Fréttablaðið - 26.01.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 26.01.2010, Blaðsíða 6
6 26. janúar 2010 ÞRIÐJUDAGUR SAMKEPPNISMÁL Samkeppniseftir- litið hefur rýmri heimildir en áður var talið til að grípa inn í samruna, og þar með meiri möguleika til að taka á samkeppnislegum vanda- málum sem tengjast eignarhaldi bankanna á fyrirtækjum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu Samkeppniseftirlitsins vegna úrskurðar áfrýjunarnefndar um samkeppnismál vegna samruna Vestia og Teymis, sem fjallað var um í Fréttablaðinu í gær. Þar stað- festir nefndin samrunann, en legg- ur fyrir Samkeppniseftirlitið að setja honum ákveðin skilyrði. Eft- irlitið mun í kjölfarið taka samrun- ann fyrir að nýju. Það er mat áfrýjunarnefndar- innar að Samkeppniseftirlitið hafi heimildir til að setja skilyrði um að fyrirtæki séu yfirtekin af bönkun- um, segir í tilkynningu Samkeppn- iseftirlitsins. Þau skilyrði geti til að mynda verið að fyrirtæki verði seld innan tiltekins tíma, og að sjálfstæði þeirra verði tryggt. Vestia er dótturfélag Lands- bankans, sem stofnað var til að fara með eignarhald þeirra fyr- irtækja sem bankinn þarf að taka yfir. Teymi á meðal annars síma- fyrirtækið Vodafone. Niðurstaða áfrýjunarnefndar- innar eyðir óvissu um samkeppn- islegt rekstrarumhverfi þeirra fyrirtækja sem Landsbankinn fer með í gegnum Vestia, segir í til- kynningu frá bankanum. Þar segir að kappsmál sé fyrir bankann að reynt verði eftir föngum að koma í veg fyrir nei- kvæð áhrif af eignarhaldi banka á íslenskt atvinnulíf við þær sér- stæðu kringumstæður sem nú ríki. Jafnframt verði að virða hagsmuni bankans af því að endurheimta lán til fyrirtækjanna. Síminn kærði þá ákvörðun Sam- keppniseftirlitsins að aðhafast ekki vegna samruna Vestia og Teymis til áfrýjunarnefndarinnar. Síminn krafðist þess að nefnd- in gripi til íhlutunar í samrunann, en til vara að ákvörðun Samkeppn- iseftirlitsins yrði felld úr gildi og lagt fyrir eftirlitið að taka málið upp aftur. Áfrýjunarnefndin hafn- aði aðalkröfunni, en féllst á vara- kröfuna. brjann@frettabladid.is Aukið svigrúm til að grípa inn í samruna Samkeppniseftirlitið taldi sig ekki hafa heimildir til að setja skilyrði þegar bankar taka yfir fyrirtæki. Niðurstaða áfrýjunarnefndar er á aðra leið. Lands- bankinn segir niðurstöðuna eyða óvissu um rekstarumhverfi slíkra fyrirtækja. KÆRA Samkeppniseftirlitið taldi ekki ástæðu til að aðhafast vegna samruna Teymis og Vestia á síðasta ári. Síminn kærði þá niðurstöðu til Áfrýjunarnefndar um sam- keppnismál, sem úrskurðaði að Samkeppniseftirlitið skuli setja skilyrði fyrir samrun- anum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Niðurstaða áfrýjunar- nefndar um samkeppn- ismál vegna samruna Teymis og Vestia setur skýr fordæmi um hvernig samkeppnisyfirvöld eiga að taka á eignarhaldi bankanna á fyrirtækjum á samkeppnismarkaði, segir Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Símans. „Úrskurðurinn mun nýtast öllum sem eru í sambæri- legri stöðu og Síminn, eru að keppa við fyrirtæki sem eru komin undir væng bankanna,“ segir Sævar. Hann segist eiga von á því að Samkeppniseftir- litið setji formleg skilyrði fyrir þessum samruna, og öðrum svipuðum sem á eftir komi. Slík skilyrði geti meðal annars tengst arðsemis- kröfu og upplýsingagjöf, sem geti komið í veg fyrir undirboð. Þá sé mikil- vægt að bankinn hygli ekki fyrirtækjum í sinni eigu með viðskiptum, og stjórn fyrirtækisins sé sjálfstæð og ekki skipuð starfs- mönnum bankans. VILL SKILYRÐI UM ARÐSEMI OG GEGNSÆI SÆVAR FREYR ÞRÁINSSON SAMKEPPNISMÁL Meiri aðgreining milli bankanna og fyrirtækja sem þeir þurfa að taka yfir eykur líkurnar á því að bankarnir setji fyrirtækin í þrot eða stutt söluferli í stað þess að taka þau yfir, segir Ásmundur Stefánsson, bankastjóri Landsbankans. Hvort tveggja sé ógnun við