Heilbrigðismál - 01.03.1998, Blaðsíða 19

Heilbrigðismál - 01.03.1998, Blaðsíða 19
landi vorið 1997. Könnunin náði til ungl- inga í níunda og tíunda bekk grunnskóla. Lítum fyrst á dæmi um viðhorf þessara ungmenna til mikilvægis heilsunnar. Til samanburðar er tekið mikilvægi útlits, en það er eitt af þeim atriðum sem 13 til 16 ára unglingar telja skipta máli. í ljós kemur að tæplega 51% þeirra telja að að það skipti miklu máli að líta vel út og um 40% til við- bótar telja það skipta fremur miklu máli. Mun fleiri, eða tæplega 69% unglinganna, telja það skipta miklu máli að vera heilsu- hraustur og önnur 27% telja að það skipti fremur miklu máli. Þegar grannt er skoðað telja flestir það skipta miklu máli að vera heilsuhraustir. Sama má segja þegar litið er á önnur atriði. Fleiri segja að það skipti miklu máli að reykja ekki (62%) og borða hollan mat (53%) en líta vel út. Heilsan er númer eitt að mati íslenskra unglinga. Við þurfum því ekki að kvarta. Hafi markmið okkar verið að koma sjónarmiðum um mikilvægi góðrar heilsu á framfæri við ungt fólk þá höfum við náð góðum ár- angri. Því miður er þetta ekki svona einfalt. Við komum aftur og aftur að því, að viðhorf og atferli fer ekki endilega saman. Tökum eitt dæmi. Nær 54% unglinga í 10. bekk sem byrjuð eru að reykja daglega segjast vera á móti reykingum. Samt byrjuðu þau að reykja! Það er mun erfiðara fyrir unglinga að temja sér heilbrigðan lífsstíl heldur en við gerum okkur grein fyrir. Það skiptir miklu að hafa áhrif á viðhorf fólks, en það er enn brýnna að breyta atferli þess. Við getum ekki vænst þess að ná árangri í þessari baráttu með fræðslunni einni sam- an. Lítum á nokkur dæmi um það sem ungt fólk gerir. Stundum hefur verið sagt að streita, þreyta og skortur á nægri hvíld væri það heilsuvandamál sem þjáði fullorðið fólk hér á landi hvað mest. Það beinlínis brenn- ur út á besta aldri. Lítum aðeins á hvernig unglingar eru staddir hvað svefn varðar. Um helmingur unglinga segist mæta þreyttur í skólann fjórum sinnum í viku eða oftar. Ef við tökum einnig þá unglinga með sem mæta þreyttir í skólann þrisvar sinnum eða oftar bætast við um 20% stráka og 26% stúlkna. Þegar nánar er að gáð skýrast þessi svör að nokkru leyti af því Atferli unglinga er ekki endilega í beinu sam- ræmi við við- horf þeirra, eða það sem þau telja æskilegast og best. Margt sem þeir gera er ekki fyrirfram ákveðið, það bara gerist í stemningu augnabliksins. hvenær unglingarnir fara að sofa á kvöld- in. Við stöndum í reynd frammi fyrir því að helmingur íslenskra unglinga fer svo seint að sofa að þeir missa út draumasvefn- inn, sem er talinn svo mikilvægur. Mismunandi neysluvenjur Víkjum næst að matarvenjum unglinga. Eitt þeirra atriða sem nefnt hefur verið að skipti máli fyrir heilbrigt líf ungs fólks er hvort það borðar morgunmat reglulega. Um 56% borða morgunmat nánast á hverj- um degi, um 11-12% borða morgunmat fimm sinnum í viku en tæplega 22% ungl- inga í 10. bekk borða morgunmat tvisvar í viku eða sjaldnar. Það vekur athygli að ástandið er verra hjá stúlkum en drengjum. Þannig eru um það bil helmingi fleiri stúlk- ur en drengir sem borða nánast aldrei morgunverð. Þetta er ekki nægilega gott. Tökum annað dæmi varðandi mataræði. Því er gjarnan haldið fram að unglingar lifi á sjoppufæði en borði ekki nesti. Könnunin sýnir að nær 47% unglinga borða nánast aldrei nesti í skólanum. Tæplega 12% til viðbótar borða nesti í skólanum einu sinni til tvisvar í viku. Ástandið er öllu verra HEILBRIGÐISMÁL 1/1998 19

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.