Morgunn


Morgunn - 01.06.1943, Blaðsíða 90

Morgunn - 01.06.1943, Blaðsíða 90
84 MORGUNN fyrir sálarrannsóknunum eftir kynni sín af enskum miðlum, og hafði fengið tímaritið til þess að heita 2500 dollara verðlaunum þeim miðli, sem gæti sýnt sönn líkamleg fyrirbrigði í viðurvist rann- sóknarnefndar, sem tímaritið sjálft skipaði. í nefndinni voru fjórir viðurkenndir vísindamenn, en síðar var bætt í nefndina sjónhverf- ingamanninum kunna, Houdini, sem sjálfur hafði beiðzt þess að fá sæti í henni. Vitanlega var Houdini ekki skipaður í nefndina sem vísindamaður, heldur vegna þess, að hann var frægur sjónhverf- ingamaður, en bæði hann og margir aðrir fullyrtu, að miðlarnir gætu engin önnur fyrirbrigði sýnt en þau, sem unnt væri að sýna í trúðleikahúsum, þar sem slungnir sjónhverfingamenn væru að verki. Hin fræga læknisfrú í Boston gaf sig nú undir rannsókn þessarar nefndar, og þó ekki vegna dollaranna, sem í boði voru, því að hún var auðug kona, sem árlega fórnaði stórfé með sínum ágæta manni í þágu sálarrannsóknanna. í VI. árg. MORGUNS segir séra Haraldur Níelsson frá tilraun- um nefndarinnar, og farast honum þar m. a. orð á þessa leið: „Næsta kvöld var síðari tilraunin með miðilinn í svarta stokknum. (Margery var lokuð í trékassa þannig, að að eins hendur og höfuð stóðu út úr kassanum. Með þessu átti að tryggja, að hún gæti ekki verið valdandi að þeim fyrirbrigðum, sem í tilraunaherberginu kynnu að gerast.) Þegar frúin var komin í stokkinn, og að því var komið að loka honum, var sem hún yrði fyrir innblæstri (fengi hug- boð) og beiddist hún þess, að stokkurinn væri rannsakaður. En Houdini svaraði: „Ó, nei, það er óþarfi“. Nú er það öllum augljóst, að ef fi'úin hefði flutt eitthvert áhald með sér inn í stokkinn, þá hefði hún ekki beiðzt þess sérstaklega, að hann yrði rannsakaður. Þegar Houdini hafði lokað stokknum utan um hana, sáu fundar- menn, að hann þreifaði með hægri hendi upp eftir vinstra handlegg miðilsins, unz höndin var komin inn úr hliðargati stokksins. Til hvers gerði hann þetta? Til þess sýndist engin skynsamleg ástæða. Rétt í sama bili heyrðist til „Walters" (hins ósýnilega stjórnanda miðilsins) : „Hvers vegna gerðuð þér þetta, Houdini? Þér . . . það er kvarði í stokknum, óumræðilegi dóninn yðar!“ En Houdini og aðstoðarmaður hans höfðu útbúið stokkinn. Enginn annar snert hann. Þá kallaði Houdini upp: „Ó, þetta er skelfilegt! Ég veit ekkert um neinn kvarða. Hvers vegna ætti ég að aðhafast slikt?“ Eftir stutt tal voru ljósin kveikt. Hélt Houdini þá höfðinu milli handanna, bar sig aumlega og mælti: „Mér er illt, ég er ekki með sjálfum mér“. Nú var stokkurinn tekinn og rannsakaður. Þar fannst 2 feta kvarði, samanlagður. Þá kallaði Houdini: „Ég er fús að gleyma þessu, ef þér viljið gleyma því“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.