samkeppni. Hann segir of snemmt að segja til um áhrif úrskurðar áfrýjunarnefndar sam- keppnismála. Nefndin fól Samkeppnis- eftirlitinu að fjalla á ný um samruna Teymis og Vestia, dótturfélags bankans. Ásmundur segir að finna verði ásætt- anlega aðferðafræði fyrir banka sem þurfi að taka fyrirtæki yfir. Það sé mikilvægt fyrir alla viðskiptabankana. Til dæmis hafi ítrek- að komið upp að fyrirtæki í samkeppni við félag sem bankinn hefur þurft að taka yfir sé einnig í viðskiptum við Lands- bankann. Ekki er ágreiningur milli samkeppn- isyfirvalda og Landsbankans um mark- miðin, segir Ásmundur. Samstaða verði að vera um aðferðirnar. Allir séu að læra hvernig best sé að fara með þessi erfiðu mál við þær óvenjulegu aðstæður sem nú séu uppi. Ekki er ljóst hvort hugmyndir um að skilyrða samruna við sölu yfirtekins fyrirtækis innan ákveðins tíma eru góðar eða slæmar, segir Ásgrímur. Aðstæð- ur séu þannig að erfitt sé að selja fyrirtæki, og of þröngur tímarammi geti því verið skaðlegur. - bj Meiri aðgreining eykur líkur á að fyrirtæki verði sett í þrot, segir bankastjóri: Þurfum að leita jafnvægis ÁSMUNDUR STEFÁNSSON Líflegt og fjölbreytt nám fyrir þá sem vilja tileinka sér sérþekkingu á sölu- og markaðsmálum, stofna eigið fyrirtæki eða styrkja sig í starfi. Námið er sér- staklega fjölbreytt eins og sést hér að neðan: NÝI TÖLVU- OG VIÐSKIPTASKÓLINN – VIÐURKENNDUR EINKASKÓLI Á FRAMHALDSSKÓLASTIGI Það vantar alltaf góða sölumenn! Helstu námsgreinar: Sölu- og markaðsnám 264 stundir - Verð: 229.000.- Einingar til stúdentprófs: 10 æstu námskeið: rgunnámskeið byrjar 8. feb. Kvöld- og helgarnámskeið byrjar 9. feb. Upplýsingar og skráning: 544 4500 / www.ntv.is SAGNFRÆÐI Eftirstandandi leyniskjöl banda- rískra stjórnvalda um Halldór Laxness eru nú komin í vörslu bandaríska utanríkisráðuneytis- ins. Þessi svör hefur Laxness-fræðimaðurinn Chay Lemoine eftir bandarísku alríkislögregl- unni, FBI, en hann hefur um árabil reynt að kría út skjölin frá henni og CIA. Hann reyndi það nýverið hjá ráðuneyti Hillary Clinton utanríkis- ráðherra. „Þá hringdi afar kurteis kona úr ráðuneytinu í mig og vildi allt fyrir mig gera. En hún sagð- ist ekki geta sent mér skjölin,“ segir Lemoine. Hann hafi spurt konuna hverju þetta sætti og hún hafi að lokum gefið upp að verið væri að „vernda nafn“. Lemoine telur það benda til að upplýsingarn- ar séu viðkvæmar að þær eru geymdar í utan- ríkisráðuneytinu. Í blaðinu hefur komið fram að umrædd skjöl séu sögð ógna þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Lemoine telur að skjölin sýni afskipti Bandaríkjanna af innanríkismálum Íslands, og vera frá árunum 1946 til 1948. „Ég hef ekki fleiri úrræði og held að það eina sem hægt er að gera sé að íslensk stjórnvöld biðji sjálf um skjölin, fyrir sig. En ég veit ekki hvort þau vilja það. Það er sagt að þetta sé við- kvæmt fyrir Bandaríkin, en ég held að þetta sé miklu viðkvæmara fyrir Ísland. Vilja Íslending- ar vita, og hefja umræðu um, hver hafi ef til vill verið landráðamaður og starfað með Bandaríkj- unum gegn Íslendingum?“ spyr Lemoine. Árið 2008 bað íslenska utanríkisráðuneyt- ið um að fjölskylda Laxness fengi að sjá skjöl tengd höfundinum. Þrettán lítilfjörleg skjöl bár- ust en ekki hin frægu leyniskjöl. - kóþ Bandarískur fræðimaður fékk að vita að bandarísk stjórnvöld eru að vernda nafn einstaklings: Laxness-skjölin í ráðuneyti Hillary Clinton CHAY LEMOINE Fræðimaðurinn bandaríski hefur lengi barist fyrir því að skjöl stjórnvalda sinna um Halldór Laxness verði opinberuð. Hann hefur meðal annars beðið þáverandi þingmanninn Barack Obama um aðstoð. Eru prófkjör heppileg leið til að velja á framboðslista? Já 43% Nei 57% SPURNING DAGSINS Í DAG: Ætti ríkisstjórnin að skipta sér meira af rekstri bankanna? Segðu skoðun þína á Vísi.is KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.