Melkorka - 01.09.1949, Blaðsíða 26

Melkorka - 01.09.1949, Blaðsíða 26
kvenna. Minna mátti ekki gagn gera en járnbönd til þess að ná lrinni einkennilegu lögun líkamans sem þá þótti eftirsóknar- verð. Nú er aftur farið að bóla á lífstykkj- unum, vonandi er þó bara um duttlunga að ræða. En það er staðreynd að lífstykki hafa verið notuð öldum saman með aðei'ns fáum og stuttum hléum og oft af bæði konum og karlmönnum. Margir eru ekki smeykir við að fara út í öfgar vegna tízkunnar. Skemmtilegt dæmi um þetta er notkun fegurðarbletta, en blómatínri þeirra var 17. öld og fyrri hluti hinnar 18. Upphaf þeirra var aðeins plástur við tannverk, en bráðlega urðu þeir að tízku sem fór stöðugt í vöxt; ábótar notuðu þá engu síður en tízkudrósir; lögun þeirra breyttist og loksins sáust hinir furðulegustu hlutir á vöngum og enni: sól, tungl, stjörn- ur, vagnar með fjórum hestum fyrir o. s. frv. Þessi tízka hefur nú yfirleitt hrapað úr tigninni og á nú hvergi heima nema í grímubúningum. Annað atriði sem hefur alltaf freistað til öfga er snyrtingin og allt sem henni kemur við, t. d. notkun ilmvatna. Hún á sér langa sögu, miklu lengri en tízkuduttlungar eins og fegurðarblettir. Saga ilmvatna nær langt aftur í forsögu Austurlanda, þar sem reyk- elsi, ilmandi smyrsl og olía hafa alltaf verið notuð og eru fastur og sjálfsagður fiður í daglegu lífi. Jafnvel spámanninum Mú- hammed var mjög vel við ilmefni, og hann á að hafa sagt að aðeins tvennt mundi' allt- af hrífa sig; konur og ilmandi efni, — en þó, bætti hann við, er bænin mér alltaf kær- ust. — Töfrar ilmsins náðu engu síður tök- um á Evrópumönnum, á miðöldum er bæði getið um ilmandi peningasendingar, og að riddari hafi úðað hnakk sinn með ilmvatni áður en hann lagði til orustu. Þessi tízka óx fram úr öllu valdi, ekki sízt vegna þess að hreinlæti var mjög af skornum skammti, en kirkjan prédikaði stöðugt á móti því. Árið 1780 var rétttrúnaður ungs guðfræði- stúdents í Leipzig ennþá dreginn í efa vegna þess að hann baðaði sig of oft! Einn þáttur óhreinlætisins var líka óhófleg notk- un á púðri, og með því er ekki sérstaklega átt við andlitspúður og farða, sem að vísu höfðu verið notuð síðan í fornöld, heldur miklu fremur við þann sið að púðra hár eða hárkollu. Þessi tízka kom upp á 16. öld og hélzt næstu aldir og á 18. öld þótti það Karlmenn engu siður en konur. Skopmynd frd upphafi 19. aldar óhjákvæmilegt ef menn vildu vera vel klæddir. Ógrynni af púðri var notað, og sagt var að hveitið sem fór í púðurfram- leiðsluna væri nóg til að fæða 10.000 manna! Hægt var þó líka að nota tré, og þess er getið að fátækar stúlkur liafi tínt feysk- ið, þurrt tré á völlum og víggirðingum Par- ísarborgar og steytt það í hárduft. Flestir þessara tízkuduttlunga voru bann- aðir lægri stéttunum. En það stoðaði ekki alltaf þó að sektir og refsingar væru lagðar við þess háttar lögbrotum. Tízkudrósir og hirðmenn voru fyrirmyndir borgaranna al- veg eins og kvikmyndastjörnur og myndir auglýsinganna á okkar dögum. Nú eru ekki lengur lögð bönn við klæðnaði ákveðinna stétta, en smekkurinn og peningapyngjan takmarka sem áður aðgerðir einstakling- 66 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.