Vesturland

Volume

Vesturland - 24.12.1961, Page 14

Vesturland - 24.12.1961, Page 14
14 VESTURLAND Myndir frá vestfjörðum MEÐ VEGASAMBANDI við Vestfirði hefur á síðustu árum stóraukizt ferðamannastraumur. Fjöldi fólks hefur á þessum tveimur ái-um, sem liðin eru síðan norður hluti Vestfjarða var tengdur akvega- kerfi landsins, ferðast um þessi byggðalög í fyrsta skipti. Fólk dáist að náttúrufegurð Vestfjarða, sem er svipmikil og fjölbreyttari en víðast hvar annarsstaðar. En það eru margir staðir, sem enn þá eru ekki komnir í akvegasam- band, og þangað leita einstaka ferðamenn til að njóta til- komumikillar náttúrufegurðar, kyrrðar og dásamlegrar hvíldar frá skarkala og hraða þéttbýlisins. Bjargið er simrl og gre.it að sjá og þuerhnípt í sjó niður. tíjargið dregur nafn af kletladrang þeim, sem Hæll nefnist og er skammt frá bjarginu. Hælavíkurbjarg er um 260 metrar á hæð og var lengi mikil fugla og eggjalaka þar. I Hælavík var búið fram á fimmta tug þessarar aldar. Frá Hornbjargi Þessi mgnd er frá Hornbjargi. Það er tilkomumikil sjón í góðu skgggni að horfa gfir Húnaflóa og Ilornvíkina af bjargbrúninni og sjá fuglinn í hundruðþúsundatali í bjarginu. Hæsti tindur Hornbjargs er Kálfatindur, 53-t metrar að hæð, en víðast hvar er bjargið 3—'i hundruð metra hátt. Iiornbjarg er stærsta og kunnasta fuglabjarg landsins. Mylla í Vigur Þetta er eina millan, sem ennþá er lil í okkar landi, og hún er í Vigur. Það er mikill sómi að því fgrir Vigurbændur að halda mgllunni við, og varðveita á þann hátt gamlar minjar, sem ekki mega hverfa af sjónarsviðinu. Lundi á bjargbrún Þarna situr lundinn eða „prófasturinn“ á bjargbrúninni á Látrubjargi.

x

Vesturland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.