Heilbrigðismál - 01.03.1998, Blaðsíða 16

Heilbrigðismál - 01.03.1998, Blaðsíða 16
hins vegar ekkert kólesteról og þess vegna hafa jurtaolíur yfirleitt meiri áhrif til að lækka kólesteról í blóði en fiskfita. Ef fiskur er hins vegar borinn saman við kjöt sem bæði hefur að geyma kólesteról og mettaða fitu þá hefur fiskurinn tvímælalaust æskilegri áhrif á kólesteról í blóði. Þetta þýðir með öðrum orðum, að ef ætlunin er að lækka kólesteról í blóði kemur dagleg lýsisskeið að litlu gagni, en ef kjötmáltíðum er skipt út fyrir fisk, jafnvel feitan fisk, má gera ráð fyrir að kólesterólið lækki. Fiskfita og lýsi hafa hins vegar kröftugri áhrif á annan flokk fitu- efna í blóði, þ.e. þríglíseríð. Há þríglíseríð í blóði eru að vísu ekki sterkur áhættuþáttur fyrir hjarta- sjúkdóma á sama hátt og kólesteról, en skipta eigi að síður máli í því sambandi. Hvert gramm af om- ega-3 fitusýrum í daglegu fæði lækkar þríglíseríð í blóði um 5% en kólesteról um 2%. í barnaskeið af lýsi eru um það bil tvö grömm af omega-3 en í hundrað grömmum af ýsu er hálft gramm. íslendingar eru með tiltölulega lág þríglíseríð í blóði borið saman við aðrar þjóðir og kemur það ekki á óvart þar sem fiskneysla er hér meiri en víðast hvar í veröldinni. Áhrif fisks á hjartasjúkdóma tengjast fleiri þáttum en lækkaðri blóðfitu einni saman. Rannsóknir hafa til dæmis sýnt að blóðþrýst- ingur lækkar með mikilli neyslu fiskfitu. Tíu grömm af omega-3 fitusýrum á dag lækka efri mörk blóðþrýstings um 20% og neðri mörk um 10% að jafnaði. Slíkt magn þessara fitusýra er þó vand- fundið í venjulegu fæði og til sam- anburðar má nefna að með því að borða feitan fisk einu sinni til tvisv- ar í viku má búast við um 2% lækk- un á efri mörkum og 1% lækkun á þeim neðri. Áhrif fiskfitunnar eru því síður en svo stórfelld á hvern þátt sem hér hefur verið nefndur, mönnum hefur reiknast svo til að tvær fiskmáltíðir í viku myndu lækka dánartíðni af völdum hjarta- sjúkdóma um 10% vegna áhrifa á blóðfitu og blóðþrýsting eingöngu. Enn eru þá ótalin þau áhrif fisk- fitu sem einna mesta athygli hafa vakið, en fjöldi rannsókna hefur sýnt að neysla omega-3 fitusýra minnkar samloðun blóðflagna, lengir blæðingatíma og minnkar þar með líkur á blóðtappa og slagi. Það eru einmitt þessir eiginleikar fiskfitunnar sem oftast eru nefndir þegar hollustu fiskfitu ber á góma og þegar áhrif fiskneyslu á lífslíkur og blóðrásarsjúkdóma krefjast líf- fræðilegra útskýringa. Fiskur og heilsa Hingað til hefur fyrst og fremst verið fjallað um fiskfituna og hvaða áhrif hún hefur á líkamann. En hvað er vitað um sjálfan fiskinn og áhrif fiskáts á heilsu? Hugmyndir um hollustu fisks byggjast fyrst og fremst á langtíma- rannsóknum þar sem fylgst er með mataræði og heilsufari fjölda fólks um margra ára skeið. Slíkar rann- sóknir eru þó síður en svo á hverju strái enda eru þær bæði kostnaðar- samar og umfangsmiklar. Því hefur verið reynt að nálgast viðfangsefn- ið á einfaldari hátt, til dæmis með því að bera saman fiskneyslu ólíkra þjóða og kanna hvort þær þjóðir sem borða mestan fisk séu á ein- hvern hátt heilsuhraustari eða lang- lífari en þær sem borða lítið af sjáv- arfangi. Niðurstöður þess konar saman- burðar hafa þó yfirleitt verið á einn veg - lítil eða engin tengsl greinast milli fiskneyslu þjóða og heilsufars- þátta, hvort heldur er hjartasjúk- dóma eða annarra sjúkdóma. Þótt niðurstöðurnar valdi ef til vill von- brigðum eru þær í rauninni afar skiljanlegar - jafnvel þótt við trú- um því statt og stöðugt að fiskur- inn lengi lífið, þar sem svo margt annað en fiskneysla ber í milli þeg- ar verið er að bera saman ólíkar Nokkur efni í íslenskum fiski Miðað við hundrað grömm Fita, alls Mettaðar fitusýrur Omega-3 fitusýrur (grömm) (grömm) (grömrn) Fiskhakk 1 0,1 0,5 Lax (eldislax) 15 3 2 Lax (villtur lax) 10 1 3 Rækja 1 0,2 0,4 Silungur 12 2 2 Síld (maríneruð) 9 2 1 Ýsa 1 0,1 0,5 Þorskur 1 0,1 0,5 Járn Joð Selen (milligrömm) (míkrógrömm) (míkrógrömm) Fiskhakk 0,3 310 34 Lax (eldislax) 0,2 30 23 Lax (villtur lax) 0,2 36 23 Rækja 0,2 13 19 Silungur 0,2 25 31 Síld (maríneruð) 0,8 18 24 Ýsa 0,2 190 40 Þorskur 0,2 170 30 16 HEILBRIGÐISMAL 1/1998

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.