Melkorka - 01.04.1950, Page 11

Melkorka - 01.04.1950, Page 11
Inga L. Lárusdóttir ritstjóri 23. sept. 1880 - 7. nóv. 1949 Eftir Ingibjörgu Benediktsdóttur Ég veit ekki, þegar við þekktumst hér fyrst, hvort þú rakst á nokkuð hjá mér, en það var þinn hiklausi hugur og hlýjan, sem dró mig að þér. Þ. E. Þessi orð liafa oft flögrað að mér, er ég hef minnzt Ingu Lárusdóttur liðinnar. Við eigum lienni svo undurmargt að þakka, þessari Ijúfu, yfirlætislausu konu, sem er okkur öllum ógleymanleg, sem þekktum hana betur. Það var gróandi í þjóðlífinu á öðrum tug þessarar aldar. Eg man, að ég kom þá til Reykjavíkur, fróðleiksfús, spyrjandi, — framar öllu öðru þyrst. Ég vildi kynnast ýmsu þessu nýja, sem var að skapast og vaxa. Alþýðleg fræðsla og margháttaður félags- skapur, ungmennafélögin, kvenréttinda- hreyfingin og félagsskapur kvenna í örum vexti. Ég reyndi að skyggnast um eftir þessu öllu af fremstu getu. Ég sá og kynntist ýmsu góðu fólki og ágætum konum. Og víða hvar, meðal þeirra, sem störfuðu bezt og straumhvörfunum ollu, hitti ég einmitt Ingu Lárusdóttur í fremstu röðtun, ekki gustmikla, með ópum og háreysti, heldur milda, ástúðlega, leiðbeinandi, öllum til lialds og trausts. Það var gott að verða henni samferða. Hún fældi ekki frá sér með stæri- læti og lærdómshroka, Iieldur laðaði og leiddi með hógværð og ljúfmennsku. At- hyglisgáfa hennar var slík, að hún skynjaði öðrum betur hvar það var, sem „lítið lautar- blóm langaði til að gróa“. Og þá var að rétta fram hjúkrandi hönd og sjá um veitt vaxtar- skilyrði, birtu og yl. Ingá Lára Lárusdóttir. í þessum anda stofnaði Inga Lárusdóttir mánaðarblaðið ,,19. júní“ árið 1917. Nafnið var valið eftir kvenréttindadeginum, hátíð- isdegi kvenna. Kvenréttindakona var In'ga af lífi og sál. Stofnun Landsspítala, er konur höfðu valið sér sent metnaðarmál til minn- ingar urn réttindi sín, varð henni hjartans mál. I stjórn Landsspítalasjóðsnefndarinn- ar vann hún ómetanlegt starf árum saman. Með blaði sínu leitaðist hún við að vinna MELKORKA 9

x

Melkorka

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.