Fréttablaðið - 26.01.2010, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 26.01.2010, Blaðsíða 27
ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 2010 7hestavörur ● fréttablaðið ● Um árin hafa fjölmargir hestar komið fram í skáldsögum, leikrit- um og kvikmyndum, sumir sem eins konar aðalpersónur og aðrir í veiga- minni hlutverkum, og þá ýmist sem skáldaðar persónur eða byggðar á sannsögulegum atburðum. Einn þeirra er Litli kall, eða Lilla gubben, hestur grallaraspóans Línu Langsokks, einnar vinsælustu sögu- hetju Astridar Lindgren. Raunar má deila um hvort líta eigi á þá nafngift sem sérnafn hestsins, en á Vísinda- vefnum er að finna þær upplýsing- ar að í mynd sem heitir á sænsku Pippi på rymmen, sem mætti út- leggja á íslensku sem Lína strýk- ur að heiman, kallar Lína eitt sinn á hestinn sinn með orðunum „Kom hit Lilla gubben“, eða komdu hing- að Litli kall. Nýlegra dæmi um hest sem hefur ratað á hvíta tjaldið er Seabiscuit, einn frægasti hestur sögunnar, sem var í forgrunni í samnefndri mynd frá árinu 2003 sem skartaði meðal annarra leikurunum Tobey Mag- uire og Jeff Bridges. Seabiscuit var hreinræktaður keppnishestur sem virtist ekki búa yfir miklum hæfi- leikum en tók við sér þegar óhefð- bundnum þjálfunaraðferðum var beitt á hann. Að lokum varð hann sá hestur sem mest hefur gefið af sér í sögu kappreiða í Bandaríkjun- um. Þegar hann hætti keppni komu yfir fimm þúsund manns á búgarð- inn þar sem hann bjó til að hitta hann. Þá eru ónefndir hestar á borð við Silver, vin Lone Ranger, Fagra- blakk og Herra Ed. Hestum hefur einnig brugðið fyrir í íslenskum kvikmyndum eins og Magnúsi, Kú- rekum norðursins, Óðali feðranna og Englum alheimsins. - kg Frægir fákar „Viðbæturnar eru aðallega úr Þing- eyjarsýslum, Árnessýslu, Rangár- vallasýslu og síðan Dölum,“ segir Jónas Kristjánsson, fyrrverandi rit- stjóri, sem hefur nýlega gert endur- bætur á reiðslóðabanka sem hann heldur úti á heimasíðu sinni www. jonas.is. Í vefbankanum eru tilgreind- ar 800 reið slóðir og er hann því sá stærsti á landinu. Slóðirnar skipt- ast niður í 130 reiðferla, leiðir sem hafa verið teknar út frá gps-gervi- hnattamiðum og eru nokkuð áreið- anlegar að sögn Jónasar. Síðan eru 670 reiðleiðir mældar út frá nýleg- um útivistarkortum, sem ferðamála- fulltrúar í fyrrnefndum sýslum hafa meðal annars látið útbúa og herfor- ingjakortunum gömlu, sem Jónas segir í sumum tilfellum ónákvæm sökum aldurs kortanna. „Þótt reiðleiðirnar sem byggja á gömlu kortunum séu ekki allar ná- kvæmar þá hafa kortin sjálf ákveð- ið lagalegt gildi,“ bendir Jónas hins vegar á. „Þau sýna reiðleiðir fólks áður en bílvegir komu til sögunn- ar og eru af þeim sökum verndaðar samkvæmt lögum. Menn hafa þar af leiðandi rétt til að ferðast eftir leið- unum jafnvel þótt þær liggi yfir einkaland. Ferðarétturinn er nefni- lega æðri einkaréttinum á Íslandi.“ Mikil vinna liggur að baki gerð bankans, þar sem margir hafa lagt hönd á plóg og á Jónas sjálfur heið- urinn að stórum hluta upplýsing- anna. „Þetta hefur nú verið hobbí hjá mér árum saman. Við hjónin höfum ferðast mikið á sumrin og söfnum þá upplýsingum um leið- ir sem ég hef svo sett inn í kerfið á veturna.“ Aðgangur að vefbankanum er ókeypis og tiltölulega auðvelt að sækja reiðslóðirnar á síðu Jónasar, www.jonas.is. „Menn ná bara í slóð- irnar undir lyklinum Reiðleiðir og hlaða þeim annaðhvort inn á kort í GPS-tækjunum sínum eða tölvun- um,“ segir Jónas. - rve Endurbættur banki FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Jónas bendir á að líta eigi á reiðslóðirnar sem hjálpartæki. Ofar öðru verði menn að treysta á heilbrigða skynsemi í lengri hestaferðum. Úr kvikmyndinni Seabiscuit (2003). Króm og stál - alhliða innréttingasmíði Hvaleyrarbraut 2 • 220 Hafnarfjörður • Sími 565 2546 • Krom@kromogstal.is ehf.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.