Samtíðin - 01.02.1944, Blaðsíða 35

Samtíðin - 01.02.1944, Blaðsíða 35
SAMTÍÐIN 31 ÞEIR VITRU ----SÖGÐU: I bókmenntafræði reikna mælinga- menn út hlutfall milli nafnorðatölu og sagnorðatclu í ritum höf- unda, í málfræðinni beita þeir vél- um sínum við yztu borð orðanna: hljóðin. í þessi vísindi vantar ekkert — nema sálina. Takmarkið virðist vera að gera mennina vélar eða véla- þjóna og láta með því móti alla standa jafnt að vígi, heimskingja og vit- menn. Ef mælingarnar næðu tak- marki sínu, mundu menn á endanum verða jafnblindir á sálarlíf sitt og ann- arra sem úr og almanök hafa gert þá blinda á stjörnugang og sólarfar. Þeir mundu þá ganga með manngildis- kvarða í vasanum og leggja hann á hvern nýjan kunningja. Og ættu þeir um tvær konur að velja, mundu þeir leggja þær inn á hagstofu, láta reikna þær út og meta til hundraða og bíða hlutlausir úrslitanna. — En líklega tekur heilbrigður mannskapur í taum- ana, áður en svo langt er komið. Þó er ekki þar með sagt, að mannkynið verði ekki áður farið að bíða tjón á sálu sinni af mælingafaraldrinum. — Sigurður Nordal. Æðsti dómari listarinnar er les- andi eða áheyrandi, og þegar öllu er á botninn hvolft, stendur hvert ein- stakt atriði í listaverki með því og fellur með því, hvernig honum geðj- ast að því.---Það hefur verið sagt um Hóraz gamla, að varla sé til það atvik, að ekki eigi við tilvitnun í hann. Njálssaga hefur orðið Islend- ingum sams konar vopnabúr. — Einar ól. Sveinsson. N/jar bækur Þúsund og ein nótt i þýðingu Steingrims Thorsteinssonar. 3. útgáfa. Þessi nýja útgáfa, sem er prýdd fjölmörgum myndum, verður í þrem bindum, og er hið fyrsta 615 bls. Verð ób. 60 kr. ib. 90 kr. og 112 kr. Charcot við Suðurpól, endursamin og ís- lenzkuð af Sig. Thorlacius, skólastj. Formáii eftir Thoru Friðriksson. Bók- in fjallar um fyrstu könnunarferð dr. Charcot til Suðurheimsskautsins 1903 —05. Allmargar myndir prýða bókina. 166 hls. Verð ób. 25 kr„ íh. 36 kr. fslenzk myndlist. í bókinni eru um 100 ljósmyndir af málverkum eftir 20 list- málara, grein um ísl. listmálara eftir Emil Tlioroddsen og grein um mynd- list 20. aldarinnar eftir Gunnlaug Sche- ving. 160 bls. Verð 81 kr. ib. Guðbjörg í Broddanesi: Gamlar glæður. Þættir úr daglegu lifi á Ströndum á síðari hluta 19. aldar. Helgi Hjörvar bjó til prentunar. 282 bls. Verð 54 kr. íb. Árbækur Espólíns, 1. deild. Formáli eftir Árna Pálsson, prófessor. Ljósprentað. 126 + 35 bls. Verð kr. 38.50 ób. Sigurd Elkjær: Jakob og Hagar. Józk ástasaga. Haraldur Leósson þýddi. 358 bls. Verð ób. 32 kr., íb. 40 kr. Jakob Bull: Vormaður Noregs. Æfisaga Hans Nielsen Hauge. Ástráður Sigur- steindórsson þýddi. 220 bls. Verð ób. 21.60. ib. 34.20. Lion Feuchtwanger: Töframaðurinn. Skáldsaga. Bragi Sigurjónsson þýddi. 344 bls. Verð ób. 32 kr., íb. 41.60. Höfum allar nýjar íslenzkar bækur. Hér er aðeins bæit að telja nokkurn hluta þeirra. en við höfum skrá yfir nær allar ísl. bækur, sem út komu á árinu 1943 og sendum hana þeim, er óska. BÓKABÚÐ MÁLS OG MENNINGAR. Laugavegi 19, Reykjavík. Sími 5055. Pósthólf 392.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.