Morgunn


Morgunn - 01.12.1942, Side 41

Morgunn - 01.12.1942, Side 41
MORGUNN 167 höndina, þreifaði á hattinum og sagði: „Hvað er þetta! ég hafði enga hugmynd um að ég væri með höfuðfat". Við spurðum hana hvort henni þætti ekki hendur sín-i ar grófar, og hún sagði: „Nei, nei, þetta eru mínar hendur og mitt andlit. Allt er mitt nema þessi gróf- gerði búningur". Ef við hefðum boðið henni að líta á sjálfa sig í spegli, hefði hún tæplega orðið ánægð með það, sem hún sá! Ein konan í hópnum okkar bað hana að þreifa á silki- kjól, serrt hún var í og áleit vera úr mjög mjúku og fín- gerðu efni. En gesturinn okkar sagði að einnig hann væri mjög grófur. Hún spurði nú aftur: ,,Ó, getur Cora ekki fengið að koma hingað á meðan ég er hér? Hafið þið engar aðrar dyr handa henni?“ Við urðum að út- skýra fyrir henni, að þar sem ungfrú Rose væri eini trans-miðillinn í hópnum yrði hún að fara burt áður en vinstúlka hennar gæti komizt að. Hún sagði: „Þá ætla ég að bíða hennar fyrir utan — og bætti svo við: — en get ég raunar ekki beðið hér?“ Við sögðum henni að hún gæti staðið hjá okkur í andanum, en fyrst yrði hún að fara út um dyrnar. Áður en hún fór var rödd hennar orðin styrk. Þessu næst kom Cora, vinstúlka hennar. Hún hafði bersýnilega heyrt hvað við höfðum talað um, að hún yrði að nota verkfæri og hún sagði: „Ekki finn ég það“. Hún sagði að móðir Ellu hefði alið sig upp í andaheim- inum. Hennar eigin móðir væri á öðru lífssviði og að sér hefði enn ekki verið leyft að fara til hennar, en sér þætti hjartanlega vænt um sína nýju móður og að með Ellu starfaði hún á meðal barnanna. Þær yrðu að rannsaka skapgerð hvers einstaks barns gaumgæfi- lega, svo að engin hætta væri á, að þær gerðust sekar um skilningsleysi gagnvart sál nokkurs þeirra. Stúlkurnar virtust báðar undrast mjög, er við sögðum þeim, að við fengjum oft gesti frá þeirra heimi, og þær kváðust hlakka til að segja móður sinni það og um

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.