Hamar - 16.06.1937, Blaðsíða 2

Hamar - 16.06.1937, Blaðsíða 2
2 H AM AK hver mannssál, sem burt fer, á að vera töpuð, glötuð og gleymd um alla eilífð í skauti myrkurs og þagnar. Skemmti- leg hugsun; skemmtileg kenn- ing. En þetta kalla ég að gefa fólkinu steina fyrir brauð. Hvar verða svo takmörkin hjá þessum mönnum fyrir réttu og röngu, góðu og illu, þegar lögmáli Guðs er varpað fyrir borð? Línudans. I Verklýðsblaðinu 1934 gerði Isleifur mikla syndajátningu og viðurkendi þar, að hann hefði alla tíð verið „allri alþýðu og verkalýð f jandsamlegur". Þetta fanst mér alveg óþarfi fyrir hann að vera að láta .prenta. Þetta er ekki nema það, sem við öll vitum og höfum altaf verið að segja honum. En nú strax eftir 20. júní má vænta slíkra yfirlýsingar frá hans hendi. Isleifur sagði meira í sama blaði. Hann sagði, að hann hefði altaf verið í vondum félagsskap og með vondum mönnum. Aum- ingja ísleifur, ekki er von á góðu. Og líklega er hann nú i enn verri félagsskap. Hann er viljalaust verkfæri í hendi mágs síns, Jóns Rafnssonar. Og það er sagt, að ekki sé það laust, sem skrattinn heldur. Það er því líklega engin von um að hægt verði að bjarga ísleifi. ísleifi og Jóni þótti mjög leitt að ég skyldi ekki úthella mér á síðasta þingmálafundi með óbótaskömmum og svívirðing- um yfir mína fyrri flokksbræð- ur. Þeir eru svo langt leiddir, að þeir kunna ekki við annað en að heyra að allir samtíðarmenn þeirra séu fantar og níðingar. Isleifur og Jón Rafnsson ætla alveg að tryllast, ef góðir menn eru nefndir, svo þeir heyra. Ég hefi á undanfarandi fund- um lýst yfir andstöðu minni við sjálfstæðismenn og í hverju hún er falin. Það verður þeim Isleifi og Jóni Rafnssyni vel að líka. Hitt tel ég mér og mínum gömlu flokksbræðrum sæmra, að stýra fram hjá deilum og ill- indum, svo lengi sem það er auðið. Ég mun reyna að ná atkvæð- um bæði frá kommúnistum og sjálfstæðismönnum. Hitt veit ég, að Jóhann Þ. Jósefsson mundi aldrei ganga heim til meðmælenda minna til að reyna með hótunum að fá þá til að svíkja þau loforð, sem þeir hafa gefið mér. En það hefur Isleifur nú þegar gert. Þetta er það réttlæti, sem Is- leifur og mágur hans, Jón Rafnsson, kenná og prédika. Og frelsi það, sem sumir flokksbræður þeirra bjóða með- mælendum mínum upp á, er að útiloka þá frá vinnu, ef þeir kjósi mig. Þetta alt er hið rússneska réttarfar og frelsi. Afrek. Kr. Linnet talar um afrek, dugnað og myndarskap ísleifs Högnasonar. Ég hefi verið að leita að þessum afrekum Is- leifs. Kom ég þá fyrst að h.f. Drífanda, það félag fór á haus- inn í höndum hans, þrátt fyrir góðæri og önnur mikil skilyrði fyrir góðri afkomu. Þetta félag hefur borgað lægst fiskverð, og samt fór það á kollinn. Þá kom ég að útgerðar tímabili Isleifs. Hann átti part í útgerð, lenti í kaupdeilu við fólkið. Síðan seldi hann útgerðina, þótti hún ekki nógu arðvænleg, bjóst við að tapa, en það vildi ísleifur síst af öllu, heldur máttu hans fyrri verkamenn ganga atvinnulausir. Þá var slíkt atvinnubrask ekki líklegt til að skapa múg- hylli. Betra var að standa utan við atvinnuvegina og hamast svo í atvinnuveitendum, kalla þá þjófa og arðræningja. ísleifur hafði á tímabili 20— 30 þúsund króna árstekjur. Á sama tíma sveikst hann um að borga opinber gjöld. Þá hefur Isleifur stofnað kaupfélag, er ekki lánar nein- um fátækum manni, en lánar f jölda mörgum ríkum. Laun ísleifs við þetta kaupfélag eru 6 þúsund krónur. Þannig er allur myndarskap- ur og afrek ísleifs. Isleifur hefur alla tíð lifað og lifað hátt á svitadropum ann- ara. Og það á svitadropum þeirra, sem fátækastir eru. Þannig er maðurinn, sem Jón Rafnsson, segir að sé verndar- vættur þeirra fátæku. Ætli þeir Isleifur og Jón skifti gróðanum á milli sín? Isleifur stjórnaði h.f. Dríf- anda og fékk á áttunda þúsund krónur í laun. Kaupfélag þetta fór á hausinn á líkan hátt og önnur fyrirtæki. Gja.ldþrot þess var svipað og alment gerist. En sá er munurinn, að ísleifur út- hrópar alla gjaldþrotamenn og heimtar langa tugthúsveru fyr- ir þá. ísleifur sér ekki bjálkan í sínu eigin auga. En ætlar alveg að tryllast yfir flísinni í auga náungans. En Isleifur er landfrægur fyrir að hafa greitt lægsta fisk- verð, er þekkist í Vestmanna- eyjum. Kaupfélag hans greiddi aðeins 15 aura og fór samt á hausinn, á sama tíma og aðrir greiddu 50 aura og alla leið upp í krónu. ísleifur var ekki ánægður með sín háu laun, heldur söls- aði hann undir sig stöðu og at- vinnu Sæmundar Jónssonar, er hafði Vínverzlun ríkisins. Sæ- mundur misti stöðu sína, enda þótt að alt væri í hinni mestu reglu og reikningsskil hin bestu. Isleif velgdi ekki við að sýna með þessu hina mestu lúa- mensku, bara til þess að hafa enn hærri laun. Þetta er réttlæti ísleifs: var- menska og rangindi. Við þetta bragð urðu laun Is- leifs á ári samanlögð milli tutt-

x

Hamar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hamar
https://timarit.is/publication/630

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.