Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.2003, Blaðsíða 9

Bjarmi - 01.04.2003, Blaðsíða 9
Hvaó er Guólaugur Gunnarsson Hinn sami andi veitir einum trú, öárum lækningagáfu og öárum kraft til aé framkvæma undur. 1. Kor. 12,9-10. Gué gefur söfnuéinum náóargjafir fyrir tilstilli heilags anda. Margar gjafir eru tald- ar upp ( 1. Kor. 12, 7-11 og v.28-30. Þar kemur fram aó þessar gjafir eru eölilegur hluti af heilbrigðu safnaðarlífi. Þar á lækn- ingagáfan einnig heima. Lækningagáfan Lækningagáfan ergefin til aó lina þjáning- ar og lækna mein og stuóla aó líkamlegu, andlegu og tilfinningalegu heilbrigði ein- staklinga. Lækningin á einnig að vera þeim, sem vitni veróa að henni, til tákns og staðfestingar á valdi Krists og efla trúna á hann og vera honum til dýröar. Einstaklingar í söfnuóinum sem hlotið hafa lækningagáfuna mióla yfirnáttúru- legri lækningu frá Guói til sjúkra, oftast með bæn og handayfirlagningu. Oft teng- ist lækningagáfan gjöfum trúar og krafta- verka. jesús gaf lærisveinum sínum vald til að lækna. Sá sem hlotið hefur lækninga- gáfuna gerir sér grein fyrir að það er Guó sem læknar fyrir anda sinn. Hvernig fer lækningaþjónusta fram? Góð umgjörð fyrir lækningaþjónustu er t.d. bænahópur í heimahúsi eða safnaðarsam- koma, en getur í raun verió hvar sem þörf er á. Gott er að byrja meó lofgjöró til Guós til að allir vióstaddir séu opnir fýrir anda hans. Einlæg lofgjörð eflir líka trú okkar. Lækn- ingaþjónustan ætti að vera samhlióa pré- dikun orðsins þar sem lögð er áhersla á Jesú, mátt hans, orð og verk. Lækning fylg- ir oft prédikun orðsins sem tákn til undir- strikunar á valdi Guós og staðfestingar á orðinu. (Post. 14,3.) lækningagáfa? Rétt er aó þessi þjónusta fari af og til fram á venjulegri samkomu safnaðarins svo allir geti fylgst meó og lært hvernig hún fer fram. Góðan tíma þarf til að fá af- slappað andrúmsloft og því hentugt aó þjónustan fari fram í lok samkomu þ.e. aóstandendur og aðrir geta verið áfram, en öðrum sé frjálst að vera eða fara. Sá sem þiggur fyrirbæn getur staðið, kropið við altari, eóa setið á stól úti í sal eða í hliðarherbergi ef meira næðis er þörf. Oft skapast nægilegt næói við að vera fremst eða aftast í sal þar sem aðrir samkomu- gestir sitja í kyrró eða lágværri lofgjörð. Mikilvægt er að sá eóa sú sem beóió er fyr- ir geti slakað á og viðkomandi sé hlíft við hvers konar vandræðakennd. Fyrirgefning og vilji til að fyrirgefa öðrum skiptir einnig miklu máli. (Jak. 5,14-16). Fyrirbiðjendur undirbúa sig meó því að biðja Guó aó hreinsa sig af allri synd og áhrifum hins illa og biðja anda Guós að fylla sig að nýju (Sálm 51,12) og sýna sér hvað hann vilji gera. Þeir gera sér grein fyrir aó þeir geta ekkert í eigin mætti. Tveir til þrír fýrirbiðjendur leggja hendur yfir hinn sjúka og biðja fyrir honum. Þeir bjóóa heilagan anda velkominn í Jesú nafni og fylgjast meó og hlusta eftir því sem andi Guós gerir og segir og taka eftir því hvenær heilagur andi kemur yfir þann sem beóið er fyrir. Aðstandendur geta staðió álengdar og tekió þátt með því að biðja. Sérstök einkenni Stundum fá þeir sem hafa þessa náóargjöf skýra hugsun sem lýsir ástandi hins veika, eða sjá sýn. Einnig getur verið um sterka vissu eóa hugmynd að ræða. Sumir eru minntir á ákveðin ritningarvers eða fá þekk- ingarorð sem lýsa ástandinu. Sumir finna fyrir hita eða þyngslum eóa eins og nála- dofa í hendinni og meðaumkun meó ein- staklingi og vita þá að þeir eiga að biója fyr- ir viðkomandi. Sumir finna engin slík ein- kenni. Þeir sem taka þátt í lækningaþjónustu finna oft fyrir andstöóu og árásum hins illa jafnt á undan, á meðan sem og eftir þjón- ustuna. Þetta birtist t.d. í þunglyndi, magn- leysi, efa, neikvæðum hugsunum eða öðr- um truflunum. Þeir sem beóió er fyrir upplifa stundum hita eða kulda, roóa á hörundi, hreyfingu á skinni eða undir því, finna smákippi í augn- lokum, geta jafnvel fundió eins og straum fara um sig og skolfió eóa titraó. Sumir fara að gráta en aðrir fýllast gleði. Mikill friður samhliða djúpum andardrætti er einnig algengur. Þessi einkenni eru þó eng- in óræk merki þess að lækning hafi átt sér stað. Það mun aðeins einstaklingurinn vita sjálfur og ætti alltaf að fá staðfestingu læknis á því. Hvers ber aó gæta? Þörf er á auðmýkt, þolinmæði og fúsleika til að taka nægan tíma. Oft gerist lækning- in ekki fýrr en eftir langan tíma eða síóar eða alls ekki. Það er mikilvægt að sýna þeim sem er sjúkur fulla virðingu og umhyggju á öllum sviðum. Sá sem þjónar þarf að hafa stjórn á tilfinningum sínum. Trú og jákvæð eftirvænting eru mikilvæg- ar í þessarri þjónustu. Trúin getur verið hjá einhverjum þeirra sem vióstaddir eru, fýrir- biðjanda, sjúklingi eða einhverjum sem er á staðnum og biður með. Verði ekki lækning er mjög varhugavert að segja við þann sem leitaói lækningar: „Þú læknastekki afþví aö þig skortir trú!“ Það getur valdió viókom- andi miklum andlegum erfióleikum. Við megum ekki falla í þá gryfju aó trúa á trú okkar eða setja traust okkar á trúna í staó Guós. Það er ekki sönn trú. Sönn trú er sterk vegna þess aó hún væntir einskis af sjálfri sér, en alls af Guói og honum er ekk- ert ómáttugt. 9

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.