Fréttablaðið - 29.05.2010, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 29.05.2010, Blaðsíða 18
18 29. maí 2010 LAUGARDAGUR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is greinar@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 SPOTTIÐ ÞORSTEINN PÁLSSON AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR Þrennt einkennir einkum sveitarstjórnarkosningarn-ar í dag: Í fyrsta lagi eru þær ópólitískari og mál- efnasnauðari en endranær. Í öðru lagi hafa landsmálin ríkari áhrif en fyrr. Í þriðja lagi eru þær meira bundnar við fortíðina en gengur og gerist. Þegar spurt er um hvað kosn- ingarnar snúast vandast málið. Ef draga á ályktanir af fylgiskönn- unum má svara á tvo vegu. Ekki er ofmælt að þær snúist um Besta flokkinn í Reykjavík. Einnig má segja að þær snúist um leiðindi og vantrú kjósenda. Báðar skýringarn- ar ríma saman. Fjölmiðlar og flestir stjórnmála- fræðingar hafa skilgreint Besta flokkinn sem grín framboð. Við liggur að hann hafi jafn sterka stöðu og Halldór skop- myndateikn- ari á því sviði. Frambjóðendur a l lra f lokka mega skopast hver að öðrum. Það breytir hins vegar ekki hinu að sérhvert framboð er tilboð um þjón- ustu og ábyrgð. Talsmenn rótgrónu flokkanna hafa allir sem einn mætt framboði Besta flokksins með því að segja að í háðinu liggi skýr skilaboð sem þeir verði að taka alvarlega. Eng- inn þeirra hefur þó breytt stefnu- skrá sinni eða málflutningi. Hvað skýrir það? Sennilegasta skýringin er sú að í landinu situr ríkisstjórn sem er föst í málefnakreppu. Á sama tíma hefur stjórnarandstöðunni ekki auðnast að byggja upp trúnað um aðrar leiðir út úr efnahagsþreng- ingunum. Venjulega eru ríkisstjórnarflokk- ar í meiri vörn en stjórnarandstaða í sveitarstjórnarkosningum. Nú virð- ist Besti flokkurinn hins vegar vera eins konar safnþró fyrir óánægju bæði með núverandi ríkisstjórn og þá sem á undan henni sat. Þó að kosið sé til sveitarstjórna bendir flest til að þetta verði kjör- dagur óánægju með Alþingi. Kjördagur óánægjunnar Alþingiskosningarnar fyrir ári voru uppgjör við efnahagshrunið en ekki vegvísir til fram- tíðar. Þessi málefnastaða er enn óbreytt. Þar liggur óánægjuhund- ur kjósenda grafinn. Í þessu ljósi kemur á óvart að allir flokkarnir hafa reynt að hafa kosningabaráttuna og stefnu- skrárnar eins ópólitískar og kostur er. Það er rétt svo að almenn kenni- merki eins og „ábyrg fjármála- stjórn“ og „félagsleg ábyrgð“ gefi vísbendingar um mismunandi hug- myndafræði. Frá þessu eru tvær undantekningar: Annars vegar er loforð fram- bjóðenda Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og víðar að hækka ekki útsvar. Hins vegar eru áform Samfylkingarinnar í Reykjavík og nokkrum stærstu bæjarfélögun- um að fara í stórkostlegar lántök- ur á takmörkuðum lánamarkaði í samkeppni við atvinnulífið í þeim tilgangi að fjölga fremur störfum á ábyrgð skattgreiðenda en fyr- irtækja. Að stærstum hluta á að taka þessi lán eftir grísku aðferð- inni framhjá bókhaldi viðkomandi sveitarsjóða. Af hálfu beggja flokkanna er þessi stefnumörkun skýr um afmarkaðan hluta þeirra verk- efna sem við blasa. Hún segir hins vegar sína sögu og varpar ljósi á ólík viðhorf gagnvart kröfunni um ábyrga fjármálastjórn. Fjölmiðlar hafa ekki sýnt þess- um stefnuatriðum áhuga með greiningu á ólíkum efnahagsleg- um áhrifum þeirra. Talsmenn flokkanna hafa heldur ekki sýnt áhuga á að takast á um þessi mál- efni í rökræðum. Fyrir þá sök hafa kjósendur ekki á tilfinningunni að þetta sé dagur málefnauppgjörs um framtíð borgarinnar og ann- arra sveitarfélaga og því síður um viðreisn landsins. Ekki dagur málefnauppgjörs Hvað ber morgundagur-inn í skauti sér? Gangi fylgiskannanir eftir munu kosningarnar fyrst og fremst staðfesta þá póli- tísku kreppu sem ríkt hefur í land- inu í bráðum tvö ár. Staðbundin sjónarmið ráða yfir- leitt meir í minni sveitarfélögum en stærri. Reykjavík endurspeglar eftir þeirri kenningu best pólitísku stöðuna á landsvísu. Úrslitin eru of mikilli óvissu undirorpin til þess að unnt sé að segja fyrir um myndun meirihluta í höfuðborginni. Nokkur viðmið