Fréttablaðið - 29.05.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 29.05.2010, Blaðsíða 6
6 29. maí 2010 LAUGARDAGUR KÖNNUN Talsvert fleiri segjast nú vilja að Hanna Birna Kristjáns- dóttir, borgarstjóri og oddviti Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík, verði borgarstjóri en fyrir viku, sam- kvæmt nýrri könnun Fréttablaðs- ins og Stöðvar 2. Alls vilja 39,8 prósent þeirra sem afstöðu tóku í könnuninni, sem gerð var síðastliðinn fimmtu- dag, að Hanna Birna haldi áfram sem borgarstjóri eftir kosningarn- ar. Það er 7,4 prósentustiga aukning frá sambærilegri könnun sem gerð var viku fyrr. Stuðningur við Hönnu Birnu hefur hingað til mælst svipaður hjá báðum kynjum. Síðustu vikuna hefur stuðningur meðal kvenna aukist. Nú sögðust 43,7 prósent kvenna vilja Hönnu Birnu en 33,2 prósent í könnuninni viku fyrr. Munurinn er 10,5 prósentustig. Hanna Birna hefur verið í for- grunni í kosningabaráttu Sjálfstæð- isflokksins í borginni. Hún sendi meðal annars bréf í eigin nafni á stóran hóp kvenna í borginni, þar sem hvorki nafn né merki Sjálf- stæðisflokksins kom fyrir. Konur voru þar hvattar til að merkja við D til að styðja Hönnu Birnu. Stuðningur við Jón Gnarr, odd- vita Besta flokksins, sem næsta borgarstjóra dalar í takti við örlít- ið minnkandi fylgi flokks hans í könnunum. Um 33,5 prósent sögð- ust vilja Jón sem borgarstjóra nú, en 36,1 prósent fyrir viku. Færri sögðust vilja Dag B. Egg- ertsson, oddvita Samfylkingarinn- ar, á stóli borgarstjóra nú en fyrir viku. Alls vildu 20,6 prósent Dag nú en 24,1 prósent fyrir viku. Í sam- bærilegri könnun sem gerð var 29. apríl sagðist 31 prósent vilja Dag sem borgarstjóra. Hingað til hefur stuðningur við Dag mælst mun meiri meðal kvenna en karla. Nú bregður svo við að stuðningur kvenna við hann hefur dalað umtalsvert milli kann- ana, mögulega vegna aukins stuðn- ings kvenna við Hönnu Birnu. Stuðningur við aðra í stól borgar- stjóra mældist mun minni. Alls nefndu 3,4 prósent Sóleyju Tómas- dóttur, oddvita Vinstri grænna, og 1,1 prósent Einar Skúlason, oddvita Framsóknarmanna. Sama hlutfall nefndi Ólaf F. Magnússon, oddvita H-lista. brjann@frettabladid.is Hanna Birna vinn- ur á meðal kvenna Tæplega 40 prósent borgarbúa vilja að Hanna Birna verði borgarstjóri að kosn- ingum loknum samkvæmt könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Dagur B. Egg- ertsson mælist með helmingi minni stuðning. Þriðjungur segist vilja Jón Gnarr. fyrir alla sem alveg grillaður! áððþí á ðð  Stefnir þú að háskólanámi en vantar tilskilinn undirbúning? HÁSKÓLAGRUNNUR FRUMGREINANÁM HR BRÚAR BILIÐ Sæktu um á www.hr.is ® Útilokum ekki neitt „Fyrst verðum við að komast inn, það er ekkert öruggt að við fáum borgarfulltrúa. En við munum standa við okkar stefnu og leita samstarfs við þá sem eru tilbúnir til að vinna að því sem við leggjum áherslur á,“ segir Einar Skúlason, oddviti Framsóknarflokksins. Enginn óskameirihluti „Það er enginn óskameirihluti hvað okkur varðar. Ég legg alla áherslu á að við vinnum saman og öxlum þá ábyrgð sem okkur verður færð af hálfu kjósenda um að leita lausna og leiða fyrir Reykvíkinga. Svo kemur það bara upp úr kjörkössunum með hverjum fólk mun starfa. Ég treysti mér til að vinna með öllu þessu fólki,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokkur þarf frí „Meirihlutasamstarf þarf að snúast um þau verkefni sem við höfum lagt fyrir okkur á næsta kjörtímabili. En Sjálfstæðis- flokkurinn þarf á fríi að halda. Hann fékk einstakt tækifæri í kosningunum 2006 sem hann hefur nýtt mjög illa. Það getur beinlínis tafið fyrir leiðinni út úr kreppunni að ætla að grípa til hefðbundinna frjálshyggjumeðala og bíða eftir að markaðurinn leysi málin,“ segir Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar. Heillandi að starfa með Besta „Það væri mjög heillandi að starfa með Besta flokknum að því að koma á nýjum viðhorfum og nýrri pólitík í