Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.04.2003, Blaðsíða 24

Bjarmi - 01.04.2003, Blaðsíða 24
Starfsfólk Sunnudagaskóla KFUM á hátíóarstund 8. mars 1928. Knud Zimsen borgarstjóri og forstöóumaóur sunnudagaskólans í tæp 35 ár situr fyrir mióri mynd en næst honum eru þeir Sigurbjörn A. Gíslason og Bjarni Jónsson sem getió er um í greininni. Sigurbjörn Þorkelsson sem einnig er minnst á stendur lengst til vinstri. Ofsafengió upphaf Sjálfsagt hefurýmsum brugóió í brún þeg- ar þeir vöknuðu aó morgni sunnudagsins 8. mars 1903, daginn sem barnaguðsþjón- ustur KFUM áttu aó hefjast í nývígóum fundarsal félagsins. Um mikinn hluta landsins geisaói sannkallað ofsaveóur og í Reykjavík rak tvö skip á land í illviðrinu. Mátti furðu sæta að nokkrum skyldi detta í hug að hleypa börnum úr húsi umræddan sunnudag. Það fór þó svo, að 16 börn mættu á fyrstu barnaguðsþjónustuna í Melsteðshús og hafa það sjálfsagt verið stálpuð börn og ýmsu vön. A móti þeim tók heil herfýlking lærdómsmanna. Ber þar fýrst að nefna þá Knud Zimsen, sem stjórn- aói samverustundinni og hélt ræóu út frá Róm. 6:23, og séra Friðrik Friðriksson sem útskýrði guðspjallstexta dagsins. Stjórnar- mennirnir Jón Flelgason, Haraldur Níels- son og Stefán Eiríksson voru líka viðstadd- ir ásamt Jóhanni Þorkelssyni dómkirkju- presti og guðfræðingnum Bjarna Hjalte- sted. Þaó mátti því heita aó einn kenni- maóurværi um hver tvö börn. Kom það sér auðvitað afar vel þegar fylgja þurfti ung- viðinu heim að athöfn lokinni. Hvernig veðrið var umræddan sunnu- dagsmorgun má einnig aó nokkru ráða af frásögn séra Friðriks Friórikssonar af því sem geróist um þaó bil klukkustund eftirað barnaguðsþjónustunni lauk. Stóð séra Friórik þá ferðbúinn í vesturstofu Melsteós- húss ásamt þremur félögum sem ætluðu aó fylgja honum inn á Laugarnes þar sem hann átti að messa í þágu holdsveikra: Þá kom svo mikil vindkviða, að alt húsið nötraði og glerbrotum rigndi niður með húshliðinni, og svo kom gluggaramminn á eftir, sundurtættur. Jeg þaut upp á kvist og sá að gluggann hafði tekið út og var eins og húsið ætlaði að liðast í sundur. Jeg stóð við opinn gluggann, og þá varð mjer fýrst Ijóst, hvílíkt fárviðri var úti [...] Svo negldi ég fýr- ir gluggann, og síðan fórum við fjórir inn á spítala.iii „Algengustu barnaguósþjónustusióir" Þótt þunnskipaður væri bekkurinn í fýrstu barnaguósþjónustu KFUM vænkaðist hag- urstarfsins hratt næstu vikurnar. Að þrem- ur vikum liðnum mættu til að mynda 111 drengir og 140 stúlkur! Hafa þá sum börn- in eflaust þurft að standa eða deila sæti meó öórum. Stálpuð börn, allt upp undir fermingu, sóttu barnaguðsþjónustur fé- lagsins trúfastlega þetta vor og í byrjun júní var starfið endaó á skemmtigöngu til Kópavogs. Einnig var haldin sérstök hátíð fýrir fermingarbörnin í hópnum þar sem þau fengu guóspjöllin í nýrri bibh'uþýðingu að gjöf. Einn þeirra öðlinga sem lagði barnaguðs- þjónustum KFUM í Melsteðshúsi lið þegar fram í sótti var Bjarni Jónsson kennari og síóar meðhjálpari við Dómkirkjuna. Arió 1906 samdi hann aó beiðni Knud Zimsen dálítinn ritlingsem hann nefndi Barnaguós- þjónustur - Hvers vegna og hvernig þær skuli haldnar. Byggði hann umfjöllun sína að mestu leyti á danskri handbók fýrir leið- toga í sunnudagaskólum og barnaguðs- þjónustum en þar sem hann lýsir fram- kvæmd hefðbundinnar barnaguósþjónustu hefur hann án efa haft eigin reynslu úr Mel- steðshúsi til viómiðunar. Við gefum Bjarna orðið: Algengustu barnaguósþjónustusiðir eru á þessa leið: Forstöðumaðurinn kveður [sér] hljóðs með bjöllunni og þegar alt er orðið kyrt, þá segir hann: Svo byrjum vér þá þessa barna- guðsþjónustu vora í nafni föður, sonar og heilags anda með því að syngja sálminn nr. ... Þegar búió er aó syngja sálminn, flytur forstöðumaóurinn stutta bæn og síðan mælir hann trúarjátninguna af munni fram og öll börnin með honum. Að því búnu er sungið eitt vers („Gegn spilling heims þú vörn oss veit“, Bs). Þá er sunginn sálmur. Að því búnu er textinn lesinn upp og á eftir er sungið: messusvarið: Guði sé lof og dýrð o.s.frv. Því næst útskýrir forstöðumaður (eða einhver í hans stað) textann. Þá er enn sunginn sálmur. Síðan fer forstöðumaður aftur stuttlega yfir textann og skýringuna. Þá má og syngja sálm á eftir. Síðan er flutt bæn og Faðir vor og sunginn útgöngusálm- urinn („Þú guð vor og faðir meó gleði í lund“, Bs) eóa að eins síóasta versið af honum.iv Hvaó boðunina varðar mótaðist í upp- hafi sú hefð að tveir leiðtogar flyttu stutta hugvekju eða textaútskýringu út frá Guðs orði í hverri barnaguósþjónustu og voru danskar textaraðir lagðar til grundvallar því sem hugleitt var. Var ýmist lagt út frá pistl- um eða guóspjöllum Nýja testamentisins og að minnsta kosti einu sinni um vorið var börnunum skipt í flokka eftir aldri eins og hefó var fýrir í sunnudagaskólum. Virðist sá háttur hafa verið viðhafður áfram næstu misserin á meðan starfskraftar voru nægir og aðsóknin einna best en þegar frá leið var hefðbundið barnaguðsþjónustuform tekið upp að nýju. Söngurinn skipaði líka vegleg- an sess og fýrstu misserin annaðist Sigvaldi Kaldalóns oft undirleik en þegar fram liðu stundir aðstoðaði Steinn Sigurðsson, sem seinna kvæntist Kristínu systurséra Friðriks, einnig vió orgelleik í barnaguðsþjónustum og á fundum í KFUM. Ur barnaguósþjónustu yfir í sunnu- dagaskóla Sumarið 1906 missti KFUM í Reykjavík aó- stöðu sína í Melsteðshúsi en að sögn heimatrúboðans Sigurbjörns Á. Gíslasonar 24

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.