Fréttablaðið - 08.04.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 08.04.2010, Blaðsíða 2
2 8. apríl 2010 FIMMTUDAGUR ÞJÓFNAÐUR „Hann sagði að hann vildi ekki drepa neinn en yrði að fá róandi lyf og mundi sætta sig við tvær töflur,” segir Sigurður Viðar Viggósson sem vaknaði snemma í gærmorgun við að ungur fíkill, vopnaður hnífi, var kominn inn í herbergið hans í leit að lyfjum. Sigurður Viðar var í heimsókn hjá 84 ára gömlum föður sínum í fjölbýlishúsi aldraðra í Gullsmára í Kópavogi. „Ég hélt fyrst að við hefðum gleymt að læsa íbúðinni,“ segir Sigurður Viðar. Í raun hafði þjóf- urinn klifrað upp á svalir á þriðju hæð og komist inn um kviklæst- ar svaladyrnar. Hann náði sér í kjöthníf í eldhúsinu og rótaði í hirslum í íbúðinni. „Hann var að leita að lyfjum og kom inn í herbergið. Ég vakn- aði, skildi ekkert hver þetta var og spurði hvað hann væri að gera. Hann sagðist vera með hníf en vildi ekki drepa neinn,“ segir Sigurður Viðar. Sigurður Viðar sagði mannin- um að koma sér út. Innbrotsþjóf- urinn hefði neitað að fara nema hann fengi tvær töflur og síðan hefði hann sagt: „Ég veit að þetta er blokk fyrir eldri borgara og þeir eru allir með lyf.“ Sigurður Viðar brást við með því að vefja úlpunni sinni utan um handlegginn og ráðast til atlögu. „Ég réðst á hann og tók af honum hnífinn.“ Hann segir að maðurinn hafi ekki sýnt mikla mótspyrnu heldur forðað sér. „Ég varð mest hissa þegar hann fór svo út á svalir og lét sig hverfa einhvern veginn niður þrjár hæðir. Hann sagði þegar hann fór yfir handriðið að ef ég hringdi í lög- regluna mundi hann koma aftur og stela öllu því hann vissi hvar ég byggi,“ segir Sigurður Viðar, sem hringdi í lögregluna engu að síður. Hún kom á þremur bílum og fann manninn í grenndinni skömmu síðar. Sigurður Viðar býr í Noregi en kom til landsins í heimsókn til föður síns og fjölskyldu í fyrradag. „Ég er feginn að hafa verið til stað- ar hjá pabba þegar þetta gerðist,“ segir Sigurður Viðar en faðirinn svaf svefni hinna réttlátu meðan sonurinn glímdi við þjófinn. peturg@frettabladid.is Sveiflaði kjöthnífi og heimtaði róandi lyf Innbrotsþjófur í Kópavogi veifaði hníf og heimtaði lyf. „Þetta er blokk fyrir eldri borgara og þeir eru allir með lyf,“ sagði þjófurinn, sem kom inn um svalir á þriðju hæð og lét sig hverfa sömu leið. Hann var handtekinn skammt frá húsinu. VAKNAÐI VIÐ INNBROTSÞJÓF Sigurður Viðar Viggósson afvopnaði fíkil sem braust inn á heimili föður hans, Viggós M. Sigurðssonar, til að leita að róandi lyfjum. Hér sjást þeir feðgar fegnir því að ekki fór verr. Á innfelldu myndinni má sjá hvaða leið þjófurinn fór, klifraði upp á þriðju hæð. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Á ÞINGVÖLLUM Bæta á þjónustuna í friðlandinu. MENNING Líklegt er að Þingvalla- nefnd efni á þessu ári til hug- myndasamkeppni um uppbygg- ingu í þjóðgarðinum. Rætt er um að gefa allri þjóðinni tillögurétt í samkeppninni þar sem friðlandið í heild sinni yrði viðfangsefnið. Nefndin hefur í vetur skoðað ýmsar þær tillögur sem þegar hafa borist í kjölfar bruna Hótels Valhallar, meðal annars um sögu- setur í stíl Landnámsseturins í Borgarnesi, og byggingu torfhúss í Skógarhólum þar sem yrði öll þjónusta auk gistiaðstöðu. Um þessar mundir eru að hefj- ast framkvæmdir við stórbætta hreinlætisaðstöðu á Hakinu og unnið hefur verið að því að lagfæra lóð Þingvallakirkju. - gar Uppbygging á Þingvöllum: Þjóðin geti sent inn hugmyndir ALÞINGI Sóknaráætlun stjórnvalda, 20/20, kostar 45 milljónir króna á þessu ári og síðasta. Þetta kemur fram í svari forsætisráðherra við fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur, Framsóknarflokki. Fram kemur að verkefnið fékk 20 milljónir króna af sameigin- legu ráðstöfunarfé ríkisstjórnar- innar á síðasta ári og 25 milljónir á fjárlögum þessa árs. Á síðasta ári voru tæpar 15 milljónir nýttar en áætlað er að kostnaður þessa árs nemi 30 milljónum. - bþs Sóknaráætlunin 20/20: Kostnaður nem- ur 45 milljónum ALÞINGI Breyta á lögum um emb- ætti sérstaks saksóknara, sam- kvæmt frumvarpi dómsmála- og mannréttindaráðherra. Markmið- ið er að skilgreina verksvið sak- sóknarans með skýrari hætti en nú er. Sérstaklega verður kveðið á um að embættinu beri að rannsaka grun um refsiverða háttsemi hlut- hafa í fjármálafyrirtækjum, auk stjórnenda, ráðgjafa og starfs- manna. Í gildandi lögum segir að sér- stakur saksóknari eigi að rann- saka grun um refsiverða hátt- semi í aðdraganda, tengslum við og í kjölfar atburða er leiddi til setningar neyðarlaganna. Í frumvarpinu