Vesturland

Árgangur

Vesturland - 26.05.1962, Blaðsíða 3

Vesturland - 26.05.1962, Blaðsíða 3
VESTURLAND 3 Vindhögg Vestfirðings Verzlun kássukarlanna Á ISLANDI hal'a fjórir stjórn- málaflokkar fest rætur. Stærstur þeirra er Sjálfstæðis- flokkurinn, þá Framsóknarflokkur- inn, Alþýðubandalagið og Alþýðu- flokkurinn. Fólkið í landinu vill fá að velja á milli þessara flokka. En stundum hefur því verið meinað að gera það, vegna þess að fámennar klikur í þessum flokkum eru að hræra þeim sam- an. 1 bæjarstjómarkosningunum, sem nú fara fram á þessu landi, bjóða flokkarnir víðast hvar fram hver fyrir sig. En það er aðeins í einum kaupstað, sem þrír flokkar hræra saman, og það er á Isafirði. Hér bjóða saman einn lista Alþýðuflokkur, Al- þýðubandalag og Fram- sóknarflokkur. Með því eru þessir flokkar að takmarka rétt þess fólks, sem þá hefur áður kosið. Alþýðuflokks- fólki, sem vill kjósa Alþýðu- flokkinn er meinað að gera það, nema kjósa um leið kommúnista og Framsókn. Alþýðubandalagsfólk, sem ætlar að kjósa Alþýðu- bandalagið, getur það ekki, nema með því að kjósa Framsókn og Alþýðuflokk. Framsóknarfólkið fær ekki að kjósa sinn flokk með öðru móti en því að greiða um leið atkvæði Alþýðu- flokknum og kommúnistum. Á þennan hátt ætla kássu- karlarnir að takmarka kosningaréttinn. Kássan er freklegt brot á lýðræðinu, og hver hugsandi maður fyrirlítur þessa verzlun með kjósendur. Svarið þessu gerræði kássukarlanna með öflug- um sigri D-listans. GrÓÐIR ÍSFIRÐINGAR. Þegar ég nú læt af starfi mínu sem aðalfulltrúi í bæjarstjóm þykir mér hlýða að þakka traustið, sem þið hafið sýnt mér undanfarin þrjú kjörtímabil, með því að veita mér brautargengi. Ég hef, eftir beztu getu, reynt að gera það hverju sinni, sem ég hef talið vera bænum okkar til góðs, og hef á- samt flokksbræðrum mínum í bæj- arstjórn ávallt fylgt góðum mál- um, sem uppi hafa verið. Einnig höfum við í minnihlutanum oft vakið máls á málum, sem horft hafa til fnamfara og sem ýtt hafa undir linjulega og syfjulega stjóm meirihlutans. Vegna starfs míns hefi ég óskað eftir því að draga mig í hlé sem aðalmaður, því að ég tel mig ekki geta sinnt þessu starfi sem skyldi. Sjómaður skipar fjórða sætið. Það er þó bót í máh, að í minn stað hefur valizt maður, sem er vel kynntur meðal sjómanna í þessum bæ. Kristján Jónsson er sérstaklega vel þekktur, sem góður félagi og duglegur maður, og sem yfirmaður er hann af öllum, sem með honum hafa verið, mjög virt- ur sem góður sjómaður, enda er maðurinn fæddur og uppalinn í Hnífsdal, þar sem upp hafa alizt þekktustu og duglegustu aflamenn þessa lands. Út af kroppi Halldórs frá Gjögri í þennan mann mætti benda hon- um á, að samfnambjóðandi hans, 1. maður H-Iistans, Birgir Finns- son, hefur einmitt oft notið vin- sælda Kristjáns og alltaf lánazt vel. Það þarf því sérstakt innræti til að ráðast að svona manni, og ekki mannlegt af Halldóri, því að hann veit, að Kristján er mun þekktari í þessum bæ en hann, bæði af sjómönnum og öðrum bæj- arbúum. Honum mun ábyggilega detta fleira í hug í framtíðinni, sem horfir til heilla þessa bæjar, en samkvæmt heimild góðs framsókn- armanns er það bezta við Halldór, „að honum dettur aldrei neitt í hug.