Sunna - 01.10.1932, Blaðsíða 34

Sunna - 01.10.1932, Blaðsíða 34
30 S U N N A Fyrstu skólaferðir, sem verulega kvað að hér, voru farnar frá Menntaskólunum í Reykjavík og á Akureyri. En af barna- skólum er Isafjarðarskólinn brautryðjandi í þessu efni. Tvö undanfarin vor hafa elztu skólabörnin þar og kennari til leið- sögu farið á skipi til Reykjavíkur, skoðað það helzta, sem þar er að sjá, og farið auk þess á bifreiðum »austur yfir Fjall* og komið á merkustu og fegurstu staði á Suðurlandsundirlendi. Það hefir nú verið gaman! Kostnað við ferðir þessar greiðir sjóður, sem bærinn leggur fé í og börnin afla tekna með sainkomuhöldum o. fl. Síðastliðið vor fóru fullnaðarprófsbörnin úr Akureyrarskóla námsferð. Var farið á skipi til Kópaskers og þaðan á bif- reiðum til Akureyrar, um Ásbyrgi, Reykjaheiði, Húsavík og þingeysku dalina, og skoðaðir helzlu staðir á leiðinni. Ferðafé mun verið hafa fengið á svipaðan hátt og á ísafirði. Vmsir einstakir bekkir í skólunum í Reykjavík fóru lengri eða skemmri námsferðir s. 1. vetur og vor. T. d. fór hópur barna til Þingvalla einn sunnudag og plantaði þar skóg. Einn drengjabekkur dvaldi að Laugarvatni fjóra daga og gekk þaðan fimmta daginn til Þingvalla. Kostnaður við þá för var greiddur með ágóða af fjölrituðu blaði, sem drengirnir gáfu út, skrifuðu allir (30) í og seldu. Ferðafélag íslands býður árlega 8. bekkjum Reykjavíkurskólanna í ferð upp á HengiL Margar fleiri skólaferðir mætti nefna, ef rúm væri til. Næsla vor verður vonandi ennþá meira um skólaferðir en áður hefir verið. En »ekki er ráð nema í tíma sé tekið*. Væri ekki hyggilegt að byrja þegar á haustnóttum að hugsa fyrir kostnaðinum? Bréfaviðskipti. Það er ákaflega gaman að fá bréf úr fjarlægum héruðum eða frá fjarlægum löndum. Og hitt er víst ósvikið ánægjuefni líka, að »setjast niður« og skrifa kunningja sínum í fjarska. Auk þess er fátt betri æfing í að rita móðurmálið en það, að standa í bréfaskiptum. Við getum ekki verið þekkt fyrir annað en að vanda eins og við getum allan frágang á bréfum, sem

x

Sunna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunna
https://timarit.is/publication/612

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.