Hlín - 01.01.1960, Page 126

Hlín - 01.01.1960, Page 126
124 Hlín Smáar reyksúlur stigu víða upp í loftið, og þá komu í ljós litl- ar, hvítleitar þústur og menn fóru að sjást á reiki. Þetta voru tjöldin, sem engjafólkið bjó í, meðan engjaheyskapurinn stóð yfir. Það hitaði sjer þarna morgunkaffið í útihlóðunum. Tjöldin voru saumuð úr stórum strigapokum, sem korn var flutt inn í á þeim dögum. — Sum voru nokkuð hvít, sem lengi höfðu þolað viðrun regns og sólar, en þau nýrri voru dekkri, en gegndu þó sama starfi. — Þessi ljelegi bústaður var þreyttu fólki sannur griðastaður, og mikið lögðu menn á sig til að eignast hann, en svo var nú ekki öllum hátt hossað á þeim dögum. — En nú tók starfið að kalla, . reykjarsúlurnar fóru að dvína, menn voru búnir að hressa sig á blessuðu kaffinu og tilbúnir að vinna dagsins önn. — Það blikaði á Ijái og hrifusköft, sumir rjeðust að sátunum, sem teknar voru saman í gærkvöldi, aðrir náðu í hesta, lögðu á reið- inga og hjeldu af stað. — Bindingshjúin voru farin fyrir löngu, og skömm þótti að íáta þau bíða. Það var alveg ótrúlegur fjöldi af mönnum og skepnum, sem spratt upp til að starfa við heyöflunina, þennan bjarta ágústdag. Litla, kolsverta smalatíkin, hún Hrefna, rak upp bofs og neri sjer við fætur stúlkunnar. — Hún var ekki vön því, að þær sætu svona lengi kyrrar, þegar þær voru að smala. Stúlkan hrökk upp af leiðslunni, sem hún dvaldi í, og hrópaði: „Hamingjan hjálpi mjer!“ — Hún hljóp sem fætur toguðu vestur á holtið hjá kúalágunum, en engin ær sást. — Henni hitnaði um vanga og þrengdi svo undarlega að hjartanu, en hún hægði ekki á sprettinum. Ærnar varð hún að finna. — Þegar suður í skarðið kom, heyrði hún hvelt, en fremur dimt, hóað. — Hún snarstansaði, enda að springa af mæði. — Maður af næsta bæ reið austur göt- urnar í skarðinu og sveigði í áttina til hennar. — „Hlauptu ekki svona, barn,“ kallaði hann. „Þú ert alveg að springa, jeg hitti ærn- ar þínar í skarðinu og sneri þeim við, þær eru komnar austur af hæðinni. Komdu jeg skal reiða þig austur á Miðleitið, þá verðum við bæði jafnfljót ánum heim. Svona nú, fljót,“ og hann greip í handlegg hennar og sagði skipandi: „Stígðu á fótinn á mjer.“ Hann sveiflaði henni fyrir framan sig á hnakknefið, og hún var á svipstundu komin á bak þessum ægilega gunnfáki. :— Hann tók sprettinn, reisti sig svo hátt, að faxið ,prútt og mikið, sópaði um andlit henni. — Þetta var nú ljóta ferðalagið, en gaman samt. — Hún rendi sjer af baki á Miðleitinu og það stóð heima, hún sá á eftir ánum upp úr Meladokkinni rjett vestan við túnið. Þreytan var horfin, sigurgleðin ljetti alt og.bætti. Sunnangolan hafði lagt sig til hvíldar, en mývargurinn var að hafa sig á kreik. Sigrídur Jóhannesdóttir, Asi í Kelduhverfi.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.