Heilbrigðismál - 01.09.1981, Blaðsíða 17

Heilbrigðismál - 01.09.1981, Blaðsíða 17
vekja þau. Það tekur líka tíma að gefa barninu sykurvatn á nóttunni, og barnið vaknar vegna þess að það er svangt eða blautt nema hvort tveggja sé. Mörg börn hafa fasta reglu á máltíðum frá upphafi og hjá allflestum er regla komin á máltíðir nokkrum vikum frá fæðingu. Hvernig? Nýfætt barn er oftast vel vak- andi. Sogviðbrögð barnsins eru fullþroskuð og þegar móðirin fær barnið getur hún strax lagt það á brjóst. Þetta hefur góð áhrif á móðurina og örvar einnig mjólkur- myndunina. Þegar strokið er eftir kinn barns- ins í átt að eyranu opnar það munninn fyrir ósjálfráð viðbrögð. Þá er auðvelt að koma geirvörtunni fyrir í munni barnsins, ásamt tals- verðu af brúna svæðinu í kring. Snerting geirvörtunnar við varir eða góm barnsins hrindir af stað tæmingarviðbrögðum hjá móður- inni. Móðirin þarf að halda við brjóstið með vísifingri og löngu- töng svo að brjóstið loki ekki fyrir vit barnsins, og barnið sýgur betur þegar það finnur togað í á móti. Besta ráðið til að losa barnið frá brjóstinu er að stinga fingri í munnvik barnsins og kemst þá loft í munninn og vartan losnar auð- veldlega frá. Hve lengi? Barn sem þrífst vel af brjósta- rnjólk á ekki að neyta annarrar fæðu fyrstu þrjá mánuðina eða jafnvel lengur, nema eitthvað sér- stakt sé, en æskilegt er að börn séu á brjósti í 4 til 6 mánuði. Reikna má með að barn fái nægju sína ef það bleytir margar bleyjur, hefur eðli- legar hægðir og vaknar svangt á þriggja til fjögurra tíma fresti. Þyngdaraukning fyrstu mánuðina er um 500 til 700 g á mánuði. Ef barnið er óvært stafar það ekki alltaf af hungri, það getur verið blautt, því getur verið kalt eða það þarf að ropa. Oft er barnið í þörf fyrir félagsskap eða sogþörf þess hefur ekki verið fullnægt. Samband móður og barns Fyrstu vikuna eftir fæðingu er þörf barnsins fyrir að sjúga og nærast augljós. Þessum þörfum verður fullnægt við brjóstið eða við að sjúga pelann. En nýfætt barn hefur ekki síður þörf fyrir líkam- lega snertingu við aðra manneskju, láta halda á sér og rugga sér, láta tala við sig, gæla við sig og fá eftir- tekt. Á fyrstu vikum þróast náið samband við foreldrana, og grund- völlur er lagður að hæfileika barnsins til að mynda eðlilegt sam- band við aðra síðar á lífsleiðinni. Máltíðin er kjörið tækifæri til að veita nýfæddu barni þessa athygli. Þá er barnið vakandi og það gefur foreldrinu möguleika á að kynnast því og veita því þá umhyggju sem það á kröfu á. Þess vegna er mikil- vægt að máltíð pelabarna sé sem líkust brjóstamáltíðinni og barnið ekki látið liggja eitt með pelann. Þekking, vilji, hvíld og næði Talið er að nær 5% kvenna geti ekki haft börn á brjósti, vegna óþroskaðra mjólkurkirtla eða að þær geta ekki hugsað sér af ein- iiverjum orsökum að hafa börn á brjósti. Athugun, sem gerð var í Frakklandi fyrir stríð sýndi að um 38% nýfæddra barna fengu brjóstamjólk, en í síðari heims- styrjöldinni þegar skortur var á kúamjólk voru um 90% nýfæddra barna á brjósti. Vanþekking móður, ef hún hefur ekki fengið nægilega fræðslu fyrir fæðingu og fyrstu vikurnar eftir að barnið er fætt, getur verið mikið vandamál við brjóstagjöf. Hún er oft kjarklítil og finnur til van- máttarkenndar eftir fæðingu og þarf því á góðum og miklum stuðningi að halda frá öðrum. Oft vill þetta bregðast og of margir slæmir ráð- gjafar geta dregið allan kjark úr ungri móður, sem gefst upp við brjóstagjöfina löngu áður en mjólkurmyndunin er komin vel á veg. Fái móðirin hins vegar fræðslu um mikilvægi brjóstamjólkurinnar fyrir barnið, um starfsemi mjólk- urkirtlanna, um helstu vandamál fyrstu daga og vikur eftir fæðingu, um það hvernig og hvenær mjólkin myndast, um það hvernig á að leggja barn á brjóst og hvað sé besta ráðið til að auka eða minnka mjólkurmyndunina, eykur það sjálfstraust hennar og auðveldar brjóstagjöfina. Eftir að heim er komið er sjálfsagt fyrir foreldrana að leita til heilsuverndarstöðvar, ef á þarf að halda. Þar eru sérfróðir aðilar tilbúnir að leysa hvers konar vanda þeirra sem nýlega eru orðnir foreldrar. Heimildir: Amning. Arnold Busck, Kaupmannahöfn 1978. Tor Lindbcrg: Barnets normala uppfödning. Stud- entlitteratur, Lund, 1976. Guðmundur K. Jónmundsson: Matarœði ung- barna. Hjartavernd, 1. tbl. 16. árg. bls. 7—11 (maí 1979). Breastfeeding. WHO. Genf 1979. 777/ föröldrar om rökning. Socialstyrelsen, Stock- holm 1978. María Heiödal lijiikrunarfrœðingur er sérmenntuð i lieilsuverndarhjúkrun. Hún er deildarstjóri barnadeildar Heilsu- verndarstöðvarinnar i Reykjavik. Grein þessi er byggð á lengri grein um sama efni sem birtist i Hjúkrun, timariti Hjúkrunarfélags íslands, 1. tbl. 1981. Fréttabrét um HEILBRIGÐISMÁL 3/1981 17

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.