Vesturland

Árgangur

Vesturland - 26.05.1962, Blaðsíða 1

Vesturland - 26.05.1962, Blaðsíða 1
w Ný bæjarmálafarysta tryiir bjartari framlfð Isafjarðar Sjálfsfæflismeiiii telja slntlvun fólMlútfans liíifuðvcrkefni nýrrar bæjarstjórnar Aukin u[i|il)ýiiiirj og lirailari fmtnfarlr shapa viixt og velmegnn í hverjn byiðarlagi fSAFJÖÐUR stendur nú á örlaga- ríkum tímamótum. Fólkinu hefur fækkað hér á síðasta kjörtímabili og nú á þessu ári hefur keyrt um þvert bak. ísafjörður hefur dregizt aftur úr. Þeir flokkar, sem skipað hafa meirihluta bæjarstjórnar, hafa í forystu menn, sem eru of svartsýnir og úrræðalitlir. Simdur- þykkja á inilli þessara flokka hef- ur í för með sér pólitísk hrossa- kaup. Um það vitnar saga bæjar- málanna síðasta kjörtímabilið. ísfirðingar vilja breyta um og fá nýjum mönnum forystu bæjar- málanna, og hefja auknar fram- farir í bæ sínum. Stórauknar í- búðabyggingar í bænum, samhliða nýjum atvinnutækjum, munu ör- ugglega stöðva fólksflóttann úr bænum, og gera fólki mögulegt að flytjast hingað og stofna hér heimili. Unga fólkið er framtíð bæjarins. Það þarf að gera það ánægt svo að það vilji vera hér og starfa. Félagslieimili, íþróttasvæði, betri aðstaða til skíðaiðkana, æskulýðs- starfsemi og tómstundavinna ung- linga eru mál, sem verða að kom- ast í framkvæmd á þessu kjörtíma- bili. Allt þetta vilja sjálfstæðismenn gera og ætla að vinna að af fremsta megni og þá erum við þess fullviss að íbúum þessa bæj- ar mun fjölga á næstu árum. Isafjörður er fagur bær, sem fólkið getur gert ennþá fegri með samstilltum kröftum. Hér er ein bezta höfn landsins og úti fyrir eru fiskimið, sem fólkið í þessu héraði hefur sótt lífs- viðurværi sitt til. Sá skuggi, sem nú hvílir yfir, stafar fyrst og fremst af vantrú og svartsýni þeirra manna sem með völdin fara. — Þeir, sem svartsýnir eru, opna ekki augu annara og skapa ekki trú og bjartsýni. Þessvegna verður nú að gefa þeim hvíld og láta aðra sýna þeim, að það sem vanrækt hefur verið er hægt að gera. Samstarf bæjarstjórnar og bæjarbúa verður að vera gott og byggt á traustum grunni. Sjávarútvegur er hðfuðatvinnuvegur ísfirðinga BÆJARSTJÓRNARMEIRIHLUTINN tafði hátt á annað ár að úthluta lóð fyrir dráttarbrautina. Það þýðir nú að fjöldi báta verður að leita slippspláss utan Vestfjarða. Þetta kostar ísfirzka útgerð stórfé. Iðnað- armennirnir, fyrirtækin og bæjarfélagið sjáift tapa hundruðum þúsunda króna. Það er dýrt að hafa menn við stjóm, sem sýna ekki framfaramálum skilning, neina viku fyrir kosningar. SJÁLFSTÆÐISMENN styrktu kaupin á Svíþjóðarbátum Samvinnu- félagsins, Njarðar li.f. og Skutuls h.f. með kr. 37.500,00 á bát. Miðað við byggingarkostnað skipa af svipaðri stærð myndi hliðstæður styrkur nú nema um 250—270 þús. kr. á skip. En hvað skeður nú? Bæjarfé- lagið veitir enga fyrirgreiðslu til bátakaupa. Það hafa allir viimu og er engin þörf fyrir fleiri báta, sagði eitt af málgögnum kássukarlanna í vetur. BÁTARNIR eru að stækka, góðir aflamenn vilja stærri og meiri skip. Við eigum góða aflamenn, en ef þessi bær fylgist ekki með þróuninni í skipabyggingum eins og aðrir staðir, þá eigum við á hættu að tapa okkar beztu og mestu aflamönnum. Og er þá ekki hætta á að beztu sjómennimir fylgi á eftir. ? En bæjarstjórnarmeirihlutinn á ísafirði skilur þetta ekki. Yeitum kássunni hvíld. Kjósum framfarir — Kjósið D-listann. IxHrðingar felið siálhtæðúmðnnnm forystu ykkar mála mi skapið liii' ykkar bjarta framtíð S/ Kjósið D - listann S/

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.