Árbók Félags útvarpsnotenda - 01.01.1930, Síða 44

Árbók Félags útvarpsnotenda - 01.01.1930, Síða 44
42 ÚTVARPSÁRBÓK 1 Austurríki liafa meðal annars verið sendar inn á heimilin ýmsar barnabókmenntir. Aðferðin við að taka myndirnar er ekki talin vandameiri en að spila á grammófón. Áhaldi er stungið inn í viðtakið og pappírsörk, vættri i vatni, vafið um málm sívalning. Eftir 31/2 mínútu er skýr og falleg mynd komin á blaðið. Börnin í Austurriki bafa fengið þessa mynda- sendingu daglega kl. 6 síðdegis og bíða hennar með óþreyju. Oft fá þau samanhangandi sögu, ofurlítinn kafla á liverjum degi, og mynd með til skýringar. Þau halda þessu saman og eftir nokkra daga er kom- in ofurlítil bók. Sé vel vandað til þess, sem jþannig berst inn á sjálf heimilin, geta áhrif þess á eldri sem yngri orðið dýr- mætari en svo, að þau verði virt til fjár; því að alt- af verður lieimilið þýðingarmest allra stofnana, ])ar er venjulega sáð fræjum, sem bera æfilangan ávöxt, og er ekki lílið undir því komið hverrar legundar þau eru. í Bandaríkjum Norður-Ameriku hefir nolkun út- varps óðfluga breiðst út. í bloðum frá Cincinnati í Ohio ríki var þess get- ið á síðastliðnu vori, að foreldrar barnanna þar hefðu ekki þurft að spyrja, livað þau hefðu lært, þegar heim kom úr skólanum. Ástæðan var sú, að feður og einkum mæður höfðu með hjálp útvarps, tekið þátt í sömu kennslustundunum og börnin þeirra. Þá urðu að sjálfsögðu umræður um námsefnið á heimilinu. Skólaráð rikisins sá um útvarp á hverjum fimtu- degi og föstudegi kl. 1 y2—2V2. Var það merkileg til- raun. Áætlað var að 200,000 skólabörn og þúsundir

x

Árbók Félags útvarpsnotenda

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Félags útvarpsnotenda
https://timarit.is/publication/618

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.