Hamar - 12.06.1937, Blaðsíða 2

Hamar - 12.06.1937, Blaðsíða 2
2 HAM AK Þeir tala saman Isleifur og Kr. Linnet. Ég birti hér nokkrar blaða- greinar, er hafa farið á milli þeirra vinanna fsleifs og Kr. Linnets. Ég vona, að ekki líði yfir neinn við lestur greina þessara, þó að þar kenni margra grasa og ritháttur þeirra vinanna sé villimenska, þrungin af brjál- æðiskendu ofstæki. Fyrsta greinin er ,,Rottur“ eftir Kr. Linnet í Víði, sem hann birti síðar í „íslensk endur- reisn“. Þá skrifaði ísleifur bækl- ing, er hann kallaði „Frá tanga að tindastól", og birti ég nokkr- ar blaðsíður úr þeim pésa. Við lestur á þessum skrifum Kristján Linnet: Þegar rottur koma í hús úr timbri þykja þær hinn mesti vágestur. Þær naga sig inn á milli þils og veggjar og ekkert mannlegt a.fl megnar að reka þær þaðan. Þær naga og naga — nætur og daga. Fæðast þar, lifa — og deyja. Þegar margar rottukyn- slóðir hafa liðið undir lok í slíku húsi fer mönnunum að líða illa, sem eiga þar heima. Rotnuð hræin bera megn- asta ódaun að vitum þeirra og menn- imir leggja loks á flótta. Ef rottum- ar eru þá ekki áður búnar að naga í sundur máttarviði hússins svo það er hmnið ofan á þá sem í þvi vom. Bæjarreikningana verður að prenta og dreifa út, almenningi til athugunar. Ég vil að allir bæjarfulltrú- arnir, með tölu, hætti að rífast eins og grimmir og ósiðaðir hundar, og snúi sér að hinum ýmsu nauðsynlegu málum er varða bygðarlagið og almenn- Guðl. Br. Jónsson. þeirra, verður manni ósjálfrátt á, að hugsa til sálarástands þess- ara manna. Ókunnugir, er ekki |>ekkja þessa menn, munu álíta að þetta séu sendibréf frá geð- veikum mönnum á Kleppi. En það er nú eitthvað annað en svo sé. Annar þeirra er sjálft yfir- valdið og dómarinn í Vest- mannaeyjum, hinn einn af fram- bjóðendum við alþingiskosning- arnar 20. júní, Isleifur Högna- son. Það er sagt að maður skuli ekki fortaka neitt og alt geti skeð, og sannast það best á grein er Linnet skrifar nú í „Nýr dagur“, og ég læt fylgja samtali þeirra félaga. En hvort heldur sem verður, er reyndin sú sama. Rotturnar lifa ein- ar eftir i rústum hruninna býia. I þjóðfélagsbyggingunum viða um lönd heyrist nú nag rottanna og tíst þeirra. Einnig hér á landi er ekki ör- grant um að menn verði þess varir. Þessar ógeðslegu skepnur, sem eru engum til gagns, en mörgum til ó- gagns, hafa nú synt hingað yfir hafið og líka hér í Eyjum hefir borið á þeim. Þessar rottur í pólitískum skiln- ingi, þessar skaðræðisskepnur í stjómmálalífi hverrar þjóðar eru kommúnistar vorra tíma. Þeirra eina eðlishvöt er að naga. Naga alt sem stendur og ber annað uppi. Annars eru þær eigi megnug- ar. Þær geta nagað en ekki lagað, tætt en ekki grætt, rústað en ekki reyst. Jafnvel dauðar gera þær óbyggilegt, þar sem þær eitt sinn lifðu. Þær eru ekki margar rottumar, í þessum skilningi, hér í Eyjum. Þær eru fáar og flestar lítilsigldar. Sum- ar þeirra ímynda sér þó að vera eitt- hvað mikið og telja sér trú um að niðurrifsstörf þeirra séu til hinna mestu þjóðþrifa. Rússland er þeirra glæsilega fyrir- mynd. Lenin einasta í jörðu og á sem þeir virða. Kommúnistiskar fram- kvæmdir í ráðstjómarríkinu, einustu framkvæmdimar sem þeir ekki sví- virða. Þau em ekki vænleg til heilsusam- legs gróðurs fræin, sem þeir sá og reyna að sá í hugi mannanna. Lífsskoðun þeirra byggist öll á því að einblína á það, sem nærsýn og skilningssljóf augu þeirra sjá og sjá ljótast. Þeir tilbiðja dýrið í manninum. Ekkert gott, ekkert fagurt, ekkert kærleiksríkt er í rauninni tii í þeirra augum. Alt er eigingimi. Annað líf er fávís draumur. Guðs- hugmyndir manna hin skaðlegasta heimska. Maðurinn eintómt kjöt og bein. A móti þessari skaðlegu þjóðmála- stefnu, á móti þessum háskalegu niðurrifsmönnum er skylda annara manna að sameina sig. Þeirra stefna er ófrelsi og kúgun. Þeirra markmið ófrelsi og kúgun. Þeirra vopn ófrelsi og kúgun. Andlegt og líkamlegt ó- frelsi og kúgun. Aðrir flokkar gleyma of mjög að ekkert gott vinst með því að neyða menn til þess að gera það sem rétt er eða það sem þeir telja rétt. Kommúnistar hafa aidrei munað þetta og þekkja það ekki. Alt gott verður að koma innanað, frá manninum sjálfum, annars er það lítilsvirði. Broslegt er fyrir þá sem fylgjast með nýjum þekkingarniðurstöðum á sviði efnislegra vísinda að hlusta á blaður kommúnista til varnar efnis- hyggjunni og að alt í heimi hér sé sjálfskapað verk tilviljunarinnar sprottið af baráttunni fyrir sjálfum sér móti öðrum. Vanþekkingar og heimsku vaðall þeirra, er þar næst- um óþolandi vitibomum mönnum. Um leið og hver ný þekking eftir aðra leiðir betur og betur í ljós óveruleik hins sýnilega heims, en veruleik hins andlega og marki bundna fyrirhugun í öllu, — um leið þvæla þessir óvitar um að alt sé til- gangslaus samruna efnislegra einda. Hvílík fáviska, hvílík fjarstæða, hvílík blindni! Dæmin er afsanna þetta verða ekki talin með tölum. 1 þetta sinn skal ekki út í það far- ið, en aðeins drepið á eitt lítilshátt- ar dæmi nýrrar þekkingar frá síð- ustu tímum, er lýtur að þessu. Það hefir komið í ljós að konur hafa miklu meira af ákveðnu fjör- efni (Vitamin) en karlar, og er það í fitulagi því, sem allir menn hafa undir hörundinu. Þess vegna þola konur t. d. miklu betur kulda en karlmenn. En eins og t. d. fóstrið fær í móðurlífi forða af jámefni til fcfc ■ ---i- -■—-•■■■. -Lin-L- ■-■aa.M j=a;i-—'J .. ji------l----uL----u....... --f J i i - ■ ■■ .. III. árg. | Vestmannaeyjum, 21. febrúar 1931. | J5.v(bli%

x

Hamar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hamar
https://timarit.is/publication/630

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.