Skutull

Árgangur

Skutull - 24.12.1964, Blaðsíða 8

Skutull - 24.12.1964, Blaðsíða 8
8 SKUTULL Framkvæmdastjórinn Barði Ólafsson liefur haft í mörgu að snúast í sambandi við fönd- urnámskeiðið og æfingar á leikritinu. Síðan Æskulýðsráð Isafjarðar tók til starfa hefur það komið æ betur og betur í Ijós, að þörf er fyrir slíka starfsemi. Æskulýðsráð hefur notið styrks frá bæjarsjóði, en auk þess standa að ráðinu nokkur hinna ýmsu félaga í bænum. Starfsemi Æskulýðsráðs, Málfríður. Þó verið sé að sýna einum hvernig hann á að bera sig til, er sífelit kallað af öðrum. eins og annarra félaga flestra, byggist þó fyrst og fremst á starfi áhugamanna og kvenna. Fólki, sem finnur tilgang í því, að safna saman ungmennum og beina kröftum þeirra og sköpunargleði inn á skemmti- legar og þroskavænlegar brautir; fólki, sem fórnar tíma Hér er Sjöfn að sýna Hans hvernig hann eigi að ganga frá jólakörfunni sinni. og mikilli vinnu til að sinna þessum nauðsynjamálum; — fólki, sem ekki reiknar hverja stund í krónum, heldur upp- sker sín laun í ánægðum and- litum ungmenna, sem gefa til kynna vel heppnuð störf. En til að segja hverja sögu eins og hún er, þá eru þær því miður of margar nöldurskjóð- urnar, sem utan við standa og vilja hvergi nærri koma, en hægt að koma þeim öllum að. Til þess er húsrými alltof lít- ið. — Þið skiptið þessu þá í hópa? — Já. Hóparnir eru þrír. Flestir eru krakkarnir á aldr- inum 8—14 ára, örfá eldri. 1 hverjum flokki eru 20—25 krakkar, en það er fullmikið. Bæði eru það þrengslin og svo er ekki hægt að kenna þeim Hér gefur að líta munina, sem krakkarnir voru búnir með. telja sig samt sem áður hafa ráð á því að gagnrýna og gera lítið úr störfum þessa áhuga- fólks, í stað þess að þakka það, sem gert er. 1 vetur fékk Æskulýðsráð sérstakan mann til að taka að sér framkvæmdastjórn og skipulagningu starfsins. Var til þess fenginn Barði Ólafs- son, bankaritari, en formaður ráðsins er Pétur Sigurðsson. Nýlokið er föndurnámskeiði á vegum ráðsins. Er við litum þangað inn einn daginn í byrj- un þessa mánaðar var allt í fullum gangi. En þrátt fyrir annríkið fengum við greinar- góð svör við spumingum okk- ar og ljósmyndarinn, Jón A. Bjarnason, náði að taka þær myndir, sem fylgja þessum línum. Kennarar á námskeiðinu voru frúrnar Málfríður Hall- dórsdóttir, Sjöfn Magnúsdótt- ir og Lára Steinþórsdóttir. — Hefur ekki verið mikil aðsókn að námskeiðinu, Mál- fríður? — Jú. Alls munu milli 80— 90 börn hafa leitað eftir þátt- töku, en því miður var ekki eins mikið og leiðbeina hverju barni fyrir sig, þegar fjöldinn er þetta mikill. — Og bömin hafa gaman af þessu og eru áhugasöm? — Þau em mjög dugleg. Hér er ekki verið að ólmast. Hvert barn gengur að sínu verki og eins og sjá má þá vantar ekki áhugann. En nú er kallað Malla, Malla. Einn vantar að vita þetta og annan hitt. Og við notum tímann og fylgjumst með starfinu sjálfu og virðum fyrir okkur munina. Þarna em margir munir haglega gerðir og skemmti- legir. Kubbar úr umbúðapapp- irsrúllum hafa verið vafðir Lára leiðbeinir við tágavinnu. basti og gerðir að kertastjök- um. Plastdósir undan pipar og öðru slíku eru límbornar, síð- an velt upp úr skeljasandi og þá skreyttar með skeljum og steinum. Er þá breytingin orð- in æði mikil og dósin orðin að skrautlegri og skemmtilegri hirzlu. Jólapokarnir eru vinsælir á meðal krakkanna. Voru þeir saumaðir fyrir þá, en skreyt- inguna önnuðust þeir sjálfir. Jólasveinar, jólatré og greinar eru klippt út og límt á pok- ana. Og þegar verkinu er lok- ið eru þeir orðnir mjög lit- fagrir og glæsilegir. Þá er vert að minnast á veggskildi, skreytta skeljum og þurrkuð- um þara og margs konar öðr- um sjávargróðri. Krakkarnir létu nærveru okkar ekki á sig fá heldur héldu áfram starfi sínu því engann tíma mátti missa. Þetta var fjórða kennslustund- in og sú síðasta. Að námskeið- inu loknu skyldi haldin sýn- ing á mununum og að henni lokinni ætluðu börnin að pakka þeim inn í jólapappír, en flest ætluðu þau að gefa þá í jólagjöf. Krakkarnir voru sammála um að það væri mjög gaman á námskeiðinu og þeim þótti heldur leitt, að því skyldi vera að ljúka. Við eitt borðið hittum við Þórð Jónsson. Hann var að klippa út tré á jólapokann sinn. Hann var furðu lipur með skærin en hann gaf lítið út á þá spurningu hvort hann ætlaði að verða klæðskeri. — Það get ég ekki, sagði hann. — Jæja, en þér finnst gam- an að þessu er það ekki ? — Jú. — En hvað ætlarðu þá að Ingibjörg Halldórsdóttir. Hún átti afmæli þennan dag og varð 11 ára. Það var ekki laust við að hún væri feimin, en eftir fortölur fengum við mynd af henni með jólapokann sinn. verða þegar þú ert orðinn stór, fyrst þú ætlar ekki að verða klæðskeri? — Ætli ég verði ekki bara múrari eins og pabbi. Við náum snöggvast í Barða Ólafsson og spyrjum hann um frekari starfsemi. — Fyrirhugað er að efna á ný til föndurnámskeiðs í febr. n.k. Þetta námskeið hefur sýnt að það er geysi áhugi hjá krökkum fyrir þessu og þess vegna er sjálfsagt að reyna að halda því áfram. Fjórar stúlkur með jólapokana sína. Talið frá vinstri: Ólöf Jónsdóttir, Sigrún Skúladóttir, Sigurveig Gunnars- dóttir og Guðrún Halldórsdóttir.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.