Heilbrigðismál - 01.09.1981, Blaðsíða 13

Heilbrigðismál - 01.09.1981, Blaðsíða 13
Lyfjaiðnaður getur orðið mikilvæg atvinnugrein hér á landi Grein eftir Guðmund Steinsson Stöðluð forskriftarlyf og skráð sérlyf skulu, samkvæmt lyfjalög- um, framleidd af þeim lyfjafyrir- tækjum sem hlotið hafa starfsleyfi. Til arsloka 1983 er þó heimilt að framleiða stöðluð forskriftarlyf í lyfjabúðum, að uppfylltum vissum skilyrðum. Nú hafa Lyfjaverslun ríkisins, Pharmaco hf., heildverslun Stefáns Thorarensen hf. og Reykjavíkurapótek fengið starfs- leyfi og öll hafa þessi fyrirtæki fengið skráð lyf á sérlyfjaskrá hér á landi. Lyfjaeftirlit ríkisins hefur eftirlit með fyrirtækjunum. Lyfjaverslun ríkisins hefur ný- lega lokið uppbyggingu endur- bættrar aðstöðu til lyfjaframleiðslu og er nú vel útbúin til framleiðslu stungu- og dreypilyfja auk annarra lyfjaforma. Pharmaco hf. stundar alhliða lyfjaframleiðslu, en framleiðir þó ekki dreypilyf. Pharmaco hf. varð fyrst íslenskra fyrirtækja til þess að fá skráð íslensk sérlyf. Fyrirtækið hefur nú framleiðsluleyfi til bráða- birgða en er að innrétta nýtt hús- næði fyrir lyfjaframleiðslu sína. Heildverslun Stefáns Thoraren- sen hf. ræður yfir nýrri aðstöðu til töfluframleiðslu og Reykjavíkur- apótek hefur endurbætt fram- leiðsluaðstöðu sína. Öryggisþáttur Innlendur lyfjaiðnaður er nauð- synlegur öryggisþáttur í heilbrigð- isþjónustu hverrar þjóðar. Því öfl- ugri sem þessi iðnaður er, þeim mun meira öryggi veitir hann. Þjóð sem getur ekki sjálf framleitt sín nauðsynlegustu lyf er illa á vegi stödd, ef náttúruhamfarir og hóp- slys ber að höndum eða samgöngur við önnur lönd bregðast. Lyfjaiðnaður er í eðli sínu þann- ig að hann gæti hentað mjög vel við islenskar aðstæður, ef rétt er á málum haldið. Hráefni til lyfjaiðn- aðar verður að flytja til landsins, en þau eru oftast tiltölulega ódýr miðað við fullunna vöru, eða að- eins um 30% af heildarkostnaði. Það er einmitt þessi mikla verð- mætaaukning sem gerir innlenda framleiðslu lyfja svo sjálfsagða að furðulegt er að hún skuli ekki nú þegar vera orðin álitleg atvinnu- grein hér á landi. Nágrannar okkar á Norðurlönd- um hafa fyllilega gert sér grein fyrir þessu og þar hafa risið upp stórar lyfjaverksmiðjur sem jafnframt því að selja lyf á innanlandsmarkað eru einnig stórir útflytjendur lyfja. Danir og Svíar framleiða og selja lyf fyrir meiri fjármuni en sam- svarar heildarneyslu landanna á lyfjum. Einkaleyfi Augljóst er að alltaf þarf að flytja talsvert magn af lyfjum til landsins, bæði vegna sérstöðu þeirra svo og vegna þess að ýmsir lyfjaframleið- endur öðlast einkaleyfi á fram- leiðslu þeirra lyfjaefna sem þeir hafa þróað í eigin rannsóknarstof- um. Hér á landi er ekki hægt að öðlast einkaleyfi á lyfjum, en hægt er að fá einkaleyfi til 15 ára á sér- stökum aðferðum til framleiðslu lyfjaefna, ef notaðar hafa verið áð- ur óþekktar aðferðir. Þeir sem geta framleitt þessi lyfjaefni með öðrum aðferðum selja oft efnin á frjálsum markaði. Einnig selja einkaleyfis- hafar lyfjaefna þau oft á frjálsum markaði. ísland nýtur hér nokk- urrar sérstöðu, þar sem lyfjamark- aður er ekki stærri en svo að mörg lyfjafyrirtæki hafa ekki hirt um að útvega sér einkaleyfi á lyfjaefnum hér á landi. Þróun lyfjaefna í lyfjaform er vinna sem lögð er fram af fram- leiðanda viðkomandi sérlyfs og verður hann að staðla framleiðslu sína og gera á henni nauðsynlegar rannsóknir, til þess að fullvissa sig um gæði hennar. Það er því engan veginn öruggt að upprunalega Fréttabrét um HEILBRIGÐISMÁL 3/1981 13

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.