Sunna - 01.10.1932, Blaðsíða 28

Sunna - 01.10.1932, Blaðsíða 28
24 S U N N A skólann ykkar og fáið kennarann í lið með ykkur. Sjálfa langar Sunnu fil að gefa ykkur leiðbeiningar um söfnun og meðferð nátlúrugripa. Slíkar leiðbeiningar munu birtar af og til, og munu verða miðaðar við það, sem helzt kemur að notum á þeim árstima, sem þið fáið heftið með þeim í höndur. Núna í haust getið þið byrjað á því einfaldasta og auð- veldast, að safna steinum, og fara ofan í fjöru, þegar lágsjávað er, og safna þar ýmsu, sem hægt er að varðveita þurrkað. í steinasafnið þurfið þið, að fá sýnishorn af þeim berg- tegundum, sem Island er gert úr, og svo sérkennilega steina og steinmyndanir. Sýnishornin þurfa að vera hæfilega stór og helzt ekki mjög veðurbitin né vatnsurin að utan. Má brjóta þau með hamri út úr stærri steinum, og slá utan úr þeim með hamrinum, ef þarf, svo að stærð og lögun sé heppileg. Gott er að varðveita steinasafnið í hæfilega djúpum trékössum, líkum fremur grunnri skúffu. Lok þarf að vera á kassanum, og bezt að það sé rennilok úr gleri, því að þá er hægt að sjá safnið, án þess að opna. Vel fer á, að hver steintegund sé í opinni pappaöskju fyrir sig og hjá henni miði með nafni tegundarinnar, fundarstað og fleirum upplýsingum, ef þurfa þykir, og nafni þess, sem lagði hana til í safnið. — Á þennan hátt er gott að varðveita marga fleiri náttúrugripi en steina, t. d. skeljar, kuðunga, egg o. fl. Nú er sennilegt, að þið getið ekki náð í allar þær berg- tegundir, sem land vort er gert úr, heima í héraði ykkar. Þá er tilvalið að hafa samvinnu við önnur skólabörn í öðrum landshlutum, með öðrum bergtegundum, og hafa steinaskipti. Sunnu væri hið mesta ánægjuefni að hjálpa til að koma þess- háttar viðskiptasamböndum á. í fjörunnni kring um allt Island er geysilega margbreytt og merkilegt líf, frábrugðið því, sem gerist uppi á landi og úti í djúpum sævarins. Það er ákaflega gaman að kynnast þessu fjörulífi sem nákvæmast og safna merkjum og minningum um það handa skólanum sínum. Auðvitað er söfnunin skemmti- legust, ef þið aflið ykkur fræðslu um lifnaðarhætti fjörudýranna, um leið og þið safnið þeim, og reynið að skilja, hvers vegna

x

Sunna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunna
https://timarit.is/publication/612

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.