðar- innar og sögðum: Það er ómögulegt að neitt sinn rofi fyrir vissri von um varan- legan frið meðal þjóðanna, meðan bæði einstakir menn og heilar þjóðir synja drottinvaldi Frelsara Vors um viðtöku og viðurkenning. Aminning Vor benti því næst á, að heimurinn getur að eins bjargast með Krists friði, og að sá friður finst að eins í rlki Krists. Og Vér höfum lofað að gera alt, sem í Voru valdi stendur, til að stefna að þessu takmarki. Vér sögðum: / ríki Krists, því Vér erum þeirrar hyggju, að ómögulegt sé að vinna fastar að friðarstefnu og friðaralræði, heldur en með endurreisn á dýrðarvaldi Drottins. Það mátti og greina skýr merki betri tíða: Alúðug og sí- vaxandi hreyfing meðal þjóðanna í áttina til Krists og kirkju hans, sem ein fá veitt hina sönnu endurlausn. Slík hreyfing gaf einmitt til kynna, að margir, sem áður höfðu srnáð drottinvald Frelsarans og snúið baki við ríki hans, reyndu nú með hröðum skrefum að snúa við til hlýðniskyldunnar. Og alt, sem við hefir borið og gert hefir verið á þessu helgi-ári, og sem er þess vert að minnst sé æfinlega, hefir það ekki stórum aukið dýrkun kirkju- — 7 — Merki Urossins.

x

Merki krossins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Merki krossins
https://timarit.is/publication/611

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.