Samtíðin - 01.10.1936, Blaðsíða 16

Samtíðin - 01.10.1936, Blaðsíða 16
14 SAMTÍÐIN gast kapteinn, sem líka er írlending- ur, og greiðir hann fúslega úr spurn- ingum tíðindamannsins. J. C. Prendergast er nú karl í krap- inu. Hann er tröll að vexti. Hendur hans eru tröllauknar og eftir hand- tak hans, sárverkjar þann, sem fyr- ir því hefir orðið, i miðhandarbein sin. Ekki er augnaráð hans áhrifa- minna. Það gefur í skyn, að hann gæti a. m. k. skimað í gegnum skáp- hurð i þjóðbankanum í New York eða hver veit hvað. Eitt er vist, að Prendergast skipar vel að sæti, sem honum hefir verið trúað fyrir að sitja i \un nál. 30 ára skeið. Frá hcrb. nr. 400 i aðallögreglu- stöð Chicagoborgar stjórnar Prend- ergast kapt. sinum ■ 4000 lögreglu- þjónum, sem skipt er niður á 14 und- irstöðvar þar i borginni. Allar þess- ar stöðvar standa á hverju augna- hliki i simasambandi við aðalstöð- ina um símastöðina á 12. hæð stöðv- arinnar. Simnefnið er: Lögregla 13 —13 (á ensku: Police 13—13). Úr talstöðvarherberginu i lögreglustöð- inni er stjórnað 200 vopnuðum lög- reglubílum, sem eru sifelt á ferðinni um horgina, og fá allar skipanir sín- ar þráðlaust þaðan. Það er fróðlegt að sitja inni i tal- stöð lögreglustöðvariimar, þó að ekki sé nema i tíu mínútur. Að þessu sinni vildi nú svo til, að enginn var myrtur, og enginn hill var kallaður til þess að heimsækja neitt glæpa- hreiður. En hins vegar var tilkvnt, að bófar, með marghleypur á lofti, væru að ræna, maður nokkur hefði gert tilraun til sjálfsmorðs, barn hefði týnst, sjálfsagt af mannavöld- um, hjón hefðu lent í áflogum, ekið hefði verið yfir liund, og ótal margt fleira. Alt var þetta tilkynt lögreglu- stöðinni, sem jafnskjótt sendi lög- reglubil á vettvang og hókfærði at- burðinn, hversu ómerkilegur, sem hann var í sjálfu sér. í lögreglustöðinni í Chicago eru 6 dómstólar, þar á meðal dómstóll fyr- ir æskulýðinn, og er hann því mið- ur önnum kafinn á hverjum degi- Einnig er hér fangelsi, sem fyllist altaf á iiverju laugardagskveldi. A 5. hæð eru herbergi með 600.000 myndum og 700.000 varðveittum fingraförum af meira eða minna háttar glæpamönnum. Hér er hver maður, sem komist hefir í verulegt kast við lögregluna, látinn skilja eft- ir fvrnefnt fangamark, en síðan eru sýnishorn af fingraförum frá öllum lögreglustöðvum Bandaríkjanna send til safnsins i Washington, sem á orðið um 5 miljónir hókfærð fingraför. Prendergast segist halda, að heim- urinn geri fullmikið úr glæpum Chi- cagoborgar. — Við viljum ekki láta hengja okkur fyrir meiri syndir en okkur ber, segir hann. Það er sagt, að Dillinger hafi verið ósvikinn Chi- cago-glæpamaður. En þvi er þar til að svara, að hann var alls ekki upp- runninn hér og gerði hér aldrei neitt fyrir sér, enda þótt svo vildi til, að hann væri slcotinn hér. Erlendis eru allir hófar Ameriku kendir við Chi- cago. en menn glevma þvi, að álfa vor er geysi-víðlend. En þeir, sem dæma Chicago hart i þessxun efn- um, verða lika að muna, að borgin er feikna stór, og að hún er mið-

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.