sjást þó: Fái Besti flokkurinn fjóra borgar- fulltrúa eða fleiri felst í því krafa um að hann eigi aðild að meirihluta- samstarfi. Verði hann stærsti flokk- urinn er eðlilegt að hann hafi for- ystu fyrir nýjum meirihluta. Leiðtogi sjálfstæðismanna hefur lagt til að allir flokkar í borgarstjórn starfi og beri ábyrgð saman. Eigi hann að geta knúið ríkisstjórnar- flokkana til samstarfs um óbreytt útsvar þarf hann þó að líkindum betri kosningu en kannanir hafa sýnt. Þá verður ekki séð að Sjálfstæðisflokk- urinn geti fallist á lántökufjárhættu- spil Samfylkingarinnar. Lýsi annar hvor ríkisstjórnar- flokkanna vilja til að starfa með Sjálfstæðisflokknum rekur hann um leið fleyg tortryggni í stjórnar- samstarfið. Meðan málefnastaða flokkanna er jafn óskýr gefa kosningarn- ar enga vísbendingu um framtíð Íslands. Þær ættu hins vegar að vera tilefni til að gefa því viðfangs- efni meiri gaum. Kosningarnar sýna einfaldlega að lengur verður ekki undan því vikist. Þegar öllu er á botninn hvolft er meiri þörf á skýrri framtíðarsýn heldur en fleiri afsögnum. Morgundagurinn L andsmenn ganga í dag að kjörborðinu og velja sveitar- stjórn í sínu sveitarfélagi. Það hvernig fólk ráðstafar atkvæði sínu hefur áhrif á nánasta umhverfi fólks, á borð við götur, útivistarsvæði og íþróttaaðstöðu og þá félagslegu þjónustu sem stendur fólki næst, til dæmis grunnskóla, leikskóla og þjónustu við aldraða. Það skiptir máli að fólk kjósi og líka hvernig atkvæðinu er varið. Nú eru erfiðir tímar hjá flestum sveitarfélögum. Tekjur hafa dregizt saman eftir efnahagshrunið en ýmis kostnaður hækkað, til dæmis vegna aðstoðar við atvinnulausa. Niðurskurður í rekstri er víðast hvar óhjákvæmilegur. Kjósendur ættu að gjalda varhug við stjórnmálamönn- um, sem þrátt fyrir þetta lofa nýjum útgjöldum og fram- kvæmdum. Þeir lofa peningum, sem eru ekki til. Eina leiðin til að standa við slík kosningalof- orð er að taka lán eða hækka skatta. Sveitarfélögin eru flest skuldsett upp í rjáfur nú þegar. Ríkisstjórnin hefur séð um að skattbyrðin er orðin meira en nógu þung, þótt sveitarfélögin bæti ekki nýjum byrðum við. Þeir sem verðskulda atkvæðin okkar í dag eru stjórnmálamenn sem eru reiðubúnir að axla þá ábyrgð sem í því felst að stjórna sveitarfélagi og taka erfiðar ákvarðanir í því skyni að ná endum saman. Til þess verður fólk að hafa útfærða stefnu og skýra sýn á hvað skiptir mestu máli; flest eða öll sveitarfélög munu þurfa að forgangsraða verkefnum og leggja mesta áherzlu á grunnþjón- ustuna. Tími gæluverkefnanna verður ekki næstu árin. Kosningarnar snúast um ábyrgð í fleiri en einum skilningi. Margir eru óánægðir með gömlu fjórflokkana og reiðubúnir að refsa þeim í kosningunum. Fulltrúar í sveitarstjórnum geta að sjálfsögðu þurft að axla ábyrgð á því, sem flokksmenn þeirra klúðruðu á landsvísu. Skoðanakannanir Fréttablaðsins og Stöðvar 2 benda til að meirihlutar í mörgum sveitarfélögum séu í fall- hættu eða standi tæpt. Þeir sem vilja draga fulltrúa gömlu flokkanna til ábyrgðar verða hins vegar að vera vissir um að þeir sem bjóða fram undir nýjum merkjum og framandlegum listabókstöfum séu líka færir um að taka á sig mikla ábyrgð. Eru framboðin sem til er stofnað í nafni gleði og gríns reiðubúin til þess? Tökum dæmi: Þegar vakin er athygli á stefnu- og reynsluleysi Bezta flokksins, svara forsvarsmenn hans því til að hjá Reykja- víkurborg starfi þrautreynt fólk, embættismenn með mikla þekk- ingu og reynslu af málefnum borgarinnar. Það er rétt, svo langt sem það nær. En lýðræðislega kjörnir fulltrúar geta ekki afhent embættismönnum stjórnina. Enginn kaus embættismennina og enginn getur dregið þá til ábyrgðar í næstu kosningum. Til þess eru lýðræðislegar kosningar; að við getum að minnsta kosti á fjögurra ára fresti látið þá axla ábyrgð, sem klúðruðu málum og verðlaunað þá sem hafa staðið sig vel eða eru líklegir til að vera verðugir þess trausts sem við sýnum þeim. Rétt er að hafa það í huga í kjörklefanum í dag. Landsmenn velja sér sveitarstjórnir í dag. Kosið um ábyrgð Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.