Fréttablaðið - 25.09.2010, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 25.09.2010, Blaðsíða 34
MENNING 4 Þ að er í nógu að snúast hjá Ólafi Kjartani Sig- urðarsyni, æft er sex daga vikunnar fyrir frumsýningu á Rigol- etto um þessar mundir. Í sjón- máli eru svo æfingar í heimabæ Ólafs og fjölskyldu, Saarbrücken í Þýskalandi, á óperunni Fídelíó eftir Beethoven. Svo mun hann syngja Rigoletto í Volksoper í Vín- arborg og í kjölfarið hefja æfing- ar á Rínargullinu eftir Wagner í Darm stadt. Þéttbókaður vetur er fram undan og verkefnin eru spennandi og krefjandi. „Það er ótrúlegt tækifæri fyrir mig að syngja Rigoletto í Vínar- borg, ég er enn að melta það að mér hafi verið boðið það. Ekki síðra er hlutverkið í Darmstadt, en þar mun ég taka þátt í öllum uppfærslum á Niflungahringnum eftir Wagner, sem settur verður upp á tímabilinu 2011 til 2012.“ Ólafur segir gefandi að vera kominn á þann stað í ferlinum þar sem hlutverk í óperum eftir Verdi og Wagner eru á dagskránni. „Dagbókin mín er orðin nákvæm- lega eins og ég vildi hafa hana, þetta verður VW ár, Volkswagen- ár eins og ég segi stundum, Verdi – Wagner. Rödd söngvara þrosk- ast vitanlega og breytist með aldr- inum. Fyrir tíu árum hefði mig ekki dreymt um að syngja Verdi og Wagner, þá hélt ég að ég myndi ílengjast í léttari hlutverkum á borð við Fígaró, en þegar röddin fór að bjóða upp á þessi krefjandi hlutverk þá fór mig vitanlega að þyrsta í þau,“ segir Ólafur. „Verdi er nánast sérkategóría í óperu- heiminum, það er oft talað um verdí-barítóna og verdí-sóprana. Verdí-söngvarar eru svo oft heppi- legir til að syngja Wagner. Ég segi það gjarnan að ef Wagner hefði átt ipod þá hefði hann hlustað á Bell- ini og þessar ítölsku óperur. Hann hreifst af þeim, þetta var söng stíll sem hann þekkti. Enda skrifar Wagner gríðarlega vel fyrir söng- röddina, ekki síður en Verdi.“ Flakkar þrátt fyrir fastráðningu Ólafur söng sitt fyrsta Wagner- hlutverk í Saarbrücken í fyrra- vetur, í kjölfarið var honum boðið að vera með í Niflungahringnum í Darmstadt, enda fylgist Wagner- heimurinn vel með Wagner-upp- færslum segir hann. Ólafur hefur verið búsettur í Saarbrücken í tvö ár og nýverið var fastráðningarsamningur hans þar framlengdur um ár. „Þeir eru mjög liðlegir við mig þannig að þrátt fyrir fastráðninguna gefst mér tækifæri til að flakka annað þegar það býðst.“ Mikill munur er fyrir óperusöngvara að vera búsettur miðsvæðis í Evrópu að sögn Ólafs. Hann getur nýtt sér miklu betur tækifæri sem bjóð- ast og koma óvænt upp á, eins og afleysingar í óperuhlutverkum. Þessi útgerð var öll þyngri í vöfum héðan, en eftir að fastráðningar- tímabili Ólafs við Íslensku óper- una 2001 til 2004 lauk gerði hann út héðan til 2008. „Það er dæmi sem gengur varla upp fjárhags- lega, út af flugfargjöldum, auk þess sem fjarlægðin getur verið fyrirstaða.“ Hann segir hins vegar frábært að fá að koma hingað til lands og taka þátt í uppfærslu Íslensku óperunnar. „Hér eru frábærir kollegar og listrænir stjórnend- ur sýningarinnar, Stefán Baldurs- son leikstjóri og Daníel Bjarnason tónlistarstjóri. Að öðrum kollegum ólöstuðum get ég ekki lagt nægi- lega áherslu á hvað ég er lánsam- ur að vinna með Þóru Einarsdóttur sem fer með hlutverk Gildu [dóttur Rigolettos] hún er í einu orði sagt stórkostleg eins og fólk mun bæði sjá og heyra í óperunni.