segir að emb- ættið skuli rannsaka grun um refsiverða háttsemi sem tengst hefur starfsemi fjármálafyrir- tækja og þeirra sem átt hafa hluti í þeim fyrirtækjum eða farið með atkvæðisrétt í þeim. Sömuleið- is grun um refsiverða háttsemi stjórnenda, ráðgjafa og starfs- manna fjármálafyrirtækja og þeirra annarra sem komið hafa að starfsemi fyrirtækjanna. Embætt- ið skuli eftir atvinu fylgja rann- sókn eftir með saksókn. - bþs Verksvið embættis sérstaks saksóknara skilgreint með skýrari hætti: Eigendurnir tilgreindir sérstaklega Sett skal á stofn embætti sérstaks saksóknara til að rannsaka grun um refsiverða háttsemi í aðdraganda, tengslum við og kjölfar atburða er leiddu til setningar laga um heimild til fjárveitingar úr ríkissjóði vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði o.fl., nr. 125/2008, og þess ástands sem þá skapaðist á fjármálamarkaði, hvort sem það tengist starfsemi fjármála- fyrirtækja, annarra lögaðila eða einstaklinga, og eftir atvikum fylgja rannsókn eftir með saksókn. Embætti sérstaks saksóknara skal rannsaka grun um refsiverða háttsemi sem tengst hefur starfsemi fjármálafyrirtækja og þeirra sem átt hafa hluti í þeim fyrirtækjum eða farið með atkvæðisrétt í þeim, sömuleiðis grun um refsiverða háttsemi stjórnenda, ráðgjafa og starfsmanna fjármálafyrirtækja og þeirra annarra sem komið hafa að starfsemi fyrirtækjanna. Embættið skal eftir atvikum fylgja rannsókn eftir með saksókn. Orðalag gildandi laga og breytingin KIRGISISTAN, AP Forseti Kirgisist- ans var í gær sagður hafa farið í felur eftir að til harðra átaka kom milli lögreglu og mótmælenda í höfuðborginni Biskek. Leiðtogar stjórnarandstöðunnar sögðust hafa myndað bráðabirgðastjórn. Þúsundir mótmælenda höfðu slegist við lögregluna og náðu meðal annars höfuðstöðvum leyni- þjónustunnar og ríkissjónvarpinu á sitt vald. Lögreglan greip til skotvopna og varð tugum mótmælenda að bana, auk þess sem hundruð særðust. Langvarandi spilling og snar- hækkandi rafmagns- og hita- reikningar virðast vera kveikjan að atburðum gærdagsins. Kurmanbek Bakiyev forseti komst til valda í túlípanabylting- unni svonefndu árið 2005. Síðan hefur honum tekist að koma á tölu- verðum stöðugleika í landinu, en sá stöðugleiki hefur orðið á kostn- að lýðræðis. Um leið hefur honum tekist að auðga sjálfan sig og fjöl- skyldu sína svo um munar. Undanfarin tvö ár hefur stjórn- in ráðist til atlögu gegn frjálsum fjölmiðlum. Stjórnarandstæðing- ar segjast auk þess reglulega hafa orðið fyrir aðkasti, en margir helstu leiðtogar stjórnarandstöð- unnar voru áður stuðningsmenn Bakiyevs. - gb Upplausn í Kirgisistan eftir harðvítug mótmæli í höfuðborginni: Forsetinn hrakinn frá völdum BLÓÐUG ÁTÖK Í HÖFUÐBORGINNI Lögreglumenn verjast árásum mótmæl- enda. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ALÞINGI Þingmenn fjögurra flokka hafa lagt fram frumvarp sem felur í sér að þingmál lifi kjörtímabil- ið á enda. Eins og nú háttar til fellur mál niður við lok hvers lög- gjafarþings, hafi það ekki hlotið afgreiðslu. Þingmaður getur þá kosið að endurflytja það á næsta þingi. Breytingin felur í sér að mál verði sjálfkrafa tekin upp á ný, dragi þingmaðurinn það ekki til baka. Mál falli hins vegar niður við lok kjörtímabils. Þór Saari, Hreyfingunni, er fyrsti flutningsmaður. - bþs Vilja breytingu á þingsköpum: Þingmál lifi út kjörtímabilið Runólfur, er ríkið alveg úti að aka? „Já, og virðist fara villu vega.“ Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, gagnrýn- ir hugmyndir um vegtolla. Vegir eru hluti af samneyslunni, að hans mati. Fólkið sem fannst látið að Fjallabaki á þriðjudag hét Friðgeir Fjalar Víðisson og Kristín R. Steingrímsdóttir. Friðgeir var 54 ára og Kristín 43 ára. Þau voru bæði búsett í Reykjavík. Fundust látin að Fjallabaki LÖGREGLUMÁL Eldur kviknaði í tveimur bifreiðum í porti að Trönu- hrauni 5 í Hafnarfirði. Talið er að kveikt hafi verið í bílunum, en málið er í rannsókn hjá lögreglu. Bílarnir stóðu andspænis hvor öðrum í portinu og voru nokkrir metrar á milli. Báðir voru bílarnir númerslausir, en lögregla segist ekki geta metið tjónið. Slökkvilið var kallað út klukkan rúmlega átta í gærkvöldi og réði fljótt niðurlögum eldanna. Ekk- ert annað tjón varð í portinu af völdum eldsins. Að sögn lögreglu hafa íkveikjur í bílum ekki verið áberandi í Hafnarfirði undanfarið. - gb Grunur um íkveikju: Eldur logaði í tveimur bílum SLÖKKT Í BIFREIÐ Vel gekk að ráða niðurlögum eldsins. MYND/ARNBJÖRN SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.