Melkorka - 01.05.1945, Blaðsíða 35

Melkorka - 01.05.1945, Blaðsíða 35
eins og da-da, ma-ma, pa-pa, án þess þó að leggja nokkra meiningu í þessi stef. Við 7—8 mánaða aldur heyrir maður það oft segja sömu stef eða hljóð við viss áhrif, at- höfn eða tilfinningu. Þetta, að visst stef sé bundið við sérstaka athöfn, er tákn þess, að málið sé að myndast. Áður en barnið lærir fyrstu orðin, verður. það að skilja samband orðsins og hlutarins. Barniö lærir og hugsar. Barnið hefur meðfædda hæfileika til að læra, það sjáum við fyrstu daga þess, þegar það lærir að sjúga. Að vísu er það eðlishvöt barnsins að sjúga, en til þess að fullnægja þessari hvöt þarf það að læra vissa aðl’erð, sjúga, kingja í réttri röð o. s. frv. Osjálfráðu hreyfingar barnsins tefja það líka í þessari athöfn, en þær verða færri þegar eftir fyrstu vikuna og barnið á hægara með að læra og æfa nauð- synlegar hreyfingar. 1 —3ja mánaða barn byrjar oft að sjúga, þá er það liggur í sömu stellingu og þegar það fær brjóstamjólk. Við sjáum á þessu, að nú þarf bara lítinn hluta af áhrifum þeim, sem áður ollu sömu hreyfingu. Þetta kallast skil- yrðisbundið eða áunnið svar. Athöfnin eða lireyfingin byggist ósjálfrátt á fyrri reynslu. Slíks áunniðs svars verður vart hjá 20% af 1% mán. börnum, 00% af I — 11% mán, 80% af 11/2—2 mánaða og hjá öllum 2 mánaða börnum. 4—5 mánaða barn sýgur ekki leng- ur, þó að það liggi í þeirri stellingu, aftur á móti sýgur það nú, þegar það sér brjóstið eða pelann. 5 mánaða barn þekkir lögun jrelans, ö mánaða þekkir túttuna, 8 mánaða barn getur greint mismun á vökva pelans, sýgur bara, ef hann er hvítur. Allt þetta .lær- ir barnið af sjálfu sér,. liver uppgötvun ber aðra í för með sér, þróunin Iieldur áfram og andlegur þroski barnsins vex. Frá því barnið er 7—9 mánaða byrjar það að lteita skynseminni, þegar það lærir eitt- hvað. 9—10 mánaða barn byrjar líka oft að herma el'tir vissum hreyfingúm hjá þeim fullorðnu, sem það sér oft endurtakast. Barnið hugsar og það byrjar að geta leyst sjálft úr „vandamálum" sínum, t. d. skilur 10—11 mánaða barn, að það getur togað í snæri, sem er bundið við einhvern hlut, til þess að ná í hlutinn. í lok fyrsta ársins skil- ur barnið samband vissra hluta, t. d. setur litlu sængina í dúkkurúmið, skóinn á fót- inn o. s. frv. Samband barnsins viö umheiminn. Það er mjög erfitt að segja um, livenær barnið fyrst verður vart við manneskjur í kringum sig. Líklega finnur það nálægð móðurinnar áður en það sér hana eða heyrir. Fyrsta nreð- vitaða samband barnsins við umheiminn, þ. e. a. s. við móÖ"rina, cjáum við þegar það eins eða tveggja mánaða brosir við henni. Fyrsta sambandið er þannig velviljað, já- kvætt, og heldur oftast áfranr að vera það fyrsta árið. 3ja nránaða barn skilur ekki svipbrigði andlitsins, en þegar það er 6 mán. getur nraður fengið það til að gráta aðeins með því að horfa harkalega á það. Áður en barnið er \/2 árs, verðunr við, þau fullorðnu, að byrja að fást við eða leika við barnið, til að fá samband við það. En á síð- ara helmingi fyrsta ársins byrja börnin sjálf vanalega að leita sambands við okkur. Ef: við látum tvö 6—8 mánaða börn vera sanran, byrja þau að gefa lrvort öðru gætur, og smám saman byrja nokkurs konar leik- tilraunir, t. d. gefa og taka aftur einlrvern hlut. Fyrst í stað varir þetta samband aðeins brot úr mínútu, og fvrst þegar börnin eru konrin á annað ár, getunr við talað unr leik- systkini. Barnið þarf nrikla ró fyrstu mánuðina, meðan taugakerfi þess er 'sem viðkvæmast, en barnið er félagslynt og frá því það er 4—6 mánaða þurlufn við daglega ekki ein- ungis að lialda því hreinu og gela því að borða, heldur líka leika við það. Bezt er að sameina þessar leikstundir þeinr tínra, sem við skiptum ;i því eða gefunr því nrat, og láta það svo fá ró á nrilli. Frá þessunr aldri liefur það líka mikla þýðingu, að báðir for- melkorka 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.