Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.01.2010, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 29.01.2010, Qupperneq 38
4 • Útidúr byrjaði sem þriggja manna hljómsveit í febrúar í fyrra. Síðan þá hefur hún fjölgað sér eins og kanínufjölskylda – þó að það þekkist reyndar ekki í náttúrunni að þrjár kanínur fjölgi sér saman. Í dag skipa hljómsveitina tólf manns, háskóla- og tónlistarnemar og fólk á almennum vinnumarkaði; Gunnar Örn Egilsson syngur og spilar á gítar, Gunnar Gunnsteinsson spilar á kontrabassa, Helga Jónsdóttir, Sigrún Inga Gunn- arsdóttir og Mæja Jóhannsdóttir spila á fiðlur, Kristinn Roach Gunn- arsson leikur á píanó, Lárus Guðjóns- son trommar, Rakel Mjöll Leifsdóttir syngur, Ragnhildur Gunnarsdóttir blæs í trompet, Salka Sól Eyfeld og Þorbjörg Roach Gunnarsdóttir spila á harmonikkur og fleira og Úlfur A. Einarsson spilar á gítar. Undirritaður skilur ef lesendur vilja standa upp og sækja sér ískaldan svaladrykk eftir þessa mögnuðu lesningu. Fjórir meðlimir Útidúrs mættu í koníaksstofu Popps í Skaftahlíð á furðulega hlýjum janúardegi. Til að gæta jafnréttis voru kynjahlutföll- in hnífjöfn: Salka, Rakel, Kiddi og Gunnar. Kiddi var þreyttastur, byrj- aði viðtalið á þreföldum espresso og Gunnar mætti of seint. Þeir höfðu verið að til klukkan fimm um morguninn að taka upp tvö lög, en annað ætti að byrja að óma á öldum ljósvakans innan fárra vikna. Það lá beinast við að byrja á byrjuninni … Af hverju eru þið svona mörg? Rakel: „Af því að það hljómar svo miklu betur.“ Kiddi: „ … og það er miklu skemmti- legra.“ Rakel: „Eins og á hljómsveitaræf- ingum, þar sem við erum kannski bara sex – þá er þetta bara flatt.“ Salka: „Ef allir mæta þá erum við eins og sinfóníuhljómsveit þar sem allir þurfa að stilla sig og svona.“ Plata fyrir Airwaves Útidúr ætlar að taka upp plötu í sumar og stefnan er að gefa hana út fyrir Iceland Airwaves-hátíðina. Það er stefnan, takið eftir. Meðlimir hljómsveitarinnar eru ekki alveg vissir um hversu yfirlýsingaglaðir þeir mega vera, en eftir hlátur- blandnar rökræður hefur Kiddi upp raust sína. Kiddi: „Við stefnum á að taka plötuna upp í sumar, en svo kemur bara í ljós hvenær hún kemur út. Við stefnum á að gefa út plötu á árinu.“ Rakel: „Já … jei! (hlær)“ Það er tilkomumikil sjón að sjá Útidúr á sviði, enda ungt og fal- legt fólk með mörg skemmtileg hljóðfæri. Áhrifin sækja þau víða og ska, sígaunatónlist, reggí og djass eru á meðal tónlistarstefna sem þau nefna þegar blaðamaður krefst svara. Kiddi: „Í rauninni er hægt að lýsa Hljómsveitin Útidúr er ekki búin að vera til lengi, en hún er stór miðað við aldur. Tólf manns skipa hljómsveit- ina sem er eins og lítið lýðræðissamfélag. Útidúr tók á dögunum þátt í hljómsveitakeppninni Global Battle of the Bands, komst í úrslit og hafnaði í þriðja sæti. 12 MANNA S FJÖLMENNI Á ÆFINGU Þótt ótrúlegt megi virðast þá vantar nokkra meðlimi hljómsveitarinnar á þessa mynd. Fjöldinn er samt eins og í fermingarveislu. ALLT UM EM 2010 Í HANDBOLTA Á » VEF TV EM 2010 Í SAMSTARFI VIÐ ICELANDAIR » SÉRFRÆÐINGAR SPÁ Í SPILIN » HANDBOLTABLOGG » BEINAR LÝSINGAR FRÁ LEIKJUM ÍSLANDS » GETRAUNALEIKUR BETSSON OG VÍSIR.IS ...ég sá það á visir.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.