“ Auðvelt að missa móðinn Ólafur Kjartan segir ungu söngv- arana í sýningunni einnig afar góða og hefur ekki áhyggjur af endurnýjun söngvarastéttarinn- ar. Óperubrautin er þó sannarlega ekki endilega bein og breið, sjálf- ur segist hann hafa upplifað mörg óvissuaugnablik í námi og starfi. „Lengi vel var ég meira að segja feiminn við að kalla mig söngvara, fannst ég næstum vera að taka of stórt upp í mig. Það er auðvelt að missa móðinn í þessum bransa, en ég hef stundum sagt að ég hafi tekið þetta á seiglunni, mér hlotn- aðist enginn auðfenginn frami,“ segir hann. Nú ætlar sonur hans að feta brautina, hefur í haust fram- haldsnám í söng í akademíunni í Saarbrücken og flyst því þangað með konu og barn, afanum til mik- illar ánægju. Kona hans og dætur tóku tíðindunum líka fagnandi og fjölskyldan sér fram á fleiri sam- verustundir en fyrr. Sjálfur seg- ist hann ekki hafa ýtt syninum út á söngvarabrautina, en tónlist- in sé vissulega í genunum í fjöl- skyldunni, faðir Ólafs er Sigurður Rúnar Jónsson, þekktur sem Diddi fiðla, og afi hans, Jón sigurðsson, var bassaleikari í Sinfóníuhljóm- sveit Íslands. „Maður er alltaf að bíða eftir lögfræðingnum í fjölskyldunni,“ segir Ólafur og hlær. „Nei, maður styður auðvitað við bakið á börn- unum en það er enn auðveldara en áður eftir bankahrunið að hvetja þau til að gera nákvæmlega það sem þau vilja, það er greinilega ekki trygging fyrir farsæld að fara í lögfræði eða viðskiptafræði.“ VOLKSWAGEN-ÁR fram undan Ólafur Kjartan Sigurðarson fer með titilhlutverk í óperunni Rigoletto sem verður frumsýnd í Íslensku óperunni 9. október. Spennandi vetur er fram undan hjá bar- ítóninum sem hefur tekið óperuheiminn á seiglunni eins og hann segir sjálfur. ÓPERA SIGRÍÐUR BJÖRG TÓMASDÓTTIR Ólaf Kjartan þyrsti í þyngri hlutverk þegar röddin fór að bjóða upp á þau og er því vitanlega ánægður með dagskrá vetrarins þar sem bæði er að finna Verdí og Wagner. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Rigoletto var fyrsta óperan sem sett var upp á Íslandi, það var árið 1951 og fór Guðmundur Jónsson með titilhlutverkið. Ólafur nam síðar hjá honum. „Mér finnst alltaf eitthvað sérstakt við Rigoletto, og lít svolítið á það sem mína rullu,“ segir Ólafur um hlutverkið í þessari tímamótaóperu í íslenskri óperusögu. Í stuttu máli segir í henni frá Rigol- etto sem starfar fyrir hinn illræmda kvennabósa, her- togann af Mantua. Hann aðstoðar hertogann við að koma á fláráðum ástarævintýrum við konur en um leið heldur hann þeirri staðreynd leyndri, að hann á sjálfur unga og fagra dóttur, Gildu. Þegar Rigoletto kemst að því að hann hefur sjálfur tekið þátt í brottnámi dóttur sinnar án þess að gera sér grein fyrir hver á í hlut leggur hann á ráðin um að láta myrða hinn ósvífna hertoga og flýja ásamt dóttur sinni, en ráðabrugg hans tekur óvænta stefnu og endar með skelfingu. Óperan sem er eftir Giuseppe Verdi var frumflutt í Feneyjum árið 1851. Hún er talin meðal meistaraverka ítalska snillingsins. Íslenska óperan frumsýnir Rigoletto hinn 9. október. TÍMAMÓT Í ÍSLENSKRI ÓPERUSÖGU Líklega bestu frystikistukaupin! Gerðu verðsamanburð FR205 189L B73xD70xH95 1 karfa, læsing á loki hjól undir kistu Verð kr. 66.900 FR305 278L B98xD70xH95 2 körfur, læsing á loki hjól undir kistu Verð kr. 76.900 FR405 385L B128xD70xH95 2 körfur, læsing á loki hjól undir kistu Verð kr. 86.900 FR505 463L B150xD70xH95 3 körfur, læsing á loki hjól undir kistu Verð kr. 96.900 Nánari upplýsingar í síma 440-1800 og www.kaelitaekni.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.