“ Sagan endurtekur sig. Þetta nart Halldórs er svo sem ekki nýtt fyrirbrigði, þegar um er að ræða menn, sem vitað er að eru vinsælir og vel þekktir á meðal fólksins. Þegar ég var fyrst í fram- boði til bæjarstjómar fyrir Sjálf- stæðisflokkinn árið 1950, hafði núverandi flokksbróðir Halldórs, Hannibal Valdimarsson, svo mikið fyrir því að niðurlægja mig, að hann lét einn nemenda sinna spreyta sig á því að teikna myndir af mér þar, sem ég var að sinna mínum skyldustörfum og afla mér brauðs fyrir mína f jölskyldu. Þess- um myndum var síðan stillt út í glugga Kaupfélagsins. Þá var Hannibal Valdimarsson Alþýðu- flokksmaður og skólastjóri, en innrætið sagði til sín. Það var það sama og nú kemur fram hjá Hall- dóri frá Gjögri í sambandi við framboð Kristjáns Jónssonar skip- stjóra. Herbragðið brást. Þetta herbragð Hannibals verk- aði alveg öfugt og varð til þess, að Sjálfstæðisflokkurinn fékk fleiri atkvæði en nokkum tíma áður, og veit ég að hið sama mun endurtaka sig nú. Persónulegt nag um menn á ekki hljómgrunn hjá góðu fólki í þessum bæ, og Isfirðingar sýna það á sunnudaginn kemur með því að kjósa lista sjálfstæðismanna — D-listann, og stuðla þannig að því, að menn trúi á framtíðina og treysti því, að á lsafirði sé hægt að lifa góðu lífi með samstarfi allra, hvar sem þeir í flokki standa. Þá getum við gert bæinn okkar að forystubæ þessa lands, eins og hann var fyrr á árum. Símon Helgason. Til minnis íyrir kjósendur... Framháld af 8. síðu. framlag í byggingarfélag það, sem nýlega hefur verið stofnað í bæn- um og hyggst koma á fót leiguhúsnæði. Þá vilja þeir og greiða fyrir því eftir föngum, að Byggingarfélag verkamanna geti haldið áfram byggingarframkvæmdum. Sjálfstæðismenn vilja búa sem bezt að æskulýð þessa hæjar með því að halda áfram byggingu íþróttamannvirkja, svo sem bygg- ingu íþróttavallar, skíðalyftu og lagfæringar á skíðalandinu I Stór- urð. Þeir vilja koma upp fleiri barnaleikvöllum, athuga möguleika á því að koma upp skemmtisvæði fyrir bæjarbúa í Tungudal og vinna að því að koma upp félagsheimili með sameiginlegu átaki hinna ýmsu félaga i bænum. 0 Sjálfstæðismenn vilja að hafin verði bygging barnaskóla á næsta vori. Þeir vilja koma á sjóvimiunámskeiði í samráði við skólana og að skólaskipi verði haldið úti á hverju surnri. Þá vilja þeir og koma á unglingavinnu í formi vinnuskóla og efla tónmennt með því að veita til þess ríflegri styrk en verið hefur. Þeir vilja að unnið verði áfram að því að koma upp menntaskóla hér á Isafirði. Þeir vilja koma á stofn sjóði, sem hefur það markmið að stjrkja efnalitla unglinga til frekara náras. Það er slcoðun sjálfstæðis- manna, að gefa beri efnilegum, en efnalitlum unglingum kost á því að afla sér aukinnar menntunar og því sé eðlilegt að bæjarfélagið hafi forgöngu um stofnun sjóðs í því skyni. £ Sjálfstæðismenn vilja tryggja að bæjarbúar eigi jafnan kost á nægilegu rafmagni. Þeir vilja fullkomna götulýsinguna og lýsingu hafnarsvæðisins. Þá vilja þeir einnig kanna hvort ekki finnist heitt vatn í jörðu í nágrenni bæjarins. £ Sjálfstæðismenn vilja hraða eftir föngum undirbúningi að bygg- ingu nýs sjúkrahúss og elliheimilis og bústaðar fyrir sjúkrahúss- lækni. £ Isfirðingar. Á undanfömum árum hafa sjálfstæðismenn stóraukið fylgi sitt meðal bæjarbúa, þegar fylgi vinstriflokkanna hefur farið þverrandi. Enn á ný er gengið til kosninga. Vinstriflokkarnir hafa enn á ný fallizt í faðma og bjóða fram sameiginlegan lista. Þá skortir þor til þess að koma til dyranna eins og þeir eru klæddir. Sjálfstæðisflokkurinn berst fyrir sjálfstæði, frelsi og framtaki ein- staklinganna, gagnkvæmum skilningi og samstarfi hinna vinnandi stétta, nýsköpun og alhliða umbótum í atvinnulífi bæjarfélagsins.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.