Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Blaðsíða 76

Uppeldi og menntun - 01.01.2006, Blaðsíða 76
76 kenna á frávikshegðun til sambands félagsgerðar og frávikshegðunar á einstaklings- stiginu.5 Til skýringar sýnir jafna 1a að (óstöðluð) heildaráhrif fjölskyldustöðugleika skólahverfa á tíðni afbrotahegðunar eru –0,63 (skólahverfi sem hafa meiri fjölskyldu- stöðugleika hafa minni afbrotatíðni að jafnaði). í jöfnu 1b kemur fram að samheng- isáhrif fjölskyldustöðugleika eru –0,46 (þ.e. þegar tekið er tillit til einstaklingsáhrifa fjölskyldustöðugleika). Stór hluti af heildaráhrifum fjölskyldustöðugleika (um 73 pró- sent; þ.e. –0,46/–0,63 = 0,73) eru því samhengisáhrif. Með öðrum orðum er stór hluti heildaráhrifa fjölskyldustöðugleika tilkominn vegna samhengisáhrifa, það er vegna þess að unglingar sem búa í skólahverfum sem hafa mikinn fjölskyldustöðugleika sýna að jafnaði minni frávikshegðun en aðrir, burtséð frá því hvort þeir sjálfir búa hjá báðum foreldrum. Svipaðar niðurstöður koma fram þegar fíkniefnaneysla er skoðuð (jöfnur 2a og 2b). að sama skapi er aðeins lítill hluti af heildaráhrifum búferlaflutninga tilkominn vegna þess að unglingar sem flutt hafa í nýtt hverfi eða sveitarfélag undanfarið ár sýna að jafnaði meiri frávik en hinir sem ekki hafa flutt. Stærsti hluti heildaráhrifanna endurspeglar samhengisáhrif – unglingar sem búa í skólahverfi þar sem búferlaflutn- ingar eru hlutfallslega algengir sýna meiri frávikshegðun að jafnaði, að teknu tilliti til þess hvort þeir hafi sjálfir flutt í nýtt hverfi eða sveitarfélag undanfarið ár (jöfnur 3b og 4b). Þó ber að geta þess að samhengisáhrif búferlaflutninga á fíkniefnaneyslu eru ekki tölfræðilega marktæk við 95 prósenta öryggismörkin en þau eru marktæk við 90 pró- senta mörkin. Hafa ber í huga að þar sem skólahverfin eru aðeins 68 talsins þurfa töl- fræðileg áhrif að vera umtalsverð til þess að vera marktæk við 95% öryggismörkin. atvinnuleysi foreldra hefur einnig samhengisáhrif á frávikshegðun; unglingar í skólahverfum þar sem hlutfallslega margir jafnaldrar þeirra eiga foreldra sem eru atvinnulausir eða hafa verið atvinnulausir nýlega sýna að jafnaði meiri frávikshegð- un, burtséð frá atvinnuleysi þeirra eigin foreldra (jöfnur 5b og 6b). Loks hefur þéttni félagslegra tengsla tölfræðilega marktæk samhengisáhrif á fíkni- efnaneyslu (jafna 8b) en ekki afbrotahegðun (jafna 7b). Unglingar sem tilheyra skóla- hverfum þar sem félagsleg tengslanet eru þéttari neyta síður fíkniefna, að jafnaði, en þeir sem tilheyra skólahverfum þar sem tengslanet eru gisnari, burtséð frá því hvort þeirra eigin foreldrar tilheyri tengslaneti af þessu tagi (þ.e. þekki vini þeirra og/eða foreldra þeirra). 5 Til skýringar eru heildaráhrif fjölskyldustöðugleika þau áhrif sem fjölskyldustöðugleiki skóla- hverfa hefur á meðalfrávikshegðun í skólahverfunum, áður en búið er að taka tillit til þeirra áhrifa sem fjölskyldustöðugleiki einstaklinga hefur á afbrotahegðun þeirra sjálfra (þetta eru áhrifin –0,63 í jöfnu 1a). Samhengisáhrif félagsgerðareinkennis á frávikshegðun eru aftur á móti áhrif fjölskyldu- stöðugleika á frávikshegðun, þegar áhrifum einstaklingsmælingarinnar hefur verið stjórnað (t.d. –0,43 í jöfnu 1b). Samhengisáhrif eru mismunurinn á óstöðluðum áhrifastuðlum heildaráhrifa og einstaklingsáhrifa (Bryk og Raudenbush, 1992:121–123; þ.e. þegar einstaklingsmælingin er „grand- mean centered“). ÞAÐ ÞARF ÞoRP …
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.