Samtíðin - 01.02.1944, Blaðsíða 15

Samtíðin - 01.02.1944, Blaðsíða 15
SAMTÍÐIN 11 í stað þeirra urðu nýjar lýðræðis- hugmj'ndir að veruleika, tengdar Þjóðabandalaginu. En slíkar hug- myndir fela eigi einungis í sér lýð- ræðisráðstafanir, sem er framfylgt heima f}TÍr, heldur einnig utanrík- ispólitík á lýðræðisgrundvelli. Fjöld- inn var eigi við slíku húinn. Stjórnmálamennirnir í Genf gerðu hvert glappaskotið á fælur öðru, „af því að þjóðirnar voru eigi þrosk- aðar“, eins og þeir komust að orði. Er við í dag tölum um endurreisn þýzkrar menntunar, get ég aðeins sagt þetta: Þjóðir, i livaða löndum sem er, verða að vera sjálfmennt- aðar. Styrjaldir og byltingar mennta þær. Þjóðirnar liafa alltaf menntað sig sjálfar. Þetta stríð mun inna af höndum sitt miskunnarlausa hlut- verk í þeim efnum." Hvert er álit yðar á Atlantshafs- yfirlýsingunni um sjálfsákvörðun- arrétt þjóðanna? Hvað á að gera, ef þjóð kýs sér nazistiska stjórn? „Mér hefur fundizt mjög skorta á hreinskilni manna á meðal síðustu 20 árin. Stagazt hefur verið á af- skiptalej'si, en allir skipta sér af öllu. Að stríðinu loknu verðum við að hafa hug til þess að hanna hvern þann fasistafélagsskap, sem getur ógnað frelsinu. Bandalag samein- aðra þjóða verður að hafa vald til þess að segja: „Meðal vor eru viss- ir stjórnarhættir bannaðir“.“ Masaryk sagði eitt sinn: „Óþolin- mæði er óheillavænleg í stjórnmál- um.“ Alit mitt á framtíðinni bygg- ist eigi á þvi, að ákveðin landamæri muni vera liin nauðsynlega undir- staða langæs friðar. B. Þ. þýddi. Nokkrar fyrirspurnir hafa Samtíðinni borizt vegna hinn- ar ahygliverðu forustugreinar á bls. 3 í 9. hefti s.l. ár um' guðslögmál dr. Frank B. Robinsons í Idaho. Vér viljum engan dóm leggja á kenn- ingu doktorsins að óreyndu, en birt- um frásögn vora um hana eingöngu í samræmi við þá meginreglu Sam- tíðarinnar að flytja lesendum síu- um jafnan frásagnir um það athygli- verðasta, sem vér sjáum í öllum þeim erlendu tímaritum, er vér höf- um aðgang að. I sambandi við fyrirspurnirnar getum vér upplýst eftirfarandi: Dr. Robinson ver árlega 35000 dollur- um einungis í burðargjald undir bréf, sem hann sendir frá sér til þess að útbreiða trúarskoðun sína og svara fyrirspurnum. Síðastliðið ár þurfti skrifstofa hans að senda frá sér bréf, svo að miljónum skipti. Þar vinna nú 87 manns. Dr. Robin- son er mjög mikils virtur í Idaho, og nýlega gaf hann fylkinu Ijóm- andi fagurt landsvæði, sem hann ætlast til, að gert verði að skemmti- garði (State Park). Þess má geta, að dr. Robinson leikur á kirkjuorgel af mikilli snilld, svo sem væri hann lærður organleikari. Hann er þó al- gerlega ólærður í þessari grein, en leikni sína þakkar liann krafii þeim, sem hann hefur öðlazt af sambandi sínu við guð, sbr. greinina hér í rit- inu, sem áður er getið. Upplag Samtíðarinnar hefur enn verið aukið. Útvegið henni nú marga nýja áskrifendur.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.