Melkorka - 01.12.1949, Blaðsíða 21

Melkorka - 01.12.1949, Blaðsíða 21
VIÐTAL VIÐ NÍNU Nína Tryggvadóttir er á íslandi um þess- ar mundir og liefur Melkorka notað tæki- færið til að ná tali af lienni. Hún er fyrsta íslenzka konan, sem hefur haldið sjálfstæða sýningu á málverkum sínum í New YoiT. Auk þess liefur liún haldið sýningar á ís- landi, sem vakið hafa mikla athygli. Nú er hún gift og búsett í New York en komin í kynnisferð til átthaganna. Hér finnst lienni vera vinnufriður og litirnir í náttúrunni innblásandi. Aðspurð hvort gaman sé að vera heima, svarar hún að það sé svo gaman, að erfitt sé að slíta sig burt. Ertu setzt að' i Bandaríkjunum? Ég er alls ekki setzt að og vonast til að setjast hvergi að. Viltu þá hvergi eiga heima? Ég vil eiga alls staðar lieima, svarar hún. Telurðu það vera erfiðara fyrir , kven- mann en karlmann að fara út á listabraut- ina? Já, það telur liún. Framan af er erf- iðara um styrki fyrir kvenmenn og konur fá ekki eins hátt kaup og karlar ef þær vilja vinna sér inn fyrir námi. En það eru bara byrjunarörðugleikar. Aðal örðugleikarnir koma seinna og eru fólgnir í gömlum venj- um, sem þjóðfélagið býður kvenfólki. Hafa menn minni trú á konum en körl- um á listabrautinni? Mörgum finnst það borga sig ver að styrkja konu til náms, því að hennar lista- ferill kann að verða skemmri. Ef hún giftir sig og eignast börn er venjulegast úti um alla list a. m. k. fyrst um sinn. Kvenmenn eru öryggislausari í þjóðfélaginu. Karlmenn þurfa sjaldnar að ákveða hvort þeir eigi heldur að velja heimilið eða listina, en sú kemur tíðin, að kvenmaðurinn þarf að velja á milli. Þá verður lieimilið venjulegast að sitja í fyrirrúmi en listin að víkja. Er þá ekki hœgt að sameina húsmóður- störf og málaralist? Það er kannski hægt, en rnaður getur aldrei unnið heilhuga að tvennu. Er þá listakonan sem slík ekki tekin al- varlega á sinu heimili? Hún er ef til vill tekin alvarlega ef list hennar er auðbær. En það er svo sjaldgæft. Álitið er að konan liafi jafnrétti í Jrjóðfé- laginu, en hún hefur það ekki. Hún er iiáð gömlum erlðavenjum sem eru henni Þránd- ur í Götu. Karl og kona, sem ganga sömu listabraut hafa alls ekki sömu möguleika, ]jví að Joað er heimtað af konunni að hún taki sér önnur störf en hugur liennar stend- ur til, þegar hún t. d. giftir sig. En J>að breytist kannski með tímanum og með full- komnara ] >j óðfélagi. Hvers vegna ertu abstrakt málari? Lifið í núi ímajjjóðfélagi er svo abstrakt, að J>að skapar abstrakta list. Annars er ég raunsæ. En ]>að liefur hver sitt eigið raunsæi. D. V. Menn segja að þú megir ekki elska konu vinar þíns, en hvernig geturðu elskað konu óvinar þíns? Máttur bœnarinnar Skipstjórinn (á sökkvandi skipi): Kann einhver ykkar að biðjast fyrir? Farþegi: Ég kann það. Skipstjórinn: Gott, þá skalt þú biðja — á meðan sctj- um við hinir upp björgunarbeltin — okkur vantar eitt. MELKORKA 93

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.