Skutull

Årgang

Skutull - 30.12.1932, Side 2

Skutull - 30.12.1932, Side 2
SKUTDLG bezta vilja allir fá. — Þess vegna kaupa menn Sólar- oða S'b j örn\i smj or lí læi þvi þá vita þeir, að þeir fá besta og fjörefaa* ríkasta smjörlikið, vegna þess að verksmiðjan notar svo mikið af rjöma og mjólk i það, þá vitaminríkustu og hollustu fæðutegund, sem hægt er að fá. iHiiiimiiuimiiiiiiiimiiiim Þökkum kærlega liðna árið. Óskum öllum okks ar vinum og viðskiftamönnum gleðilegs nýars. Hf. Smjörlikisge'rð Isafjarðar. Blöðsugur og böðlar. Eftirfarandi grein er kafli úr ræðu, er Jón Gíslason hélt i Verk- lýftsfélagi Álftfirhinsa snemma i þessum mánuði um rikislögregluna: „íslenzka þjófiin er of fámenn og of fátæk til bess aft ala ,iafn stóran hóp «f iðjulitlum óhófslýð eins og nú er orðinn í landinu. Aðallega hefir hann aðsetur sitt í Reykjavik, þessi lýður, og starf hans er það eitt. að hugsa upp ráð til þess að plokka af hinum vinn- andi lýð margfalt fleiri peninga, en hann getur latið. Drenglyndið og manngöfgin er ekki á hærra stigi en svo hjá þessum náungum, að þeir geta horft með velþóknun á soltinn og klæðiítinn verkalýð haf- ast víh i hreysum, sem ekki eru mönnum boðleg, — horft á hann við lífskjðr, sem öll eru eftir þessu. Blóðsugur eru þessir menn. Því þó þeir ekki opni æðar á lí'kama verkalýðsins til þess að sjúga út blóð hans, þá plokka þeir hann svo gersamiega, að hann skortir allt til viðhalds lífinu, og útlitið bendir líka oft til þess, að innifyrir sé minna af blóði en til þess þarf að viðhalda heilsu og hreysti. Óhófs- jðfrarnir eru ekkert lítilþægir. Þeir heimta það að búa í konunvshöll- um. Og svo langt verður að ganea í því að arðræna alþýðuna, að þeir, hver um sig, fái tugi þúsunda árlega í eyðslufé fyrir sjálÞ sig. Þetta fé verður alþýðan að láta sf hendi til þe3s að ala þennan o- hófslýð — annaðhvort með illu eða góðu — samkvæmt lagaboðum yfirst.éttanna eða án þeirra, ef láðst hefir að semja þau i tíma. Getur nú nokkur furðað sig á, þó mörgum verkamanninum, sem gengur um götur höfuðst.aðarins — klæðlitill og svangur og heflr engin ráð til að afla sér og fjölskyldu sinni brýnustu lífsnauðsynja, verði á að hugsa sem svo, er hann mætir þessum kúgurum sínum — prúðbúnum og sílspikuðum, pattaralegum og drembiiegum: Þetta er ekkert réttlæti. — Það þjóð- skipulag, sem þessum mismun veld- ur, er ranglátt. Og svo þegar fara a að berja nægjusemi inn í öreig- ana með eikarkylfum, er þá hægt að furða sig á, þótt þeir fyllist heipt og hatri til þeirra, sem vilja halda dauðahaldi í þetta rangláta þjóðskipulag. Það er þetta, sem mestri gremju veldur hjá þeim, sem stríða og strita, en hafa aldrei málungi mat- KTNDILL Tímarit ungra jafnaðarmanna. Þriðja hefti Kyndils er komið út, og á sannarlega erindi til eldri sem yngri jafnaðarmanna. Jafnframt á hann að þessu sinni brýnt erindi til manna af öllum flokkum, það er að segja þeirra, sem nokkra á- ar, af því mikið af þeim verðmæt- um, sem þeir skapa, er tekið af þeim til handa óhófsseggjum og eyðslulýð. — Það er tekið, svo að þeir geti fengið nógu margar þúsundir til að eyða og svalla með áhangendum sínum, þó það, vegna taumleysisins, verði sjálfum þeira oftar til spillíngar og skemmda en þroska og gagns. Það er öllum vitanlegt, að hinu nýstofnaða lögregluliði stjórnarinnar er einungis ætlað það hlutverk að vernda hagsmuni þeirra stétta, sem óhófslýðurinn tilheyrir, og að öllum líkindum eftir hans tillögum eða kröfum. Það er líka athyglisvert, að æðsti yflrmaður lögreglunnar (Ó. Thors) er einmitt eitt af skrautblómum ó- hóf8]ýðsins í Reykjavík. Aðferðin, sem ríkislögreglan á að nota til þess að vernda hagsmuni þessara stétta, er, eins og ég hefl skýrt frá, i því fólgin, að láta kylfuhðggin ríða um höfuð og herðar hins vinnandi iýðs, ef hann verður svo óforskammaður að vilja eiga ein- hvern þátt í því að verðleggja vinnu sína og meta hana til pen- inga. Þetta eru launin, sem verka- fólkið á að fá fyrir áð hafa fætt og klætt þessar stéttir og yflr höfuð veitt þeim öll þau þægindi, sem einstaklingar þessir hafa girnst — bæði þörf og óþörf. Fjölmenn fylking af böðlum með barefli í höndum er sett á stofn á kostnað vinnustéttanna. — Það eru launin. — Þessar myndir eru auðvitað dregnar upp frá mínu sjónarmiði, en ef einhver getur með rökum bent mér á, að þær séu of svart málaðar, þá tek ég því með þökk- um, því ég hefl enga löngun til að mála dekkri myndir af mönnum eða málefnum, en ástæður eru til. Súðavík i des. 1932. Jön Gislason.

x

Skutull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.