Hamar - 16.06.1937, Blaðsíða 1

Hamar - 16.06.1937, Blaðsíða 1
H AM \ R RITSTJÓRI: GUÐLAUGUR B R. JÓNSSON 1. árgangur Vestmannaeyjum 16. júní 1937 9. tölublað KjésencSur. Ég hefi á undanförnum fund- um lýst skoðunum mínum í bæj- armálum og landsmálum, svo og í síðasta tölublaði Hamars. Ég læt það því nægja að sinni. Ég vona að þið látið atkvæði ykk- ar falla mín megin, svo fram- arlega að þið berið traust til mín og þeirra skoðana, er ég hefi sett fram. Jafnhliða vil ég vekja eftir- tekt á, að þau atkvæði, er mér verða greidd nú við alþingis- kosningarnar, eru mér ómetan- legur stuðningur. Á tölu þeirra atkvæða byggist það, hvort ég get myndað sérstakan lista við komandi bæjarstjórnarkosning- ar. Og ég veit, að f jölda margir óska eftir að ég taki sæti í stjórn bæjarins. Alt fátækasta fólkið fylgir mér. Látið því ekki smala Jóhanns eða fsleifs fæla ykkur frá að kjósa mig. útbreiða það, að ég sé gerður ót ýmist af Jóhanni Þ. Jósefs- syni eða Páli Þorbjarnarsyni. Þetta er í alla staði tilhæfulaust, en ekki nema venjulegar blekk- íngar þeirra Jóns Rafnssonar og hans líka. Ég hefi iýst yfir á fundum og í blaði mínu, að ég er ósammála í mörgum-atriðum stjórnmála- stefnu þessara manna. Ég hefi iýst yfir 0g sýnt það, bæði í orði riti, að ég er miklu frjáls- lyndari en þeir. Jon RafnSSon og ísleifur eiga erfitt með að skilja, að ég er ^iest á móti kommúnistum. Jón afnsson, þú skalt lesa grein hér í blaðinu: „Þekkirðu mann- inn?“ Þá muntu skilja vegna hvers ég berst harðast á móti þér og foringjaliði þínu. Og allir góðir menn munu vera mér sam- mála. Þar næst berst ég á móti öll- um þeim mönnum, er ég álít að eigi óbeinan þátt í að skapa kommúnisma. 1 þeim flokki eru öll svörtustu íhaldsöflin og allir þeir menn er fremja óréttlæti í opinberum málum, hvaða stjórnmálaflokki sem þeir til- heyra. Trúmál. Trúin á Guð og Jesús Krist er veigamesti þátturinn í öllu félagslífi okkar mannanna. Trúin á Guð og fyrirheit Jesús Krists er sá styrkur, sem gefur okkur þann sanna kraft, er að haldi kemur á öllum alvöru og raunastundum okkar. Kenningar Krists er sá eini grundvöllur fyrir hegðan og breytni allra góðra manna. Boðorð Guðs er sú fullkomn- asta löggjöf, sem hægt er að gefa mannkyninu. Öllum mönnum hér á jörðu myndi líða vel, ef þeir vildu breykta eftir lögmáli Guðs. Varist því að verða fyrir áhrifum þeirra manna, er vilja lítilsvirða og niðurtraðka lög- mál Guðs og kenningar Krists. Guðl. Br. Jónsson. Mútur. Það er áhyggjuefni, hvað litl- ar atvinnuhorfur eru hér fram- undan í sumar. Miera en hálfur vertíðaraflin er fluttur héðan til verkunar í öðrum héruðum. Þetta er ófyrirgefanlegt skeyt- ingarleysi allrar bæjarstjórnar- innar. Kommúnistar gerðu leyni- samninga, bak við alla alþýðu og öllu verkafólki óafvitandi, við nokkra utanhéraðs fisk- kaupmenn, um að þeir skyldu fá óhindrað að flytja héðan út eins mikinn fisk og þeir vildu. Jófn Rafnson er sagður vera eini maðurinn hér, er hafi haft gott af þessu. ísleifur og mágur hans, Jón Rafnssbn, vita vel, að við þetta hlýtur að skapast mjög mikið vandræðaástand hér, bæði í sumar og haust. En þessir fé- lagar telja vandræðaástand al- mennings vera sér sigursælast í öllum kosningum. Isleifur og Jón Rafnsson vilja stuðla að því að sem mest vandræði dynji yfir bygðarlagið. Því vissari telja þessir kumpánar sigurinn í komandi bæjarstjórnarkosn- ingum. En svik koma upp um síðir. Og svo er með'þessa baktjalda- samninga þeirra félaga, Isleifs og Jóns Rafnssonar. Hinn 20. júní er það skylda alls verkalýðs að gjalda þessum svikurum þeirra réttu laun. Steinar fyrir brauð. Kommúnistar afneita öllum trúarbrögðum. Þeir telja ekk- ert líf vera til eftir þetta líf. Þannig vilja þeir uppræta helg- ustu hugsjón mannsandans. — Eftir þeirra kenningum á að vera alveg sama, hvernig mað- ur breytir í þessu lífi; engin laun fyrir vel unnið starf. Dauð- inn hér á að vera það síðasta,

x

Hamar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hamar
https://timarit.is/publication/630

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.