Reykjavík,“ segir Baldvin Jónsson, oddviti Reykjavíkurframboðsins. Þarf vilja til breytinga „Við vonum að við fáum meirihluta, en að því gefnu að það gangi ekki eftir mótast samstarfsaðilar okkar af því hver tekur best í okkar hugmyndir og þær aðferðir sem við viljum nýta. Við útilokum engan, en við viljum miklar breytingar og það þarf framkvæmdavilja og kraft,“ segir Haraldur Baldursson, sem skipar annað sæti F-lista Frjálslyndra. Sama hvort ég er í meirihluta „Mér er nákvæmlega sama hvort ég er með í meirihluta eða er áfram í minnihluta. Ég stend fyrir mín málefni,“ segir Ólafur F. Magnússon, oddviti H-listans. Illsamræmanleg Sjálfstæðisflokki „Þetta er mjög snúin staða sem virðist vera að myndast. Við þurfum að setjast niður og ræða það eftir kosningar, hverjir geta unnið saman. Þar verða það stefnumálin okkar sem við höfum til grundvallar og það verður að koma í ljós hverjir vilja vinna með okkur að þeim. Það segir sig þó sjálft að stefna Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna er illsamræman- leg,“ segir Sóley Tómasdóttir, oddviti Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. The Wire og Ray Ban skilyrði „Við viljum vinna með öllum sem hafa eitthvað til málanna að leggja og eru tilbúnir að leggja hönd á plóg. Við gerum engan greinarmun á pólitískum skoðunum fólks, en við setjum þau ófrávíkjanlegu skilyrði að fólk hafi horft á The Wire og eigi Ray Ban sólgleraugu,“ segir Jón Gnarr, oddviti Besta flokksins. Með hverjum vilja þau starfa? Baldvin Jónsson X-E Dagur B. Eggertsson X-S Einar Skúlasson X-B Hanna Birna Kristjánsdóttir X-D Könnun 25. mars Könnun 29. apríl Könnun 20. maí Könnun 27. maí SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR STUÐNINGUR VIÐ BORGARSTJÓRAEFNI Samkvæmt könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2, 27. maí Þátttakendur í könnun Frétta- blaðsins og Stöðvar 2 voru spurðir hvern þeir vildu helst sem borgarstjóra í Reykjavík eftir kosningarnar. Helga Þórðardóttir X-F Jón Gnarr X-Æ Ólafur F. Magnússon X-H Sóley Tómasdóttir X-V 50 40 30 20 10 0% UTANRÍKISMÁL Evrópusamtökin mót- mæla í yfirlýsingu auglýsingum Samtaka ungra bænda, sem birtust í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu í gær. Samtökin segja umræðu um málefni Evrópusambandsins verða að vera málefnalega, ekki byggða á rangfærslum og hræðsluáróðri. Í auglýsingunnni segir: „Við vilj- um ekki senda afkomendur okkar í Evrópusambandsherinn.“ Þar var vitnað í orð Angelu Merkel Þýska- landskanslara, þar sem hún sagði lengi hafa staðið til að koma upp Evrópusambandsher. Evrópusamtökin segja ummæli Merkel slitin úr samhengi og mistúlkuð í auglýsingunni. „Við hjá Evrópusamtökunum vitum varla hvort við eigum að hlæja eða gráta vegna þessarar auglýsingar. Það er alveg ljóst að engar hugmyndir eru uppi innan Evrópusambandsins um stofnun sameiginlegs hers í líkingu við her einstakra landa,“ segir í yfir- lýsingu Evrópusamtakanna. Þar segir enn fremur að komið hafi verið á laggirnar hraðsveitum skipuðum hermönnum úr herjum aðildarlandanna. Sveitunum sé ætlað að stilla til friðar á átaka- svæðum. Hverju aðildarlandi sé það í sjálfsvald sett hvort það sendi hermenn sína í þessar sveitir. Helgi Haukur Hauksson, for- maður Samtaka ungra bænda, segir þetta eitt af þeim málum sem verði að ræða nú þegar Ísland hafi sótt um inngöngu í ESB. Hann segir að þó nú sé stefnt á ákveðið fyrirkomulag segi það ekki til um hvað gerist í framtíðinni. Ungir bændur vilji ekki að íslensk ung- menni deyi í hernaði. - bj Evrópusamtökin harma auglýsingu Samtaka ungra bænda: Vara við rangfærslum og hræðsluáróðri AUGLÝSING Samtök ungra bænda vöruðu við Evrópusambandsaðild með blaðaauglýsingum í gær. Ert þú hlynnt(ur) sameiningu háskóla í sparnaðarskyni? Já 79% Nei 21% SPURNING DAGSINS Í DAG: Ætlar þú í golf í sumar? Segðu skoðun þína á visir.is KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.